Nýtt lag frá Naglbítunum eftir nær áratugs þögn 18. janúar 2012 09:15 Þeir Vilhelm Anton og Kári Jónssynir ásamt Benedikt Brynjólfssyni í 200.000 Naglbítar eru glaðir að vera komnir aftur í stúdíó saman. Fréttablaðið/stefán „Þetta er aðallega alveg ógeðslega gaman," segir Vilhelm Anton Jónsson, söngvari sveitarinnar 200.000 Naglbítar sem hefur nýja árið í hljóðveri að taka upp nýtt lag. Níu ár eru síðan síðasta plata sveitarinnar Hjartagull kom út og því ekki amalegt fyrir bræðurna Vilhelm og Kára ásamt trommaranum Benedikt Brynjólfssyni að vera sameinaða á ný. „Þetta er búið að vera svo skemmtilegt að það er í raun skrýtið að við höfum ekki drifið í þessu fyrr," segir Vilhelm, eða Villi eins og hann alla jafna er kallaður. Nýja lagið með Naglbítunum nefnist Í mararskauti mjúku og er „klassískt stórt Naglbítalag" að sögn Villa. „Við erum að leggja lokahönd á lagið og sendum það frá okkur í vikunni. Svo er bara að sjá hvaða útvarpsstöðvar taka það. Við vorum einu sinni bannaðir á einni og vonum að það sé ekki lengur þannig," segir Villi en vildi ekki fara nánar út í hvaða útvarpsstöð það var. Síðustu ár hafa liðsmenn sveitarinnar verið að sinna ólíkum verkefnum. Villi hefur verið tíður gestur á hvíta tjaldinu sem annar helmingur tvíeykisins Sveppi og Villi, stjórnandi spurningaþáttar á Rás 2 og hugmyndasmiður á auglýsingastofu á meðan bróðir hans, Kári, rekur barnavöruverslunina Snúðar og Snældur. Benni trommari hefur hins vegar verið á fullu að tromma með hinum ýmsu tónlistarmönnum. Villi vill ekkert fullyrða hvort ný plata með sveitinni sé væntanleg á þessu ári. „Ég geti lofað að það kemur út ný Naglbítaplata, en hvort það sé á þessu ári eða árið 2020 get ég ekki sagt. Við erum svo vandvirkir að þetta tekur sinn tíma, svo þegar það kemur út ný plata þá verður hún góð." Fyrir utan að vera að taka upp nýtt lag eru fyrirhugaðir tónleikar með 200.000 Naglbítum í tónlistarhúsinu Hofi á Akureyri 4.febrúar næstkomandi. „Það verður mikið stuð og hugsanlegt að við höldum tónleika í höfuðborginni líka en það er ekkert komið á hreint." alfrun@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þetta er aðallega alveg ógeðslega gaman," segir Vilhelm Anton Jónsson, söngvari sveitarinnar 200.000 Naglbítar sem hefur nýja árið í hljóðveri að taka upp nýtt lag. Níu ár eru síðan síðasta plata sveitarinnar Hjartagull kom út og því ekki amalegt fyrir bræðurna Vilhelm og Kára ásamt trommaranum Benedikt Brynjólfssyni að vera sameinaða á ný. „Þetta er búið að vera svo skemmtilegt að það er í raun skrýtið að við höfum ekki drifið í þessu fyrr," segir Vilhelm, eða Villi eins og hann alla jafna er kallaður. Nýja lagið með Naglbítunum nefnist Í mararskauti mjúku og er „klassískt stórt Naglbítalag" að sögn Villa. „Við erum að leggja lokahönd á lagið og sendum það frá okkur í vikunni. Svo er bara að sjá hvaða útvarpsstöðvar taka það. Við vorum einu sinni bannaðir á einni og vonum að það sé ekki lengur þannig," segir Villi en vildi ekki fara nánar út í hvaða útvarpsstöð það var. Síðustu ár hafa liðsmenn sveitarinnar verið að sinna ólíkum verkefnum. Villi hefur verið tíður gestur á hvíta tjaldinu sem annar helmingur tvíeykisins Sveppi og Villi, stjórnandi spurningaþáttar á Rás 2 og hugmyndasmiður á auglýsingastofu á meðan bróðir hans, Kári, rekur barnavöruverslunina Snúðar og Snældur. Benni trommari hefur hins vegar verið á fullu að tromma með hinum ýmsu tónlistarmönnum. Villi vill ekkert fullyrða hvort ný plata með sveitinni sé væntanleg á þessu ári. „Ég geti lofað að það kemur út ný Naglbítaplata, en hvort það sé á þessu ári eða árið 2020 get ég ekki sagt. Við erum svo vandvirkir að þetta tekur sinn tíma, svo þegar það kemur út ný plata þá verður hún góð." Fyrir utan að vera að taka upp nýtt lag eru fyrirhugaðir tónleikar með 200.000 Naglbítum í tónlistarhúsinu Hofi á Akureyri 4.febrúar næstkomandi. „Það verður mikið stuð og hugsanlegt að við höldum tónleika í höfuðborginni líka en það er ekkert komið á hreint." alfrun@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira