Hrafn vill sjá meiri hraða hjá KR-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2012 07:00 Hrafn Kristjánsson Mynd/Stefán Það er óhætt að segja að KR-ingar mæti með gerbreytt lið á nýju ári því Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, fær nú það verkefni að koma þremur nýjum erlendum leikmönnum inn í leik KR-liðsins. KR-ingar hafa samið við tæplega tveggja metra háa serbneska skyttu, Dejan Sencanski, sem bætist við Bandaríkjamennina Josh Brown og Rob Ferguson sem eru byrjaðir að æfa með liðinu. „Þetta er ekki kjörstaða og ekki það sem lagt var upp með," segir Hrafn. Sencanski er 198 cm þriggja stiga skytta, Brown er 187 cm bakvörður og Ferguson er 203 cm kraftframherji. „Ég býst alveg við því að þetta verði svolítið stirt hjá okkur á fimmtudaginn. Vonandi erum við að stefna í hraðari leikstíl og um leið leikstíl sem við höfum viljað vera að spila í allan vetur," segir Hrafn. KR sat í 7. sæti deildarinnar yfir hátíðarnar og Íslandsmeistararnir voru ekki að hrífa marga í síðustu leikjum sínum fyrir jól. „Við erum ekkert að missa okkur því það eru bara fjögur stig í annað sætið. Það er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur á mánudaginn," segir Hrafn og er þar að tala um bikarleik á móti toppliði Grindavíkur. „Hann skiptir gríðarlega miklu máli varðandi það að gefa okkur smá vinnufrið til þess að kýla liðið saman fyrir lokaátökin. Við erum ekki í þessu til þess bara að vera með. Við teljum okkur vera að taka skref til þess að verja titilinn og það eru öll önnur lið að því," segir Hrafn sem býst við breytingum hjá mörgum liðum í Iceland Express-deildinni. „Það kæmi mér ekkert á óvart þó að það væri kominn inn aukamaður hjá helmingi liða deildarinnar ef ekki meira," sagði Hrafn að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Það er óhætt að segja að KR-ingar mæti með gerbreytt lið á nýju ári því Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, fær nú það verkefni að koma þremur nýjum erlendum leikmönnum inn í leik KR-liðsins. KR-ingar hafa samið við tæplega tveggja metra háa serbneska skyttu, Dejan Sencanski, sem bætist við Bandaríkjamennina Josh Brown og Rob Ferguson sem eru byrjaðir að æfa með liðinu. „Þetta er ekki kjörstaða og ekki það sem lagt var upp með," segir Hrafn. Sencanski er 198 cm þriggja stiga skytta, Brown er 187 cm bakvörður og Ferguson er 203 cm kraftframherji. „Ég býst alveg við því að þetta verði svolítið stirt hjá okkur á fimmtudaginn. Vonandi erum við að stefna í hraðari leikstíl og um leið leikstíl sem við höfum viljað vera að spila í allan vetur," segir Hrafn. KR sat í 7. sæti deildarinnar yfir hátíðarnar og Íslandsmeistararnir voru ekki að hrífa marga í síðustu leikjum sínum fyrir jól. „Við erum ekkert að missa okkur því það eru bara fjögur stig í annað sætið. Það er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur á mánudaginn," segir Hrafn og er þar að tala um bikarleik á móti toppliði Grindavíkur. „Hann skiptir gríðarlega miklu máli varðandi það að gefa okkur smá vinnufrið til þess að kýla liðið saman fyrir lokaátökin. Við erum ekki í þessu til þess bara að vera með. Við teljum okkur vera að taka skref til þess að verja titilinn og það eru öll önnur lið að því," segir Hrafn sem býst við breytingum hjá mörgum liðum í Iceland Express-deildinni. „Það kæmi mér ekkert á óvart þó að það væri kominn inn aukamaður hjá helmingi liða deildarinnar ef ekki meira," sagði Hrafn að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli