Vita ekki hvar þær enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2012 08:00 Katrín og Hólmfríður. Mynd/Vilhelm Tveir leikmenn kvennalandsliðsins í fótbolta eru í óvenjulegri og óvæntri stöðu eftir að hætt var við tímabilið í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir ætluðu báðar að spila með Philadelphia Independence en þurftu að leita sér að nýju liði á versta tíma. „Ég veit ekkert hvar ég enda. Það eru ýmsir möguleikar upp á borðinu og maður kemst nú að hjá einhverju liði en það er bara spurning um hvað sé hentugast fyrir mig," segir Hólmfríður Magnúsdóttir sem kláraði síðasta tímabil með Val hér heima. „Ég ætla að bíða þangað til ég fer til Portúgal og sjá hvort að það opnist ekki einhverjar dyr þar," sagði Katrín Ómarsdóttir sem lék síðast með Orange County Waves í B-deildinni í Bandaríkjunum. „Ég er róleg eins og er en eftir Portúgalsmótið þá fer vonandi eitthvað að gerast. Ég vil verða komin með lið tveimur vikum eftir Algarve," bætir Katrín við. „Staðan hefði verið allt önnur ef að þetta hefði komið upp í desember því þá hefði maður léttilega getað farið til Svíþjóðar eða Þýskalands. Glugginn í Þýskalandi lokaði nefnilega daginn áður. Það er ótrúlega skrýtið að vera liðalaus. Ég er í viðræðum við Val en er opin fyrir öllu. Ég er sem dæmi á leiðinni á æfingu hjá Stjörnunni núna," segir Hólmfríður og bætir við: „Ég er alltaf í daglegum samskiptum við umboðsmanninn minn úti. Ég fékk tilboð frá liðinu sem ég æfði með í Noregi en ég sagði bara nei takk við því. Það var ekki nógu gott," sagði Hólmfríður sem fór ásamt Katrínu í prufu hjá norska liðinu Arna-Björnar. „Það er allt sem kemur til greina, þess vegna Kína. Ég verð bara að vera bjartsýn á þetta ár og það verður bara skemmtilegt og fróðlegt að sjá hvar ég enda," segir Hólmfríður. „Ef að það verður ekkert spennandi í boði þá er alveg möguleiki á því að skella mér til Þórunnar vinkonu minnar sem er í Brasilíu. Það er gott að hafa hana þarna og hún myndi kannski redda því fyrir mig," sagði Katrín í léttum tón en þá væri komin hálfgerð Íslendinganýlenda hjá Vitoria-liðinu enda mun Dóra María Lárusdóttir spila þar þangað til í vor. Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Tveir leikmenn kvennalandsliðsins í fótbolta eru í óvenjulegri og óvæntri stöðu eftir að hætt var við tímabilið í bandarísku atvinnumannadeildinni. Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir ætluðu báðar að spila með Philadelphia Independence en þurftu að leita sér að nýju liði á versta tíma. „Ég veit ekkert hvar ég enda. Það eru ýmsir möguleikar upp á borðinu og maður kemst nú að hjá einhverju liði en það er bara spurning um hvað sé hentugast fyrir mig," segir Hólmfríður Magnúsdóttir sem kláraði síðasta tímabil með Val hér heima. „Ég ætla að bíða þangað til ég fer til Portúgal og sjá hvort að það opnist ekki einhverjar dyr þar," sagði Katrín Ómarsdóttir sem lék síðast með Orange County Waves í B-deildinni í Bandaríkjunum. „Ég er róleg eins og er en eftir Portúgalsmótið þá fer vonandi eitthvað að gerast. Ég vil verða komin með lið tveimur vikum eftir Algarve," bætir Katrín við. „Staðan hefði verið allt önnur ef að þetta hefði komið upp í desember því þá hefði maður léttilega getað farið til Svíþjóðar eða Þýskalands. Glugginn í Þýskalandi lokaði nefnilega daginn áður. Það er ótrúlega skrýtið að vera liðalaus. Ég er í viðræðum við Val en er opin fyrir öllu. Ég er sem dæmi á leiðinni á æfingu hjá Stjörnunni núna," segir Hólmfríður og bætir við: „Ég er alltaf í daglegum samskiptum við umboðsmanninn minn úti. Ég fékk tilboð frá liðinu sem ég æfði með í Noregi en ég sagði bara nei takk við því. Það var ekki nógu gott," sagði Hólmfríður sem fór ásamt Katrínu í prufu hjá norska liðinu Arna-Björnar. „Það er allt sem kemur til greina, þess vegna Kína. Ég verð bara að vera bjartsýn á þetta ár og það verður bara skemmtilegt og fróðlegt að sjá hvar ég enda," segir Hólmfríður. „Ef að það verður ekkert spennandi í boði þá er alveg möguleiki á því að skella mér til Þórunnar vinkonu minnar sem er í Brasilíu. Það er gott að hafa hana þarna og hún myndi kannski redda því fyrir mig," sagði Katrín í léttum tón en þá væri komin hálfgerð Íslendinganýlenda hjá Vitoria-liðinu enda mun Dóra María Lárusdóttir spila þar þangað til í vor.
Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira