Big Band Samma kemur víða við BBI skrifar 15. desember 2012 18:28 Samúel Jón Samúelsson Big Band gefur um þessar mundir út sína fjórðu plötu sem nefnist 4 Hliðar. Af því tilefni gerði hljómsveitin upp „plötuárið sitt" á facebook og birti mynd af þeim plötum sem hljómsveitarmeðlimir hafa komið að á þessu ári. Þar eru saman kominn stór hluti af þeirri tónlist sem mesta athygli hefur vakið á árinu, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Hljómsveitin skartar 18 hljóðfæraleikurum sem hafa margir verið fyrirferðarmiklir í íslensku tónlistalífi. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan koma þeir víða við og eru eftirsóttir tónlistarmenn. Samúel segir að ákveðnir einstaklingar séu mjög áberandi í tónlistarbransa landsins og komi með einum eða öðrum hætti að mörgum af þeim plötum sem slá í gegn. Þar nefnir hann sérstaklega bræðurna Óskar og Ómar Guðjónssyni og Kidda í Hjálmum sem rekur framleiðslufyrirtæki í gegnum Memfismafíuna. „Þetta er það fólk sem stendur næst mér. En svo eru aðrir hópar af fólki að gera tónlist saman," segir hann. Samúel er líklega sjálfur í þessum hópi því hann birti einnig mynd á facebook af þeim plötum sem hann hefur komið að á árinu. Myndina má sjá hér að neðan, en plöturnar þar hafa allar vakið mikla athygli. Samúel er ánægður með tónlistarárið í ár og segir að sérlega mikið af skemmtilegri tónlist hafi litið dagsins ljós. „Mér finnst ansi mikið af flottum plötum hafa komið fram," segir hann. Hann hvetur fólk til að kaupa eitthvað af þessari gæða tónlist. Nýja plata Samúels og big bands hans rataði í verslanir í gær og auk þess verða útgáfutónleikar haldnir í Gamla bíó á fimmtudaginn næsta.Plötuár Samúels gert upp. Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Samúel Jón Samúelsson Big Band gefur um þessar mundir út sína fjórðu plötu sem nefnist 4 Hliðar. Af því tilefni gerði hljómsveitin upp „plötuárið sitt" á facebook og birti mynd af þeim plötum sem hljómsveitarmeðlimir hafa komið að á þessu ári. Þar eru saman kominn stór hluti af þeirri tónlist sem mesta athygli hefur vakið á árinu, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Hljómsveitin skartar 18 hljóðfæraleikurum sem hafa margir verið fyrirferðarmiklir í íslensku tónlistalífi. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan koma þeir víða við og eru eftirsóttir tónlistarmenn. Samúel segir að ákveðnir einstaklingar séu mjög áberandi í tónlistarbransa landsins og komi með einum eða öðrum hætti að mörgum af þeim plötum sem slá í gegn. Þar nefnir hann sérstaklega bræðurna Óskar og Ómar Guðjónssyni og Kidda í Hjálmum sem rekur framleiðslufyrirtæki í gegnum Memfismafíuna. „Þetta er það fólk sem stendur næst mér. En svo eru aðrir hópar af fólki að gera tónlist saman," segir hann. Samúel er líklega sjálfur í þessum hópi því hann birti einnig mynd á facebook af þeim plötum sem hann hefur komið að á árinu. Myndina má sjá hér að neðan, en plöturnar þar hafa allar vakið mikla athygli. Samúel er ánægður með tónlistarárið í ár og segir að sérlega mikið af skemmtilegri tónlist hafi litið dagsins ljós. „Mér finnst ansi mikið af flottum plötum hafa komið fram," segir hann. Hann hvetur fólk til að kaupa eitthvað af þessari gæða tónlist. Nýja plata Samúels og big bands hans rataði í verslanir í gær og auk þess verða útgáfutónleikar haldnir í Gamla bíó á fimmtudaginn næsta.Plötuár Samúels gert upp.
Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira