Jón Ásgeir gaf Lárusi tilefni til að óttast um stöðu sína Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2012 17:12 Í ákærunni segir að Jón Ásgeir hafi gefið Lárusi tilefni til að óttast um stöðu sína. Sérstakur saksóknari hefur undir höndum gögn sem benda til þess að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, tilefni til þess að óttast um stöðu sína innan Glitnis léti Lárus ekki að vilja hans. Þetta kemur fram í ákæru í Aurum málinu, þar sem fjórir menn eru ákærðir fyrir sex milljarða lánveitingu frá Glitni vegna kaupa á Aurum. Í ákærunni segir að gögn málsins sýni einnig að undirmenn Lárusar hafi varað hann við því að láta að vilja Jóns Ásgeirs í tengslum við lánveitinguna og að hann gerði sér grein fyrir í hvaða hættu hann stefndi hagsmunum bankans með undanlátssemi við Jón Ásgeir. Í ákærunni segir að gögn málsins beri með sér að Jón Ásgeir hafi haft mikil, bein og óeðlileg afskipti af daglegum rekstri Glitnis og mikil ítök og áhrif. „Þessum áhrifum sínum beitti hann einkum gagnvart ákærðu Lárusi og Bjarna. Þótt ákærði Jón Ásgeir væri ekki í formlegri aðstöðu til að stýra ákærða Lárusi sýna framlögð tölvupóstsamskipti að ákærði Jón Ásgeir sendi ákærða Lárusi reglulega erindi sem orðuð voru sem fyrirmæli og lagði fyrir hann lista með verkefnum sem tengdust bæði fjárfestingum bankans sem og lánveitingum til ýmissa aðila, bæði tengdra og ótengdra ákærða Jóni Ásgeiri," segir orðrétt í ákærunni. Lárus hafi sent þessa verkefnalista jafnvel beint til undirmanna sinna með fyrirmælum um að framkvæma þau erindi sem þar komu fram. Ljóst sé að starfsmenn Glitnis hafi litið á Jón Ásgeir sem aðaleiganda bankans og framlögð gögn sýni að Lárus og Bjarni brugðust við erindum hans með öðrum hætti en ætla megi um erindi venjulegra hluthafa eða almennra viðskiptavina bankans. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Lárus og Magnús Arnar ákærðir sem aðalmenn Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum mönnum í Aurum-málinu svokallaða, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við sex milljarða lánveitingu Glitnis í maí 2008. 13. desember 2012 17:26 Fjórir ákærðir fyrir umboðssvik Þrír fyrrum stjórnendur Glitnis og fyrrum stjórnarformaður aðaleiganda bankans hafa verið kærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Málið snýst um sex milljarða króna lánveitingu til kaupa á Aurum Holding. 14. desember 2012 00:01 Sakaður um að hafa beitt starfsmenn Glitnis þrýstingi í Aurum-málinu Með sex milljarða lánveitingu frá Glitni banka til að fjármagna kaup FS38 á 25,7% hlut Fons í Aurum Holding var áhættunni af kaupunum velt yfir á Glitni banka. Þetta kemur fram í ákæru sem sérstakur saksóknari gaf út fyrir helgi í Aurum málinu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis banka, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánsins. 16. desember 2012 15:57 Jón Ásgeir segir sakamálið skáldað Jón Ásgeir Jóhannesson segir í yfirlýsingu sem hann sendi til Fréttablaðsins að Aurum málið sé skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. 14. desember 2012 14:30 Sérstakur saksóknari tjáir sig ekki um rannsóknina á Aurum Fram hefur komið í fréttum að grunur leikur á að Glitnir hafi veitt félaginu FS38 sex milljarða lán árið 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem er umsvifamikið fyrirtæki í rekstri skartgripaverslana. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé, annan fyrir Pálma og hinn fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson.Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, vill ekkert tjá sig um stöðu Aurum málsins. Fréttavefur DV fullyrti í kvöld að búið væri að gefa út ákæru í málinu. Ekki væri vitað hverjir eru ákærðir. 12. desember 2012 22:31 Jón Ásgeir og Lárus ákærðir vegna Aurum Sérstakur saksóknari gaf í gær út ákæru á hendur fjórum mönnum vegna svokallaðs Aurum Holdings-máls. Á meðal ákærðra eru athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. desember 2012 06:00 Jón Ásgeir um Aurum málið: Nýbúið að selja félagið á 36 milljarða Jón Ásgeir Jóhannesson hefur ekki svararð ítrekaðri beiðni Vísis um viðtal. Fréttablaðið fullyrðir í dag að hann og Lárus Welding hafi verið ákærðir í svokölluðu Aurum máli, en eftir því sem Vísir kemst sem ákærður hefur verið í svokölluðu Aurum máli, hefur ekki svarað ítrekaðri beiðni Vísis um viðtal. Vísir hefur aftur á móti undir höndum bréf sem hann sendi sérstökum saksóknara vegna rannsóknar málsins þann 10. desember 13. desember 2012 11:26 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur undir höndum gögn sem benda til þess að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, tilefni til þess að óttast um stöðu sína innan Glitnis léti Lárus ekki að vilja hans. Þetta kemur fram í ákæru í Aurum málinu, þar sem fjórir menn eru ákærðir fyrir sex milljarða lánveitingu frá Glitni vegna kaupa á Aurum. Í ákærunni segir að gögn málsins sýni einnig að undirmenn Lárusar hafi varað hann við því að láta að vilja Jóns Ásgeirs í tengslum við lánveitinguna og að hann gerði sér grein fyrir í hvaða hættu hann stefndi hagsmunum bankans með undanlátssemi við Jón Ásgeir. Í ákærunni segir að gögn málsins beri með sér að Jón Ásgeir hafi haft mikil, bein og óeðlileg afskipti af daglegum rekstri Glitnis og mikil ítök og áhrif. „Þessum áhrifum sínum beitti hann einkum gagnvart ákærðu Lárusi og Bjarna. Þótt ákærði Jón Ásgeir væri ekki í formlegri aðstöðu til að stýra ákærða Lárusi sýna framlögð tölvupóstsamskipti að ákærði Jón Ásgeir sendi ákærða Lárusi reglulega erindi sem orðuð voru sem fyrirmæli og lagði fyrir hann lista með verkefnum sem tengdust bæði fjárfestingum bankans sem og lánveitingum til ýmissa aðila, bæði tengdra og ótengdra ákærða Jóni Ásgeiri," segir orðrétt í ákærunni. Lárus hafi sent þessa verkefnalista jafnvel beint til undirmanna sinna með fyrirmælum um að framkvæma þau erindi sem þar komu fram. Ljóst sé að starfsmenn Glitnis hafi litið á Jón Ásgeir sem aðaleiganda bankans og framlögð gögn sýni að Lárus og Bjarni brugðust við erindum hans með öðrum hætti en ætla megi um erindi venjulegra hluthafa eða almennra viðskiptavina bankans.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Lárus og Magnús Arnar ákærðir sem aðalmenn Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum mönnum í Aurum-málinu svokallaða, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við sex milljarða lánveitingu Glitnis í maí 2008. 13. desember 2012 17:26 Fjórir ákærðir fyrir umboðssvik Þrír fyrrum stjórnendur Glitnis og fyrrum stjórnarformaður aðaleiganda bankans hafa verið kærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Málið snýst um sex milljarða króna lánveitingu til kaupa á Aurum Holding. 14. desember 2012 00:01 Sakaður um að hafa beitt starfsmenn Glitnis þrýstingi í Aurum-málinu Með sex milljarða lánveitingu frá Glitni banka til að fjármagna kaup FS38 á 25,7% hlut Fons í Aurum Holding var áhættunni af kaupunum velt yfir á Glitni banka. Þetta kemur fram í ákæru sem sérstakur saksóknari gaf út fyrir helgi í Aurum málinu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis banka, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánsins. 16. desember 2012 15:57 Jón Ásgeir segir sakamálið skáldað Jón Ásgeir Jóhannesson segir í yfirlýsingu sem hann sendi til Fréttablaðsins að Aurum málið sé skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. 14. desember 2012 14:30 Sérstakur saksóknari tjáir sig ekki um rannsóknina á Aurum Fram hefur komið í fréttum að grunur leikur á að Glitnir hafi veitt félaginu FS38 sex milljarða lán árið 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem er umsvifamikið fyrirtæki í rekstri skartgripaverslana. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé, annan fyrir Pálma og hinn fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson.Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, vill ekkert tjá sig um stöðu Aurum málsins. Fréttavefur DV fullyrti í kvöld að búið væri að gefa út ákæru í málinu. Ekki væri vitað hverjir eru ákærðir. 12. desember 2012 22:31 Jón Ásgeir og Lárus ákærðir vegna Aurum Sérstakur saksóknari gaf í gær út ákæru á hendur fjórum mönnum vegna svokallaðs Aurum Holdings-máls. Á meðal ákærðra eru athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. desember 2012 06:00 Jón Ásgeir um Aurum málið: Nýbúið að selja félagið á 36 milljarða Jón Ásgeir Jóhannesson hefur ekki svararð ítrekaðri beiðni Vísis um viðtal. Fréttablaðið fullyrðir í dag að hann og Lárus Welding hafi verið ákærðir í svokölluðu Aurum máli, en eftir því sem Vísir kemst sem ákærður hefur verið í svokölluðu Aurum máli, hefur ekki svarað ítrekaðri beiðni Vísis um viðtal. Vísir hefur aftur á móti undir höndum bréf sem hann sendi sérstökum saksóknara vegna rannsóknar málsins þann 10. desember 13. desember 2012 11:26 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Lárus og Magnús Arnar ákærðir sem aðalmenn Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fjórum mönnum í Aurum-málinu svokallaða, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Lárusi Welding, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni. Þeir eru ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við sex milljarða lánveitingu Glitnis í maí 2008. 13. desember 2012 17:26
Fjórir ákærðir fyrir umboðssvik Þrír fyrrum stjórnendur Glitnis og fyrrum stjórnarformaður aðaleiganda bankans hafa verið kærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Málið snýst um sex milljarða króna lánveitingu til kaupa á Aurum Holding. 14. desember 2012 00:01
Sakaður um að hafa beitt starfsmenn Glitnis þrýstingi í Aurum-málinu Með sex milljarða lánveitingu frá Glitni banka til að fjármagna kaup FS38 á 25,7% hlut Fons í Aurum Holding var áhættunni af kaupunum velt yfir á Glitni banka. Þetta kemur fram í ákæru sem sérstakur saksóknari gaf út fyrir helgi í Aurum málinu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis banka, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánsins. 16. desember 2012 15:57
Jón Ásgeir segir sakamálið skáldað Jón Ásgeir Jóhannesson segir í yfirlýsingu sem hann sendi til Fréttablaðsins að Aurum málið sé skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. 14. desember 2012 14:30
Sérstakur saksóknari tjáir sig ekki um rannsóknina á Aurum Fram hefur komið í fréttum að grunur leikur á að Glitnir hafi veitt félaginu FS38 sex milljarða lán árið 2008 til kaupa á eignarhlut Fons í breska félaginu Aurum Holdings, sem er umsvifamikið fyrirtæki í rekstri skartgripaverslana. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Grunsemdir eru um að kaupverðið hafi verið margfalt hærra en raunvirði hlutarins og að lánveitingin hafi meðal annars verið framkvæmd til að losa um tvo milljarða króna í reiðufé, annan fyrir Pálma og hinn fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson.Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, vill ekkert tjá sig um stöðu Aurum málsins. Fréttavefur DV fullyrti í kvöld að búið væri að gefa út ákæru í málinu. Ekki væri vitað hverjir eru ákærðir. 12. desember 2012 22:31
Jón Ásgeir og Lárus ákærðir vegna Aurum Sérstakur saksóknari gaf í gær út ákæru á hendur fjórum mönnum vegna svokallaðs Aurum Holdings-máls. Á meðal ákærðra eru athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13. desember 2012 06:00
Jón Ásgeir um Aurum málið: Nýbúið að selja félagið á 36 milljarða Jón Ásgeir Jóhannesson hefur ekki svararð ítrekaðri beiðni Vísis um viðtal. Fréttablaðið fullyrðir í dag að hann og Lárus Welding hafi verið ákærðir í svokölluðu Aurum máli, en eftir því sem Vísir kemst sem ákærður hefur verið í svokölluðu Aurum máli, hefur ekki svarað ítrekaðri beiðni Vísis um viðtal. Vísir hefur aftur á móti undir höndum bréf sem hann sendi sérstökum saksóknara vegna rannsóknar málsins þann 10. desember 13. desember 2012 11:26
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent