Retro Stefson til Ameríku 20. janúar 2012 10:00 Unnsteinn Manuel Stefánsson og félagar hans í hljómsveitinni Retro Stefson koma fram á einni stærstu bransahátíð í heimi í mars, SXSW í Ausin Texas. „Þetta er mjög spennandi og verður eflaust gaman," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson sem kemur í fyrsta sinn fram í Bandaríkjunum á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í mars. Hátíðin South by Southwest eða SXSW er sannkölluð bransahátíð þar sem um 2.000 tónlistarmenn koma fram í Austin í Texas og stendur hún yfir í fjóra daga. Á hátíðinni er aðaláherslan á nýja og ferska tónlistarmenn sem fá tækifæri til að sýna sig fyrir fólki úr tónlistariðnaðinum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum í Bandaríkjunum og auðvitað gott tækifæri. Dagskráin okkar er ekki alveg tilbúin en við spilum nokkrum sinnum yfir hátíðina," segir Unnsteinn og bætir við að hátíðin sé mjög stór og öðruvísi að því leytinu til að mikið er um einkapartí fyrirtækja sem hljómsveitirnar spila á. Það er óhætt að segja að sveitin hafi slegið í gegn á Airwaves-hátíðinni í haust en síðasta sumar voru hljómsveitarmeðlimir hennar búsettir í Berlín þar sem þeir spiluðu víðs vegar um Evrópu. Árið í ár verður svipað hjá sveitinni sem heldur til Þýskalands í apríl. „Þetta sumar verður eiginlega bara svona „deja vú" sumar. Við gerum það sama og í fyrra, spilum á hátíðum og tónleikum um hverja helgi. Það er gaman en getur líka tekið á. Ég ætla að vera í Berlín en sumir ætla að vera duglegri að fara heim til Íslands inn á milli í ár." Retro Stefson er ekki eina íslenska sveitin sem ætlar að nýta hátíðina SXSW sem stökkpall því hljómsveitin Of Monsters and Men kemur einnig fram á hátíðinni sem og tónlistarkonan Sóley. - áp Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi og verður eflaust gaman," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, meðlimur hljómsveitarinnar Retro Stefson sem kemur í fyrsta sinn fram í Bandaríkjunum á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í mars. Hátíðin South by Southwest eða SXSW er sannkölluð bransahátíð þar sem um 2.000 tónlistarmenn koma fram í Austin í Texas og stendur hún yfir í fjóra daga. Á hátíðinni er aðaláherslan á nýja og ferska tónlistarmenn sem fá tækifæri til að sýna sig fyrir fólki úr tónlistariðnaðinum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum í Bandaríkjunum og auðvitað gott tækifæri. Dagskráin okkar er ekki alveg tilbúin en við spilum nokkrum sinnum yfir hátíðina," segir Unnsteinn og bætir við að hátíðin sé mjög stór og öðruvísi að því leytinu til að mikið er um einkapartí fyrirtækja sem hljómsveitirnar spila á. Það er óhætt að segja að sveitin hafi slegið í gegn á Airwaves-hátíðinni í haust en síðasta sumar voru hljómsveitarmeðlimir hennar búsettir í Berlín þar sem þeir spiluðu víðs vegar um Evrópu. Árið í ár verður svipað hjá sveitinni sem heldur til Þýskalands í apríl. „Þetta sumar verður eiginlega bara svona „deja vú" sumar. Við gerum það sama og í fyrra, spilum á hátíðum og tónleikum um hverja helgi. Það er gaman en getur líka tekið á. Ég ætla að vera í Berlín en sumir ætla að vera duglegri að fara heim til Íslands inn á milli í ár." Retro Stefson er ekki eina íslenska sveitin sem ætlar að nýta hátíðina SXSW sem stökkpall því hljómsveitin Of Monsters and Men kemur einnig fram á hátíðinni sem og tónlistarkonan Sóley. - áp
Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira