Lítill áhugi á amerískri útgáfu af Lisbeth Salander 9. janúar 2012 23:00 Þrátt fyrir dræmar viðtökur hefur myndin fengið flottar viðtökur gagnrýnenda og aðalleikkonan, Rooney Mara, er tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna. Þrátt fyrir flotta dóma og mikla umfjöllun hafa aðdáendur Stiegs Larsson tekið amerísku útgáfunni af Körlum sem hata konur heldur fálega. Aðsóknin hefur verið dræm hérlendis. Kvikmyndaver Sony hefur tilkynnt að það hafi enn í hyggju að gera myndir tvö og þrjú eftir bókum Stiegs Larsson í Millennium-þríleiknum svokallaða þrátt fyrir að fyrstu myndinni, Karlar sem hata konur, hafi ekki tekist að slá í gegn. Talsmaður Sony lýsti þessu yfir í samtali við Entertainment Weekly. Þar kom jafnframt fram að Daniel Craig og Rooney Mara hefðu þegar samið um að leika tvíeykið Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander í næstu tveimur myndum en ekki liggur fyrir hvort leikstjórinn David Fincher endurtaki leikinn. Hann hefur hins vegar þegar gefið það út að ef handritið að mynd númer tvö sé gott komi það sterklega til greina en ráðgert er að hún verði frumsýnd seint á næsta ári. Karlar sem hata konur hefur „eingöngu" þénað sextíu milljónir dollara í miðasölu í Bandaríkjunum frá því að hún var frumsýnd 21. desember. Á heimsvísu hefur myndin halað inn 72 milljónum dollara. Myndin kostaði rúmlega níutíu milljónir dollara. Viðbrögð gagnrýnenda hafa hins vegar verið góð, rottentomatoes.com gefur myndinni 86 prósent og metacritic.com 71 af hundrað. Þá hefur Rooney Mara verið tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir frammistöðu sína sem Lisbeth Salander. Sömu sögu er að segja af Íslandi því þar virðist ameríska útgáfan ekki ætla að hitta í mark þrátt fyrir að bækur Larsson hafi notið mikillavinsælda. Eftir tvær vikur í sýningu höfðu rúmlega 3.700 séð myndina en til samanburðar má nefna að tæplega nítján þúsund sáu sænsku útgáfuna á jafn löngu tímabili í lok september árið 2009. freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Þrátt fyrir flotta dóma og mikla umfjöllun hafa aðdáendur Stiegs Larsson tekið amerísku útgáfunni af Körlum sem hata konur heldur fálega. Aðsóknin hefur verið dræm hérlendis. Kvikmyndaver Sony hefur tilkynnt að það hafi enn í hyggju að gera myndir tvö og þrjú eftir bókum Stiegs Larsson í Millennium-þríleiknum svokallaða þrátt fyrir að fyrstu myndinni, Karlar sem hata konur, hafi ekki tekist að slá í gegn. Talsmaður Sony lýsti þessu yfir í samtali við Entertainment Weekly. Þar kom jafnframt fram að Daniel Craig og Rooney Mara hefðu þegar samið um að leika tvíeykið Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander í næstu tveimur myndum en ekki liggur fyrir hvort leikstjórinn David Fincher endurtaki leikinn. Hann hefur hins vegar þegar gefið það út að ef handritið að mynd númer tvö sé gott komi það sterklega til greina en ráðgert er að hún verði frumsýnd seint á næsta ári. Karlar sem hata konur hefur „eingöngu" þénað sextíu milljónir dollara í miðasölu í Bandaríkjunum frá því að hún var frumsýnd 21. desember. Á heimsvísu hefur myndin halað inn 72 milljónum dollara. Myndin kostaði rúmlega níutíu milljónir dollara. Viðbrögð gagnrýnenda hafa hins vegar verið góð, rottentomatoes.com gefur myndinni 86 prósent og metacritic.com 71 af hundrað. Þá hefur Rooney Mara verið tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna fyrir frammistöðu sína sem Lisbeth Salander. Sömu sögu er að segja af Íslandi því þar virðist ameríska útgáfan ekki ætla að hitta í mark þrátt fyrir að bækur Larsson hafi notið mikillavinsælda. Eftir tvær vikur í sýningu höfðu rúmlega 3.700 séð myndina en til samanburðar má nefna að tæplega nítján þúsund sáu sænsku útgáfuna á jafn löngu tímabili í lok september árið 2009. freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira