Pólitísk réttarhöld Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. janúar 2012 06:00 Atburðir undanfarinna daga hafa afhjúpað það endanlega, hafi verið vafi í huga nokkurs manns, að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er pólitísk réttarhöld. Þetta sýna vel ofsafengin viðbrögð þeirra þingmanna, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, sem höfðu ekki fram þann vilja sinn að tillögu Bjarna Benediktssonar um að Alþingi falli frá ákærunni yrði vísað frá. Fréttablaðið sagði þannig í gær frá því að allt léki á reiðiskjálfi í báðum þingflokkum stjórnarliðsins yfir því að frávísunartillagan hefði ekki verið samþykkt. Í Samfylkingunni beindist reiðin að Össuri Skarphéðinssyni, sem mætti til þings og greiddi atkvæði gegn frávísuninni þrátt fyrir að einhverjir hefðu ekki búizt við honum, og í Vinstri grænum að Ögmundi Jónassyni, sem skipti um skoðun í málinu og vill nú samvizku sinnar vegna falla frá ákæru á hendur Geir. Tveir aðrir VG-þingmenn studdu Ögmund í því að fella frávísunartillöguna. Hamagangurinn í VG er ögn skiljanlegri en uppnámið í Samfylkingunni, því að í upphaflegri atkvæðagreiðslu um hvort ákæra bæri fyrrverandi ráðherra stóð flokkurinn einhuga að ákærum á alla, sem þingmannanefnd hafði gert tillögu um. Í Samfylkingunni var hins vegar ekki lögð nein lína um þá atkvæðagreiðslu, eða það var fólki talin trú um. Þingmenn greiddu atkvæði með mismunandi hætti; sumir vildu ákæra alla ráðherrana fjóra, aðrir vildu engan ákæra og sumir vildu bara ákæra suma. Það var síðastnefndi hópurinn, sem þannig réði því að Geir var einn ákærður en fyrrverandi ráðherrum Samfylkingarinnar hlíft. Æsingurinn sem greip einstaka þingmenn Samfylkingarinnar yfir því að Össur skyldi koma til þings og vera sjálfum sér samkvæmur, bendir til að þeir telji að sannfæring þingmanna hafi alls ekki átt að ráða þegar greidd voru atkvæði um frávísunartillöguna, heldur pólitík – sú pólitík að ákæra fyrrverandi leiðtoga annars stjórnmálaflokks fyrir gerðir eða aðgerðaleysi ríkisstjórnar, sem leiðtogar Samfylkingarinnar sátu einnig í. Af sama toga er yfirlýsing ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar um vantraust á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, fyrir að vinna vinnuna sína og setja tillögu Bjarna Benediktssonar á dagskrá. Ungliðarnir telja að þingforsetinn hefði hvorki átt að fara eftir þingsköpunum né hlusta á lögfræðinga, sem töldu tillöguna tæka. Hún hefði átt að taka pólitíska afstöðu með þeim sem studdu ákæruna á Geir, í stað þess að vera forseti alls Alþingis og gæta að lögum og þingsköpum. Einhver allra mesta dellan í málflutningi ungra jafnaðarmanna og skoðanasystkina þeirra á þingi er að með því að fjalla um tillögu Bjarna vegi Alþingi að sjálfstæði dómstólanna og þrískiptingu ríkisvaldsins og blandi sér í störf Landsdóms. Fyrir Landsdómi væri ekkert mál ef Alþingi hefði ekki ákært Geir H. Haarde. Eins og þingið ákvað að vísa málinu til Landsdóms getur það líka ákveðið að draga það til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Ólafur Stephensen Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Atburðir undanfarinna daga hafa afhjúpað það endanlega, hafi verið vafi í huga nokkurs manns, að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er pólitísk réttarhöld. Þetta sýna vel ofsafengin viðbrögð þeirra þingmanna, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, sem höfðu ekki fram þann vilja sinn að tillögu Bjarna Benediktssonar um að Alþingi falli frá ákærunni yrði vísað frá. Fréttablaðið sagði þannig í gær frá því að allt léki á reiðiskjálfi í báðum þingflokkum stjórnarliðsins yfir því að frávísunartillagan hefði ekki verið samþykkt. Í Samfylkingunni beindist reiðin að Össuri Skarphéðinssyni, sem mætti til þings og greiddi atkvæði gegn frávísuninni þrátt fyrir að einhverjir hefðu ekki búizt við honum, og í Vinstri grænum að Ögmundi Jónassyni, sem skipti um skoðun í málinu og vill nú samvizku sinnar vegna falla frá ákæru á hendur Geir. Tveir aðrir VG-þingmenn studdu Ögmund í því að fella frávísunartillöguna. Hamagangurinn í VG er ögn skiljanlegri en uppnámið í Samfylkingunni, því að í upphaflegri atkvæðagreiðslu um hvort ákæra bæri fyrrverandi ráðherra stóð flokkurinn einhuga að ákærum á alla, sem þingmannanefnd hafði gert tillögu um. Í Samfylkingunni var hins vegar ekki lögð nein lína um þá atkvæðagreiðslu, eða það var fólki talin trú um. Þingmenn greiddu atkvæði með mismunandi hætti; sumir vildu ákæra alla ráðherrana fjóra, aðrir vildu engan ákæra og sumir vildu bara ákæra suma. Það var síðastnefndi hópurinn, sem þannig réði því að Geir var einn ákærður en fyrrverandi ráðherrum Samfylkingarinnar hlíft. Æsingurinn sem greip einstaka þingmenn Samfylkingarinnar yfir því að Össur skyldi koma til þings og vera sjálfum sér samkvæmur, bendir til að þeir telji að sannfæring þingmanna hafi alls ekki átt að ráða þegar greidd voru atkvæði um frávísunartillöguna, heldur pólitík – sú pólitík að ákæra fyrrverandi leiðtoga annars stjórnmálaflokks fyrir gerðir eða aðgerðaleysi ríkisstjórnar, sem leiðtogar Samfylkingarinnar sátu einnig í. Af sama toga er yfirlýsing ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar um vantraust á Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, fyrir að vinna vinnuna sína og setja tillögu Bjarna Benediktssonar á dagskrá. Ungliðarnir telja að þingforsetinn hefði hvorki átt að fara eftir þingsköpunum né hlusta á lögfræðinga, sem töldu tillöguna tæka. Hún hefði átt að taka pólitíska afstöðu með þeim sem studdu ákæruna á Geir, í stað þess að vera forseti alls Alþingis og gæta að lögum og þingsköpum. Einhver allra mesta dellan í málflutningi ungra jafnaðarmanna og skoðanasystkina þeirra á þingi er að með því að fjalla um tillögu Bjarna vegi Alþingi að sjálfstæði dómstólanna og þrískiptingu ríkisvaldsins og blandi sér í störf Landsdóms. Fyrir Landsdómi væri ekkert mál ef Alþingi hefði ekki ákært Geir H. Haarde. Eins og þingið ákvað að vísa málinu til Landsdóms getur það líka ákveðið að draga það til baka.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun