Ellefu hönnuðir sýna á Reykjavík Fashion Festival 1. febrúar 2012 13:00 Borghildur Gunnarsdóttir hannar undir merkinu Milla Snorrason og sýnir í fyrsta sinn á Reykjavík Fashion Festival í ár. Ellefu hönnuðir hafa verið valdir af 35 umsækjendum til að taka þátt í tískuhátíðinni í ár. Mynd/Valli „Það má kannski segja að saumavélarnar verða á yfirsnúningi næstu vikurnar," segir Borghildur Gunnarsdóttir fatahönnuður en hún tekur í fyrsta sinn þátt í Reykjavík Fashion Festival á þessu ári með merkið sitt Milla Snorrason. Borghildur, eða Hilda eins og hún er kölluð, var meðal 35 hönnuða sem sóttu um að taka þátt í tískuhátíðinni, sem fer fram dagana 29. mars til 1. apríl. Ellefu hönnuðir koma fram á hátíðinni en sýningarnar fara fram í Hörpu og Gamla bíói. „Ég er mjög ánægð með fá að sýna á hátíðinni og tel það vera mikilvægt skref að koma merkinu á framfæri á Íslandi," segir Hilda sem er nýflutt heim frá London þar sem hún vann hjá tískumerkjunum Peter Jensen og Erdem, en hún útskrifaðist frá fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands árið 2009. „Það var mjög gaman að vinna hjá þessum flottu hönnuðum og það ýtti undir þá löngun hjá mér að koma mínu eigin merki af stað. Þess vegna kom ég heim og gef nú allt mitt í Milla Snorrason," segir Hilda en hún hefur komið sér upp stúdíói í bílskúrnum hjá foreldrum sínum þar sem fatalínan er að taka á sig mynd. Hilda ætlar að stíga varlega til jarðar og segir að fatalínan verði ekki stór á þessari fyrstu sýningu. Hún hefur síðustu misseri verið að gera marglita hnésokka frá Milla Snorrason og selt á netinu en það hefur gengið vel. „Núna er ég að gera heila fatalínu sem er spennandi. Ég er heilluð af þriðja, fjórða og fimmta áratugunum í tískunni og pæli mikið í ólíkum litasamsetningum," segir Hilda sem notast einungis við náttúruleg efni á borð við silki, bómull og ull. „Ég reyni líka að hafa smá húmor í fötunum mínum og ekki taka þetta of alvarlega. Mig vantar sárlega eina saumagínu og ef einhver lumar á slíkri má sá hinn sami gjarna hafa samband við mig á millasnorrason@gmail.com." Hilda sýnir í Gamla bíói 31. mars en hægt er fylgjast með henni á heimasíðunni millasnorrason.com. alfrun@frettabladid.is Hönnuðir sem sýna á RFFAf sýningu Hildar Yeoman á RFF í fyrra.Harpa 30. mars: Kalda Hildur Yeoman Kormákur og Skjöldur Kron by Kronkron Mundi ÝRGamla Bíó 31. mars: Birna ELLA Milla Snorrason Spakmannsspjarir REY RFF Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
„Það má kannski segja að saumavélarnar verða á yfirsnúningi næstu vikurnar," segir Borghildur Gunnarsdóttir fatahönnuður en hún tekur í fyrsta sinn þátt í Reykjavík Fashion Festival á þessu ári með merkið sitt Milla Snorrason. Borghildur, eða Hilda eins og hún er kölluð, var meðal 35 hönnuða sem sóttu um að taka þátt í tískuhátíðinni, sem fer fram dagana 29. mars til 1. apríl. Ellefu hönnuðir koma fram á hátíðinni en sýningarnar fara fram í Hörpu og Gamla bíói. „Ég er mjög ánægð með fá að sýna á hátíðinni og tel það vera mikilvægt skref að koma merkinu á framfæri á Íslandi," segir Hilda sem er nýflutt heim frá London þar sem hún vann hjá tískumerkjunum Peter Jensen og Erdem, en hún útskrifaðist frá fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands árið 2009. „Það var mjög gaman að vinna hjá þessum flottu hönnuðum og það ýtti undir þá löngun hjá mér að koma mínu eigin merki af stað. Þess vegna kom ég heim og gef nú allt mitt í Milla Snorrason," segir Hilda en hún hefur komið sér upp stúdíói í bílskúrnum hjá foreldrum sínum þar sem fatalínan er að taka á sig mynd. Hilda ætlar að stíga varlega til jarðar og segir að fatalínan verði ekki stór á þessari fyrstu sýningu. Hún hefur síðustu misseri verið að gera marglita hnésokka frá Milla Snorrason og selt á netinu en það hefur gengið vel. „Núna er ég að gera heila fatalínu sem er spennandi. Ég er heilluð af þriðja, fjórða og fimmta áratugunum í tískunni og pæli mikið í ólíkum litasamsetningum," segir Hilda sem notast einungis við náttúruleg efni á borð við silki, bómull og ull. „Ég reyni líka að hafa smá húmor í fötunum mínum og ekki taka þetta of alvarlega. Mig vantar sárlega eina saumagínu og ef einhver lumar á slíkri má sá hinn sami gjarna hafa samband við mig á millasnorrason@gmail.com." Hilda sýnir í Gamla bíói 31. mars en hægt er fylgjast með henni á heimasíðunni millasnorrason.com. alfrun@frettabladid.is Hönnuðir sem sýna á RFFAf sýningu Hildar Yeoman á RFF í fyrra.Harpa 30. mars: Kalda Hildur Yeoman Kormákur og Skjöldur Kron by Kronkron Mundi ÝRGamla Bíó 31. mars: Birna ELLA Milla Snorrason Spakmannsspjarir REY
RFF Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp