Handbolti

Lið Óskars Bjarna tapaði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viborg tapaði sínum öðrum leik í röð í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Í þetta sinn fyrir Team Tvis Holstebro, 29-23, á útivelli.

Óskar Bjarni Óskarsson er þjálfari Viborg sem situr í tólfta sæti deildarinnar með sex stig úr tólf leikjum.

Orri Freyr Gíslason er á mála hjá Viborg og skoraði hann þrjú mörk fyrir liðið í kvöld.

Þá tapaði SönderjyskE fyrir Bjerringbro/Silkeborg á heimavelli, 30-27. Anton Rúnarsson skoraði eitt mark fyrir heimamenn en Atli Ævar Ingólfsson ekkert.

Guðmundur Árni Ólafsson var ekki á meðal markaskorara Bjerringbro/Silkeborg í leiknum en liðið er í efsta sæti deildarinnar með 21 stig.

SönderjyskE er í sjötta sætinu með ellefu stig.

Þá var einnig spilað í Póllandi í kvöld. Þórir Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Kielce sem vann öruggan sigur á Powen Zabrze, 40-26.

Kielce er í öðru sæti pólsku deildarinnar með átján stig, tveimur stigum á eftir Wisla Plock sem er með fullt hús stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×