Munur lífeyrisréttinda minni en margir telja Elín Björg Jónsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir og Þórður Á. Hjaltested skrifa 18. janúar 2012 12:00 Reglulega gerast forystumenn almenna vinnumarkaðarins og tilteknir þingmenn sekir um að fara fram með vafasamar fullyrðingar um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna líkt og um staðreyndir sé að ræða. Þær fullyrðingar ganga út á að þeir sem fái greitt úr opinberu lífeyrissjóðunum hafi mun meira til framfærslu en þeir sem fá greitt úr almennum lífeyrissjóðum. Nú hafa BSRB, KÍ og BHM látið óháðan aðila kanna málið og á málþingi fyrrnefndra bandalaga um lífeyrismál sem fram fer á Grand hóteli á morgun verða niðurstöður þessarar vinnu kynntar. Þar mun dr. Benedikt Jóhannesson hjá Talnakönnun kynna skýrslu sína sem fjallar um samspil lífeyrisgreiðslna, almannatrygginga og skatta. Skýrslan sýnir glögglega að munurinn á ráðstöfunartekjum eftir því hvort lífeyrisþegar fá greitt úr opinberum eða almennum lífeyrissjóðum er mun minni en gjarnan hefur verið haldið fram. Rétt er að opinberu lífeyrissjóðirnir greiða hærri lífeyri en hinir almennu. En það segir ekki alla söguna. Lög tryggja öllum lífeyrisþegum lágmarksframfærslu frá Tryggingastofnun en greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð með tilteknu skerðingarhlutfalli. Forystumenn almenna vinnumarkaðarins hafa fram til þessa aðeins horft á greiðslur lífeyrissjóðanna og bent á að þær séu hærri hjá þeim opinberu en algerlega horft fram hjá jöfnunaráhrifum skatta og greiðslna frá Tryggingastofnun. Þegar tillit hefur verið tekið til þessara þátta sést að munur á ráðstöfunartekjum lífeyrisþega hjá opinberu sjóðunum og hinum almennu er um 6% en ekki rúmlega 20% eins og oft hefur verið haldið fram. Því hærri sem greiðslur úr lífeyrissjóðum eru því minni er kostnaður ríkissjóðs í gegnum almannatryggingar Tryggingastofnunar. Dulin skuldbinding ríkissjóðs í gegnum Tryggingastofnun vegna sjóðsfélaga almennu sjóðanna er því gríðarleg enda greiðslur Tryggingastofnunar til þeirra hlutfallslega mun hærri og skattgreiðslur þeirra lægri en lífeyrisþega opinberu sjóðanna. Hin meintu lúxuslífeyrisréttindi opinberra starfsmanna hafa gjarnan verið notuð sem rök fyrir lægri launum þeirra og því haldið fram að á heildina litið jafnist ævitekjur opinberra og almennra starfsmanna út á elliárunum. Hins vegar sést af útreikningum að þegar ævilaun eru borin saman bera opinberir starfsmenn skarðan hlut frá borði. Að opinberir starfsmenn eigi að vera á lægri launum en þeir sem eru á almenna markaðnum vegna betri lífeyriskjara eru þess vegna rök sem halda ekki vatni. Það er von BSRB, KÍ og BHM að órökstuddar fullyrðingar um lífeyrismál opinberra starfsmanna heyri brátt sögunni til. Málþing bandalaganna á Grand hóteli á morgun er mikilvægt innlegg í umræðuna um lífeyrismál og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér efni þess. Nú er vinna við nýtt samræmt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn hafin þar sem allir aðilar eiga að koma með opnum huga að borðinu. Það er sjálfsagt réttlætismál að jafna lífeyrisréttindi landsmanna en um leið þarf að huga að jöfnun launa. Þessar leiðréttingar mega þó ekki eiga sér stað með þeim hætti að skerða réttindi hjá einum hóp til að færa hann nær öðrum líkt og stundum virðist vera viðkvæðið þegar kemur að lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Það er hagur allra að við vinnum saman að betri lífskjörum handa landsmönnum öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Reglulega gerast forystumenn almenna vinnumarkaðarins og tilteknir þingmenn sekir um að fara fram með vafasamar fullyrðingar um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna líkt og um staðreyndir sé að ræða. Þær fullyrðingar ganga út á að þeir sem fái greitt úr opinberu lífeyrissjóðunum hafi mun meira til framfærslu en þeir sem fá greitt úr almennum lífeyrissjóðum. Nú hafa BSRB, KÍ og BHM látið óháðan aðila kanna málið og á málþingi fyrrnefndra bandalaga um lífeyrismál sem fram fer á Grand hóteli á morgun verða niðurstöður þessarar vinnu kynntar. Þar mun dr. Benedikt Jóhannesson hjá Talnakönnun kynna skýrslu sína sem fjallar um samspil lífeyrisgreiðslna, almannatrygginga og skatta. Skýrslan sýnir glögglega að munurinn á ráðstöfunartekjum eftir því hvort lífeyrisþegar fá greitt úr opinberum eða almennum lífeyrissjóðum er mun minni en gjarnan hefur verið haldið fram. Rétt er að opinberu lífeyrissjóðirnir greiða hærri lífeyri en hinir almennu. En það segir ekki alla söguna. Lög tryggja öllum lífeyrisþegum lágmarksframfærslu frá Tryggingastofnun en greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð með tilteknu skerðingarhlutfalli. Forystumenn almenna vinnumarkaðarins hafa fram til þessa aðeins horft á greiðslur lífeyrissjóðanna og bent á að þær séu hærri hjá þeim opinberu en algerlega horft fram hjá jöfnunaráhrifum skatta og greiðslna frá Tryggingastofnun. Þegar tillit hefur verið tekið til þessara þátta sést að munur á ráðstöfunartekjum lífeyrisþega hjá opinberu sjóðunum og hinum almennu er um 6% en ekki rúmlega 20% eins og oft hefur verið haldið fram. Því hærri sem greiðslur úr lífeyrissjóðum eru því minni er kostnaður ríkissjóðs í gegnum almannatryggingar Tryggingastofnunar. Dulin skuldbinding ríkissjóðs í gegnum Tryggingastofnun vegna sjóðsfélaga almennu sjóðanna er því gríðarleg enda greiðslur Tryggingastofnunar til þeirra hlutfallslega mun hærri og skattgreiðslur þeirra lægri en lífeyrisþega opinberu sjóðanna. Hin meintu lúxuslífeyrisréttindi opinberra starfsmanna hafa gjarnan verið notuð sem rök fyrir lægri launum þeirra og því haldið fram að á heildina litið jafnist ævitekjur opinberra og almennra starfsmanna út á elliárunum. Hins vegar sést af útreikningum að þegar ævilaun eru borin saman bera opinberir starfsmenn skarðan hlut frá borði. Að opinberir starfsmenn eigi að vera á lægri launum en þeir sem eru á almenna markaðnum vegna betri lífeyriskjara eru þess vegna rök sem halda ekki vatni. Það er von BSRB, KÍ og BHM að órökstuddar fullyrðingar um lífeyrismál opinberra starfsmanna heyri brátt sögunni til. Málþing bandalaganna á Grand hóteli á morgun er mikilvægt innlegg í umræðuna um lífeyrismál og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér efni þess. Nú er vinna við nýtt samræmt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn hafin þar sem allir aðilar eiga að koma með opnum huga að borðinu. Það er sjálfsagt réttlætismál að jafna lífeyrisréttindi landsmanna en um leið þarf að huga að jöfnun launa. Þessar leiðréttingar mega þó ekki eiga sér stað með þeim hætti að skerða réttindi hjá einum hóp til að færa hann nær öðrum líkt og stundum virðist vera viðkvæðið þegar kemur að lífeyrismálum opinberra starfsmanna. Það er hagur allra að við vinnum saman að betri lífskjörum handa landsmönnum öllum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun