Sport

NHL deilan er enn í hnút – keppnistímabilið í uppnámi

Gary Bettman er framkvæmdastjóri NHL deildarinnar.
Gary Bettman er framkvæmdastjóri NHL deildarinnar. Nordic Photos / Getty Images
Keppnistímabilið í NHL íshokkídeildinni í Norður-Ameríku er enn í uppnámi en 422 leikjum hefur verið aflýst þar sem af er. Eigendur NHL liða og leikmannasamtök hafa enn ekki náð saman í launadeilu og sáttafundur sem fram fór í gær bar ekki árangur.

„Við höfum því miður ekki náð samkomulagi um nokkur stór atriði sem við teljum að séu mikilvæg til lengri og styttri tíma," segir Mark Chipman forseti Winnipeg Jets. „Við biðjum stuðningsmenn allra liða og samstarfsaðila afsökunar á þeim vonbrigðum sem þeir hafa orðið fyrir," bætti hann við.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem NHL deildin er í uppnámi vegna verfalls. Tímabilið 1991-1992 var 30 leikjum frestað. 1994-1995 var keppnistímabilið stytt í 48 leiki á lið vegna verkfalls. Ástandið var verst tímabilið 2004-2005 sem fór alveg í vaskinn vegna verkfalls. Núverandi verkfall hefur staðið yfir frá 15. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×