Handbolti

Þjálfari Tékka ánægður að mæta Íslandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stelpurnar okkar á æfingu í Serbíu.
Stelpurnar okkar á æfingu í Serbíu. Mynd/Stefán
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir Tékkum í umspili um sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í Serbíu. Leikirnir fara fram í byrjun júní en lokakeppnin í desember.

Þjálfari Tékka, Jan Bašný, segir á heimasíðu tékkneska handknattleikssambandsins ánægður að mæta Íslandi.

„Við þekkjum vel til íslenska liðsins. Liðið er klárlega óskamótherji. Þegar við lítum á þau lið sem við hefðum getað mætt verðum við að vera þakklát," segir Bašný.

Ísland og Tékkland mættust í tveimur æfingaleikjum fyrir Evrópumótið í Serbíu. Tékkar unnu fyrri leikinn með tveimur mörkum en Ísland þann síðari með sjö mörkum. Leikið var í Tékklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×