Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason heldur ásamt hljómsveit sinni í tónleikaferðalag um Þýskaland og Sviss í næstu viku.
Ferðalagið mun standa yfir frá 3. til 16. desember og munu Snorri og félagar halda tólf tónleika á þessum tíma, flesta í Þýskalandi.
Með Snorra í för verða, sem fyrr, Sigurlaug Gísladóttir, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Magnús Trygvason Eliassen.
Í tónleikaferðinni verða spiluð ný lög í bland við þau gömlu, enda hefur Snorri hafist handa við að taka upp þriðju sólóplötuna sína.
-fb, sv
