Drive, Bridesmaids og Melancholia myndir ársins 4. janúar 2012 14:00 Þrjár kvikmyndir voru efstar og jafnar í vali á bestu erlendu mynd síðasta árs af álitsgjöfum Fréttablaðsins. Þær eru Drive, Bridesmaids og Melancholia. Alls voru tíu myndir nefndar til sögunnar í könnuninni af þeim sautján spekingum sem tóku þátt og því greinilegt að menn höfðu misjafnar skoðanir á bestu mynd ársins. Hjartaknúsarinn Ryan Gosling leikur í Drive nafnlausan ökumann sem sinnir áhættuakstri á daginn fyrir Hollywood-myndir en ekur flóttabifreiðum fyrir glæpamenn á kvöldin. Nicolas Winding Refn fékk Cannes-verðlaunin fyrir að leikstýra myndinni auk þess sem aukaleikarinn Albert Brooks hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá eitt af spennuþrungnari atriðum myndarinnar.Kirsten Dunst í Melancholia.Bridesmaids fjallar um hina einhleypu Annie Walker sem tekur að sér hlutverk aðalbrúðarmeyjar í brúðkaupi æskuvinkonu sinnar með bráðfyndnum afleiðingum. Myndin hefur verið tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna, eða sem besta gaman/söngvamyndin og fyrir frammistöðu Kristen Wiig í hlutverki Walker. Melancholia er nýjasta mynd Danans Lars Von Trier og leika þær Kirsten Dunst og Charlotte Gainsbourg aðalhlutverkin. Dunst vann Cannes-verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni, auk þess sem Melancholia var valin besta myndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Aðrar myndir sem voru tilnefndar í könnuninni voru hin sænska Svinalängorna, Tree Of Life, The Ides of Marsh, Captain America, Warrior, teiknimyndin Arthur Christmas og Black Swan, sem kom reyndar út í Bandaríkjunum 2010 en var frumsýnd hérlendis í febrúar í fyrra. -fbBridesmaids var ein fyndnasta mynd ársins.Álitsgjafar FréttablaðsinsDr. Gunni, Erlingur Grétar Einarsson, Freyr Gígja Gunnarsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Haukur Viðar Alfreðsson, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Jón Gunnar Geirdal, Kjartan Guðmundsson, Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, Marteinn Þórsson, Roald Eyvindsson, Sigríður Pétursdóttir, Sigurður Kjartan Kristinsson, Sindri Sindrason, Tómas Valgeirsson, Vera Sölvadóttir. Golden Globes Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Þrjár kvikmyndir voru efstar og jafnar í vali á bestu erlendu mynd síðasta árs af álitsgjöfum Fréttablaðsins. Þær eru Drive, Bridesmaids og Melancholia. Alls voru tíu myndir nefndar til sögunnar í könnuninni af þeim sautján spekingum sem tóku þátt og því greinilegt að menn höfðu misjafnar skoðanir á bestu mynd ársins. Hjartaknúsarinn Ryan Gosling leikur í Drive nafnlausan ökumann sem sinnir áhættuakstri á daginn fyrir Hollywood-myndir en ekur flóttabifreiðum fyrir glæpamenn á kvöldin. Nicolas Winding Refn fékk Cannes-verðlaunin fyrir að leikstýra myndinni auk þess sem aukaleikarinn Albert Brooks hefur verið tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá eitt af spennuþrungnari atriðum myndarinnar.Kirsten Dunst í Melancholia.Bridesmaids fjallar um hina einhleypu Annie Walker sem tekur að sér hlutverk aðalbrúðarmeyjar í brúðkaupi æskuvinkonu sinnar með bráðfyndnum afleiðingum. Myndin hefur verið tilnefnd til tvennra Golden Globe-verðlauna, eða sem besta gaman/söngvamyndin og fyrir frammistöðu Kristen Wiig í hlutverki Walker. Melancholia er nýjasta mynd Danans Lars Von Trier og leika þær Kirsten Dunst og Charlotte Gainsbourg aðalhlutverkin. Dunst vann Cannes-verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni, auk þess sem Melancholia var valin besta myndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Aðrar myndir sem voru tilnefndar í könnuninni voru hin sænska Svinalängorna, Tree Of Life, The Ides of Marsh, Captain America, Warrior, teiknimyndin Arthur Christmas og Black Swan, sem kom reyndar út í Bandaríkjunum 2010 en var frumsýnd hérlendis í febrúar í fyrra. -fbBridesmaids var ein fyndnasta mynd ársins.Álitsgjafar FréttablaðsinsDr. Gunni, Erlingur Grétar Einarsson, Freyr Gígja Gunnarsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Haukur Viðar Alfreðsson, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Jón Gunnar Geirdal, Kjartan Guðmundsson, Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, Marteinn Þórsson, Roald Eyvindsson, Sigríður Pétursdóttir, Sigurður Kjartan Kristinsson, Sindri Sindrason, Tómas Valgeirsson, Vera Sölvadóttir.
Golden Globes Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið