Breski viðskiptablaðamaðurinn Richard Quest, sem er áhorfendum CNN að góðu kunnur, hefur dvalið á Íslandi síðustu daga. Tilgangur komu hans hingað er að taka upp innslag fyrir þáttinn Business Traveller sem búast má við að verði sýnt á CNN á næstunni.
Meðal viðkomustaða sem Quest hefur heimsótt eru Eyjafjallajökull og Höfði en þar að auki fór hann í útreiðartúr með engri annarri en Dorrit Moussaieff forsetafrú. Þá hefur Quest að eigin sögn hrifist af norðurljósunum auk þess sem magnkaup flugvallargesta á Keflavíkurflugvelli á áfengi vöktu athygli hans.
- mþl
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)