Sport

Pétur og Marín Laufey glímufólk ársins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pétur og Marín Laufey.
Pétur og Marín Laufey. Mynd/Glímusamband Íslands
Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni, og Marín Laufey Davíðsdóttir, Héraðssambandinu Skarphéðni, voru valin glímufólk ársins 2012 en stjórn Glímusambandsins ákvað þetta á stjórnarfundi þann 24. nóvember.

Pétur er 34 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Pétur hampaði Grettisbeltinu í sjöunda sinn árið 2012 sem gerir hann að einum sigursælasta glímukappa Íslands frá upphafi. Pétur hefur ótvírætt verið fremsti glímumaður Íslands undanfarin ár að því er fram kemur í tilkynningu frá glímusambandinu. Hann glímir vel og er góð fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan.

Marín Laufey er 17 ára gömul og átti frábæru gengi að fagna á glímuvellinum árið 2012. Marín sigraði í Íslandsglímunni 2012 og hlaut þar með Freyjumenið í annað sinn. Marín er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×