Rísandi stjarna í Langholtskirkju Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2012 12:43 Andri Björn og Ruth sungu bæði á tónleikunum í gær. Hin 23ja ára gamli bassasöngvari Andri Björn Róbertsson og Ruth Jenkins, unnusta hans, fara með stórt hlutverk á árlegum jólatónleikum Kirkjukórs og Graduelakórs Langholtskirkju sem eru haldnir núna um helgina. Þetta er í 35. skipti sem tónleikarnir eru haldnir, en þeir voru fyrst haldnir í Fossvogskirkju í desember 1977 og síðan í nokkur skipti í Landakotskirkju en fluttu svo í Langholtskirkju þegar kirkjan var enn í byggingu. Andri Björn og Ruth syngja flest einsöngslögin, auk Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Andri segir alltaf mikla eftirvæntingu ríkja fyrir tónleikunum. „Það er það alltaf á hverju ári. Og þetta er orðinn fastur liður í jólunum hjá mér. Ég bý í London í augnablikinu og ég kem alltaf heim fyrir jólin til að syngja á þessum tónleikum. Það breytist ekkert," segir Andri Björn. Hann er búinn að vera heima í fjóra daga að æfa fyrir tónleikana. „Það er allt skemmtilegt, en það eru fastir punktar eins og Jólin allsstaðar og síðan finnst mér alltaf hátíðlegt að syngja inngöngulagið, Barn er oss fætt," segir Andri Björn, aðspurður um það hvað sé skemmtilegast að syngja. Andri Björn er í námi við Royal Academy of Music í London. Hann kláraði meistaranámið síðasta vor og er núna í óperudeildinni . Hann býst við að klára það eftir eitt og hálft ár. Eftir það tekur vinnan við. „Þá er bara að reyna að finna sér störf og reyna að koma sér á framfæri," segir Andri Björn. Draumurinn sé að vinna í Evrópu, annað hvort í Englandi eða á meginlandinu. „Það er miklu stærri markaður og fleiri tækifæri heldur en hér. Allavega í augnablikinu," segir Andri Björn. Fyrstu tónleikar kóranna voru í gær en einnig eru tónleikar í kvöld og annað kvöld. Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hin 23ja ára gamli bassasöngvari Andri Björn Róbertsson og Ruth Jenkins, unnusta hans, fara með stórt hlutverk á árlegum jólatónleikum Kirkjukórs og Graduelakórs Langholtskirkju sem eru haldnir núna um helgina. Þetta er í 35. skipti sem tónleikarnir eru haldnir, en þeir voru fyrst haldnir í Fossvogskirkju í desember 1977 og síðan í nokkur skipti í Landakotskirkju en fluttu svo í Langholtskirkju þegar kirkjan var enn í byggingu. Andri Björn og Ruth syngja flest einsöngslögin, auk Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Andri segir alltaf mikla eftirvæntingu ríkja fyrir tónleikunum. „Það er það alltaf á hverju ári. Og þetta er orðinn fastur liður í jólunum hjá mér. Ég bý í London í augnablikinu og ég kem alltaf heim fyrir jólin til að syngja á þessum tónleikum. Það breytist ekkert," segir Andri Björn. Hann er búinn að vera heima í fjóra daga að æfa fyrir tónleikana. „Það er allt skemmtilegt, en það eru fastir punktar eins og Jólin allsstaðar og síðan finnst mér alltaf hátíðlegt að syngja inngöngulagið, Barn er oss fætt," segir Andri Björn, aðspurður um það hvað sé skemmtilegast að syngja. Andri Björn er í námi við Royal Academy of Music í London. Hann kláraði meistaranámið síðasta vor og er núna í óperudeildinni . Hann býst við að klára það eftir eitt og hálft ár. Eftir það tekur vinnan við. „Þá er bara að reyna að finna sér störf og reyna að koma sér á framfæri," segir Andri Björn. Draumurinn sé að vinna í Evrópu, annað hvort í Englandi eða á meginlandinu. „Það er miklu stærri markaður og fleiri tækifæri heldur en hér. Allavega í augnablikinu," segir Andri Björn. Fyrstu tónleikar kóranna voru í gær en einnig eru tónleikar í kvöld og annað kvöld.
Tónlist Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira