Gummi Kristjáns: Ánægður að þetta sé frágengið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2012 14:26 Mynd/Heimasíða Start Bolvíkingurinn Guðmundur Kristjánsson er orðinn leikmaður Start sem leikur í úrvalsdeild norsku knattspyrnunnar á næsta ári. „Ég er mjög ánægður að þetta sé frágengið," sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag. „Ég var búinn að ganga frá mínum málum og heyrt frá báðum hliðum að þetta væri mjög nálægt því að klárast." Guðmundur var í láni hjá norska félaginu á síðustu leiktíð frá Breiðabliki en Start vann b-deildina og tryggði sér sæti á meðal þeirra bestu. Breiðablik og Start hafa átt í viðræðum um kaupverðið undanfarnar vikur en Guðmundur samdi um kaup og kjör við norska félagið að lokinni leiktíðinni í byrjun nóvember. Guðmundur var einn af lykilmönnum Start á síðustu leiktíð. Hann lék 27 leiki með liðinu og skoraði í þeim sjö mörk. Guðmundur spilaði fjölmargar stöður með Start þó hann sé að upplagi miðjumaður. Hann spilaði framarlega og aftarlega á miðjunni, á kantinum og í stöðu miðvarðar. „Allir sem fylgdust með Start á síðasta tímabili áttuðu sig á mikilvægi Guðmundar," segir Magne Kristiansen framkvæmdastjóri Start. Hann hrósar Guðmundi og fagnar því að málið sé í höfn. Matthías Vilhjálmsson, sem einnig var í lykilhlutverki hjá Start á leiktíðinni, skrifaði nýlega undir tveggja ára samning á dögunum líkt og fleiri lykilmenn liðsins. „Þeir sömdu við miðjumann frá Nígeríu, mjög góðan leikmann, sem var valinn besti leikmaðurinn á tímabilinu hjá okkur," segir Guðmundur en auk þess er frágengið að Ganverji sem var iðinn við kolann við markaskorun verður áfram. Guðmundur telur liðið þó þurfa að styrkja sig. „Ég hugsa að við þurfum að styrkja okkur aðeins. Veikleikinn okkar í sumar var að við höfðum ekki mjög breiðan hóp sem var ástæðan fyrir því að ég þurfti að leysa svona margar stöður í sumar. Ég held að við þurfum að styrkja okkur aðeins og ég held að þeir séu að reyna það," segir Guðmundur. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira
Bolvíkingurinn Guðmundur Kristjánsson er orðinn leikmaður Start sem leikur í úrvalsdeild norsku knattspyrnunnar á næsta ári. „Ég er mjög ánægður að þetta sé frágengið," sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag. „Ég var búinn að ganga frá mínum málum og heyrt frá báðum hliðum að þetta væri mjög nálægt því að klárast." Guðmundur var í láni hjá norska félaginu á síðustu leiktíð frá Breiðabliki en Start vann b-deildina og tryggði sér sæti á meðal þeirra bestu. Breiðablik og Start hafa átt í viðræðum um kaupverðið undanfarnar vikur en Guðmundur samdi um kaup og kjör við norska félagið að lokinni leiktíðinni í byrjun nóvember. Guðmundur var einn af lykilmönnum Start á síðustu leiktíð. Hann lék 27 leiki með liðinu og skoraði í þeim sjö mörk. Guðmundur spilaði fjölmargar stöður með Start þó hann sé að upplagi miðjumaður. Hann spilaði framarlega og aftarlega á miðjunni, á kantinum og í stöðu miðvarðar. „Allir sem fylgdust með Start á síðasta tímabili áttuðu sig á mikilvægi Guðmundar," segir Magne Kristiansen framkvæmdastjóri Start. Hann hrósar Guðmundi og fagnar því að málið sé í höfn. Matthías Vilhjálmsson, sem einnig var í lykilhlutverki hjá Start á leiktíðinni, skrifaði nýlega undir tveggja ára samning á dögunum líkt og fleiri lykilmenn liðsins. „Þeir sömdu við miðjumann frá Nígeríu, mjög góðan leikmann, sem var valinn besti leikmaðurinn á tímabilinu hjá okkur," segir Guðmundur en auk þess er frágengið að Ganverji sem var iðinn við kolann við markaskorun verður áfram. Guðmundur telur liðið þó þurfa að styrkja sig. „Ég hugsa að við þurfum að styrkja okkur aðeins. Veikleikinn okkar í sumar var að við höfðum ekki mjög breiðan hóp sem var ástæðan fyrir því að ég þurfti að leysa svona margar stöður í sumar. Ég held að við þurfum að styrkja okkur aðeins og ég held að þeir séu að reyna það," segir Guðmundur.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Haukar á toppinn Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Sjá meira