Kyoto-bókunin ekki nóg - Ísland þarf að taka sig á Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 9. desember 2012 14:25 Árni Finnsson segir Ísland þurfa að gera betur. Ísland hefur samþykkt að skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um tuttugu prósent til ársins 2020. Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig verulega á og sína ábyrgð. Samþykkt var á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katar í gær að framlengja Kyoto bókunina svokölluðu um losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2020. Árni Finnsson formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segist hafa haft litlar væntingar fyrir ráðstefnunni og þessi framlenging hafi lítil áhrif. „Vegna þess að Kyoto bókunin nær bara til hluta iðnríkjanna og á heildina litið er þetta bara 15% af heildarlosun í heiminum af gróðurhúsalofttegundum sem að þessi ríki, sem tilheyra Kyoto bókuninni, losa," segir Árni. Hann segir að meira þurfi að koma til, þar sem stór ríki á borð við Bandaríkin og Kanada eru ekki innan bókunarinnar, og nær hún því ekki til að takast á við hlýnun jarðar. „Sem að þýðir ef þetta heldur áfram að meðalhitastig mun hækka um 4 gráður að meðaltali fyrir lok þessarar aldar og það hefur gríðarlega alvarlegar afleiðingar í för með sér," segir Árni. Á ráðstefnunni samþykktu Íslendingar að skuldbinda sig með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um tuttugu prósent til ársins 2020, miðað við árið 1990, en Ísland hyggst uppfylla þá skuldbindingu annars vegar með þátttöku í evrópsku viðskiptakerfi um losunarheimildir og hins vegar með því að framkvæma aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. „Vandamálið er losunin, og þar þurfa íslensk stjórnvöld að taka sig verulega á, og sjávarútvegurinnræður til dæmis hvernig þeir haga losun sinni," segir Árni. „Ísland þarf að taka virkan þátt í mótun loftslagsstefnu Evrópusambandsins, vera þar inni og sýna ábyrgð og taka sína ábyrgð," segir Árni að lokum. Loftslagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Ísland hefur samþykkt að skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um tuttugu prósent til ársins 2020. Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir íslensk stjórnvöld þurfa að taka sig verulega á og sína ábyrgð. Samþykkt var á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katar í gær að framlengja Kyoto bókunina svokölluðu um losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2020. Árni Finnsson formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segist hafa haft litlar væntingar fyrir ráðstefnunni og þessi framlenging hafi lítil áhrif. „Vegna þess að Kyoto bókunin nær bara til hluta iðnríkjanna og á heildina litið er þetta bara 15% af heildarlosun í heiminum af gróðurhúsalofttegundum sem að þessi ríki, sem tilheyra Kyoto bókuninni, losa," segir Árni. Hann segir að meira þurfi að koma til, þar sem stór ríki á borð við Bandaríkin og Kanada eru ekki innan bókunarinnar, og nær hún því ekki til að takast á við hlýnun jarðar. „Sem að þýðir ef þetta heldur áfram að meðalhitastig mun hækka um 4 gráður að meðaltali fyrir lok þessarar aldar og það hefur gríðarlega alvarlegar afleiðingar í för með sér," segir Árni. Á ráðstefnunni samþykktu Íslendingar að skuldbinda sig með ríkjum Evrópusambandsins og Króatíu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um tuttugu prósent til ársins 2020, miðað við árið 1990, en Ísland hyggst uppfylla þá skuldbindingu annars vegar með þátttöku í evrópsku viðskiptakerfi um losunarheimildir og hins vegar með því að framkvæma aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. „Vandamálið er losunin, og þar þurfa íslensk stjórnvöld að taka sig verulega á, og sjávarútvegurinnræður til dæmis hvernig þeir haga losun sinni," segir Árni. „Ísland þarf að taka virkan þátt í mótun loftslagsstefnu Evrópusambandsins, vera þar inni og sýna ábyrgð og taka sína ábyrgð," segir Árni að lokum.
Loftslagsmál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira