Farsæll dauði hverfaforgangs Pawel Bartoszek skrifar 13. janúar 2012 06:00 Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að nýjar reglur um hverfaforgang í framhaldsskólum gangi ekki upp. Lagaheimild hafi skort, reglurnar hafi ekki verið settar með reglugerð heldur með bréfaskriftum og birtingu þeirra hafi verið ábótavant. Hæpið sé að stjórnarskráin heimili slíka takmörkun á aðgengi til náms. Ráðuneytið fær, með öðrum orðum, falleinkunn. Umröðun fjölgar ekki sætumRifjum aðeins upp forsöguna. Í kjölfar afnáms samræmdra prófa í tíunda bekk, nýrra framhaldsskólalaga og töluverðrar aðsóknar eldri nemenda í framhaldsskólamenntun í tengslum við aukið atvinnuleysi sköpuðust vandræði með innritun í framhaldsskóla fyrir tæpum þremur árum. Sumir fengu hvergi inni. Eldri nemendur áttu erfitt með að fá skólavist. Þessu átti að redda með setningu hverfakvóta. Rökin væru þau að þannig ætti að tryggja öllum nemendum aðgang að einhverjum skóla. Frá sjónarhóli einfaldrar talningarfræði gengur þessi röksemdafærsla auðvitað ekki upp. Ef það eru fleiri farþegar í strætó en sætin skiptir ekki máli í hvaða röð fólkið er látið setjast, það munu alltaf jafnmargir þurfa að standa. Þetta er stundum kallað „varðveislulögmál". Það er hægt að athuga hvenær barn uppgötvar varðveislulögmálið, til dæmis með því að hella úr tveimur jafnstórum kókómjólkurfernum í tvö misbreið glös, og spyrja barnið hvort glasið innihaldi meira. Einhvers staðar í kringum sjö ára aldur átta börn sig á því að bæði glösin innihalda jafnmikið af kókómjólk. Lögun ílátsins breyti engu um magnið. Eflaust má kalla það meinfyndni að ýja að því að menntamálaráðherra hafi ekki náð þroska sjö ára barns, og eflaust er það hárrétt að um ódýrt skot sé að ræða. Hins vegar stendur eftir að hvorki í viðtölum við ráðherra, eða opinberum skýringum ráðuneytisins er að finna nokkra skýringu á því að hverfaforgangurinn hafi breytt nokkru um það eðli vandans, þ.e. að sætin voru of fá, þótt hann kynni að hafa gert verkefni menntamálaráðuneytisins ögn meðfærilegra. Nú er ekki þar með sagt að landfræðilegur forgangur eigi aldrei rétt á sér. Það getur talist málefnalegt að veita heimamönnum forgang í skóla í héraðinu, ef það á að hindra að 16 ára ungmenni þurfi að flytja langar vegalengdir til að sækja sér nám. En það er ekki mannréttindabrot að menn þurfi hugsanlega að taka strætó í skólann. Fjölþætt lögbrot ráðherraRáðherrar þurfa að fara að lögum. Í gildi eru lög um framhaldsskóla. Þar er ekkert fjallað um hverfaforgang. Í gildi er reglugerð um innritun í framhaldsskóla. Þar er ekki heldur fjallað um hverfaforgang, fyrsta val, annað val, einhver 40%, eða neitt þessu líkt. Sá sem læsi reglugerðina fengi allt aðra mynd af innrituninni en raunin varð. Það er í raun óskiljanlegt að Katrín Jakobsdóttir hafi í það minnsta ekki kosið að breyta reglugerðinni þegar hún ákvað að breyta fyrirkomulaginu. Nei, nýja innritunarfyrirkomulagið var kynnt á heimasíðu ráðuneytisins, og í bréfi til skólastjórnenda. Lagalegur grundvöllur fyrirkomulagsins átti að felast í gerð skólasamninga við einstaka skóla, og þar yrði fjallað um að nemendur ákveðinna grunnskóla ættu að fá forgang. Þegar umboðsmaður Alþingis leitaði eftir slíkum skólasamningum á þeim tíma árs 2010 sem innritunin stóð yfir kom í ljós að þeir höfðu ekki enn verið undirritaðir. Í lok sumars hafði verið lokið við gerð helmings þeirra. Það lítur sem sagt út fyrir að innritun heils skólaárs hafi farið fram þvert á gildandi lög, þvert á gildandi reglur en á grundvelli bréfaskrifta við skólastjórnendur og ógerðra skólasamninga. Hvernig mögulega getur það talist ásættanleg stjórnsýsla? Virðum valfrelsi ungs fólksÞann 16. júlí 2010 benti ég, í Fréttablaðsgrein, á að umrætt fyrirkomulag innritunar í framhaldsskóla væri ólöglegt. Nú liggur fyrir álit Umboðsmanns Alþingis um að svo sé sannarlega. Það er gott. Því ber sérstaklega að fagna að til sé fólk sem hafi ákveðið að láta þessa vitleysu ekki yfir sig ganga. Þeim ber að þakka þessa baráttu. Ungt fólk á að vera metið á grundvelli eigin verðleika en ekki á grundvelli þess hvar foreldrar þeirra hafa kosið að búa. Stjórnmálamenn sem eru á annarri skoðun ættu að hugsa sinn gang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að nýjar reglur um hverfaforgang í framhaldsskólum gangi ekki upp. Lagaheimild hafi skort, reglurnar hafi ekki verið settar með reglugerð heldur með bréfaskriftum og birtingu þeirra hafi verið ábótavant. Hæpið sé að stjórnarskráin heimili slíka takmörkun á aðgengi til náms. Ráðuneytið fær, með öðrum orðum, falleinkunn. Umröðun fjölgar ekki sætumRifjum aðeins upp forsöguna. Í kjölfar afnáms samræmdra prófa í tíunda bekk, nýrra framhaldsskólalaga og töluverðrar aðsóknar eldri nemenda í framhaldsskólamenntun í tengslum við aukið atvinnuleysi sköpuðust vandræði með innritun í framhaldsskóla fyrir tæpum þremur árum. Sumir fengu hvergi inni. Eldri nemendur áttu erfitt með að fá skólavist. Þessu átti að redda með setningu hverfakvóta. Rökin væru þau að þannig ætti að tryggja öllum nemendum aðgang að einhverjum skóla. Frá sjónarhóli einfaldrar talningarfræði gengur þessi röksemdafærsla auðvitað ekki upp. Ef það eru fleiri farþegar í strætó en sætin skiptir ekki máli í hvaða röð fólkið er látið setjast, það munu alltaf jafnmargir þurfa að standa. Þetta er stundum kallað „varðveislulögmál". Það er hægt að athuga hvenær barn uppgötvar varðveislulögmálið, til dæmis með því að hella úr tveimur jafnstórum kókómjólkurfernum í tvö misbreið glös, og spyrja barnið hvort glasið innihaldi meira. Einhvers staðar í kringum sjö ára aldur átta börn sig á því að bæði glösin innihalda jafnmikið af kókómjólk. Lögun ílátsins breyti engu um magnið. Eflaust má kalla það meinfyndni að ýja að því að menntamálaráðherra hafi ekki náð þroska sjö ára barns, og eflaust er það hárrétt að um ódýrt skot sé að ræða. Hins vegar stendur eftir að hvorki í viðtölum við ráðherra, eða opinberum skýringum ráðuneytisins er að finna nokkra skýringu á því að hverfaforgangurinn hafi breytt nokkru um það eðli vandans, þ.e. að sætin voru of fá, þótt hann kynni að hafa gert verkefni menntamálaráðuneytisins ögn meðfærilegra. Nú er ekki þar með sagt að landfræðilegur forgangur eigi aldrei rétt á sér. Það getur talist málefnalegt að veita heimamönnum forgang í skóla í héraðinu, ef það á að hindra að 16 ára ungmenni þurfi að flytja langar vegalengdir til að sækja sér nám. En það er ekki mannréttindabrot að menn þurfi hugsanlega að taka strætó í skólann. Fjölþætt lögbrot ráðherraRáðherrar þurfa að fara að lögum. Í gildi eru lög um framhaldsskóla. Þar er ekkert fjallað um hverfaforgang. Í gildi er reglugerð um innritun í framhaldsskóla. Þar er ekki heldur fjallað um hverfaforgang, fyrsta val, annað val, einhver 40%, eða neitt þessu líkt. Sá sem læsi reglugerðina fengi allt aðra mynd af innrituninni en raunin varð. Það er í raun óskiljanlegt að Katrín Jakobsdóttir hafi í það minnsta ekki kosið að breyta reglugerðinni þegar hún ákvað að breyta fyrirkomulaginu. Nei, nýja innritunarfyrirkomulagið var kynnt á heimasíðu ráðuneytisins, og í bréfi til skólastjórnenda. Lagalegur grundvöllur fyrirkomulagsins átti að felast í gerð skólasamninga við einstaka skóla, og þar yrði fjallað um að nemendur ákveðinna grunnskóla ættu að fá forgang. Þegar umboðsmaður Alþingis leitaði eftir slíkum skólasamningum á þeim tíma árs 2010 sem innritunin stóð yfir kom í ljós að þeir höfðu ekki enn verið undirritaðir. Í lok sumars hafði verið lokið við gerð helmings þeirra. Það lítur sem sagt út fyrir að innritun heils skólaárs hafi farið fram þvert á gildandi lög, þvert á gildandi reglur en á grundvelli bréfaskrifta við skólastjórnendur og ógerðra skólasamninga. Hvernig mögulega getur það talist ásættanleg stjórnsýsla? Virðum valfrelsi ungs fólksÞann 16. júlí 2010 benti ég, í Fréttablaðsgrein, á að umrætt fyrirkomulag innritunar í framhaldsskóla væri ólöglegt. Nú liggur fyrir álit Umboðsmanns Alþingis um að svo sé sannarlega. Það er gott. Því ber sérstaklega að fagna að til sé fólk sem hafi ákveðið að láta þessa vitleysu ekki yfir sig ganga. Þeim ber að þakka þessa baráttu. Ungt fólk á að vera metið á grundvelli eigin verðleika en ekki á grundvelli þess hvar foreldrar þeirra hafa kosið að búa. Stjórnmálamenn sem eru á annarri skoðun ættu að hugsa sinn gang.