Handbolti

Guðjón og Alfreð tilnefndir í kosningu um þá bestu

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Valli
Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður þýska meistaraliðsins Kiel, og Alfreð Gíslason þjálfari Kiel, eru í hópi fárra útvalda sem koma til greina sem leikmaður og þjálfari ársins á vefnum handball-planet.com.

Guðjón Valur lék með AG Kaupmannahöfn á síðustu leiktíð en hann gekk í raðir Kiel í sumar. Alls eru sjö leikmenn sem koma til greina í valinu.

Franski markvörðurinn Thierry Omeyer og tékkneska stórskyttann Filip Jicha en þeir leika báðir með Guðjóni hjá Kiel. Króatíski línumaðurinn Igor Vori sem leikur með Hamburg í Þýskalandi. Franski hornamaðurinn Luc Abalo sem leikur með Atletico Madrid á Spáni. Svíinn Kim Andersson sem lék með Kiel á síðustu leiktíð en hann er þessa stundin leikmaður Kolding í Danmörku. Daninn Mikkel Hansen sem var liðsfélagi Guðjóns á síðustu leiktíð með AG Kaupmannahöfn er einnig tilnefndur en hann er í dag leikmaður hjá franska félaginu Paris.

Kiel náði ótrúlegum árangri á síðustu leiktíð undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Liðið tapaði ekki leik í deildarkeppninni og varð þýskur meistari, Kiel varð einnig bikarmeistari og kórónaði tímabilið með sigri í Meistaradeild Evrópu. Landsliðsþjálfararnir Claude Onesta og Ulrik Wilbek eru einnig tilnefndir í þessu kjöri. Onesta gerði Frakkland að ólympíumeisturum í London í sumar og danska landsliðið fagnaði sigri á Evrópumeistaramótinu undir stjórn hins litríka Wilbek.

Hægt er að kjósa hér:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×