Stjörnur skjálfa á beinunum vegna Golden Globe 12. janúar 2012 11:15 Ricky Gervias mun velja skotmörk sín af kostgæfni og reyna koma áhorfendum á Golden Globe í opna skjöldu. Golden Globe-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á sunnudagskvöld. Kynnirinn Ricky Gervais hefur lofað því að hann muni ekki draga neitt undan í upphafsatriði afhendingarinnar. Það hefur verið löng hefð fyrir því að kynnar á Golden Globe og Óskarnum renni stuttlega yfir árið með gamansömum hætti. Mörgum hefur verið hált á því svelli, David Letterman þótti til að mynda skjóta langt yfir markið þegar hann kynnti Óskarinn árið 1995 – hann gerði meðal annars grín að nöfnum Opruh Winfrey, Umu Thurman og Keanu Reeves – en miðað við upphafsatriði Ricky Gervais á Golden Globe í fyrra var spé Lettermans sem stormur í vatnsglasi. Gervais fékk yfir sig alls kyns ákúrur eftir að hafa gert grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, Robert Downey Jr. og Tom Cruise, að ekki sé nú minnst á brandarann um Sex & City-leikkonurnar.Veðmálavefurinn telur líklegt að Gervais nýti sér skilnað Russell Brand og Katy Perry í upphafsræðu sinni.Og nú hefur írski veðmálarisinn Paddy Power birt lista yfir þau frægðarmenni sem eru líkleg til að lenda í kjafti og klóm Gervais. Þar efstur á blaði er Russell Brand og fyrrum spúsa hans, Katy Perry. Þau hjónakorn skildu eftir jólahaldið en samband þeirra var fallbyssufóður fyrir slúðurblöðin. Paddy metur möguleika þeirra fimm á móti einum. Meðal annarra sem eiga það á hættu að fá á sig eiturpillur frá breska grínistanum eru Madonna, Tom Cruise og svo auðvitað fyrrum hjónakornin Ashton Kutcher og Demi Moore en Paddy Power telur líkurnar einn á móti tíu að þeirra nafn eigi eftir að bera á góma í uppistandi Gervais. Þá eru Justin Bieber og Charlie Sheen langt frá því öruggir því Paddy metur líkur þeirra einn á móti fjórtán að nöfn þeirra verði nefnd í upphafsræðunni.Gervais mun eflaust ræða um Justin Bieber, Charlie Sheen og skilnað Ashton Kucher og Demi Moore.Paddy er síðan auðvitað ekki yfir verðlaunin sjálf hafinn, veðmálavefurinn telur líklegast að svart/hvíta kvikmyndin The Artist muni standa uppi sem sigurvegari og að aðalleikari myndarinnar, Jean Dujardin, verði útnefndur sem besti leikari í söng-og dramaflokki. freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Golden Globe-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á sunnudagskvöld. Kynnirinn Ricky Gervais hefur lofað því að hann muni ekki draga neitt undan í upphafsatriði afhendingarinnar. Það hefur verið löng hefð fyrir því að kynnar á Golden Globe og Óskarnum renni stuttlega yfir árið með gamansömum hætti. Mörgum hefur verið hált á því svelli, David Letterman þótti til að mynda skjóta langt yfir markið þegar hann kynnti Óskarinn árið 1995 – hann gerði meðal annars grín að nöfnum Opruh Winfrey, Umu Thurman og Keanu Reeves – en miðað við upphafsatriði Ricky Gervais á Golden Globe í fyrra var spé Lettermans sem stormur í vatnsglasi. Gervais fékk yfir sig alls kyns ákúrur eftir að hafa gert grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, Robert Downey Jr. og Tom Cruise, að ekki sé nú minnst á brandarann um Sex & City-leikkonurnar.Veðmálavefurinn telur líklegt að Gervais nýti sér skilnað Russell Brand og Katy Perry í upphafsræðu sinni.Og nú hefur írski veðmálarisinn Paddy Power birt lista yfir þau frægðarmenni sem eru líkleg til að lenda í kjafti og klóm Gervais. Þar efstur á blaði er Russell Brand og fyrrum spúsa hans, Katy Perry. Þau hjónakorn skildu eftir jólahaldið en samband þeirra var fallbyssufóður fyrir slúðurblöðin. Paddy metur möguleika þeirra fimm á móti einum. Meðal annarra sem eiga það á hættu að fá á sig eiturpillur frá breska grínistanum eru Madonna, Tom Cruise og svo auðvitað fyrrum hjónakornin Ashton Kutcher og Demi Moore en Paddy Power telur líkurnar einn á móti tíu að þeirra nafn eigi eftir að bera á góma í uppistandi Gervais. Þá eru Justin Bieber og Charlie Sheen langt frá því öruggir því Paddy metur líkur þeirra einn á móti fjórtán að nöfn þeirra verði nefnd í upphafsræðunni.Gervais mun eflaust ræða um Justin Bieber, Charlie Sheen og skilnað Ashton Kucher og Demi Moore.Paddy er síðan auðvitað ekki yfir verðlaunin sjálf hafinn, veðmálavefurinn telur líklegast að svart/hvíta kvikmyndin The Artist muni standa uppi sem sigurvegari og að aðalleikari myndarinnar, Jean Dujardin, verði útnefndur sem besti leikari í söng-og dramaflokki. freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira