Handbolti

Frábær sigur og svekkjandi tap hjá Íslendingaliðunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Ævar Ingólfsson
Atli Ævar Ingólfsson Mynd/Stefán
Það gekk misjafnlega hjá Íslendingaliðunum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lærisveinar Óskars Bjarna Óskarsson í Viborg töpuðu mikilvægum leik í botnbaráttunni á móti Skive en strákarnir í SönderjyskE unnu á sama tíma flottan útisigur á Team Tvis Holstebro sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði tvö mörk og Anton Rúnarsson skoraði eitt mark þegar SönderjyskE vann 30-25 útisigur á Team Tvis Holstebro. SönderjyskE er búið að vinna tvo sigra í röð og fjórar sigra í síðustu fimm leikjum sínum. Liðið er í 6. sæti deildarinnar og ætlar sér greinilega að vera í efri hlutanum í vetur.

Viborg tapaði á sama tíma 23-25 á útivelli á móti Skive og náði ekki að fylgja á eftir langþráðum sigri um síðustu helgi. Viborg var 11-10 yfir í hálfleik. Skive komst upp fyrir Viborg í töflunni með þessum sigri en lærisveinar Óskars Bjarna Óskarssonar hafa nú tapað 7 af 11 deildarleikjum sínum í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×