Handbolti

Fylgir Stefán Rafn í fótspor Ólafs?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Rafn Sigurmannsson.
Stefán Rafn Sigurmannsson.
Logi Geirsson veltir því fyrir sér hvort að Haukamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson sé á leið til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen.

Löwen varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar að þýski landsliðsmaðurinn Uwe Gensheimer sleit hásin í leik með liðinu. Gensheimer leikur í vinstra horninu, rétt eins og Stefán Rafn.

Í síðustu viku leitaði annað þýskt úrvalsdeildarfélag, Flensburg, til íslensks félagsliðs vegna meiðsla. Félagið keypti Ólaf Gústafsson frá Flensburg eftir að Arnór Atlason sleit hásin - rétt eins og Gensheimer.

Þjálfari Löwen er Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, og þekkir hann því vel til Stefáns Rafns. Guðmundur gæti freistast enda á hann engan í sínum leikmannahópi til að leysa Gensheimer af hólmi.

„Gummi Gumm ætti að kaupa Stefán Rafn strax. Fullmótður #1 N1-deild, ekki síðri en Guðjón Valur. Fær hann á slikk," skrifaði Logi á Twitter-síðu sína í dag.

Rhein-Neckar Löwen er í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga eftir þrettán umferðir.

Stefán Rafn var nýlega valinn besti leikmaður fyrstu sjö umferða N1-deildar karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×