Vefsíðan Twistedsifter.com, sem sérhæfir sig í alls kyns vinsældarlistum og fróðleik um öll heimsins málefni, birti á dögunum tólf ástæður fyrir því að Jón Gnarr sé áhugaverðasti borgarstjóri heims.
Meðal þess sem rataði á listann er að hann hafi unnið bug á lesblindu, hafi verið í pönkhljómsveit, sé mögulega Jedi, hafi tekið þátt í Gaypride og skreyti skrifstofuna sína með listaverkum eftir götulistamanninn Banksy.
Þess má geta að borgarstjórinn er vissulega iðinn við að láta aðdáun sína á Banksy í ljós, en hann deildi á sunnudag hinum ýmsu húðflúrum eftir listamanninn á Facebook-síðu sinni. Svo er bara spurning hvort Jón bæti einu slíku við á móti Reykjavíkurskildinum sem hann ber á vinstri handlegg.
- fb, sv

