Það virðist allt vera á uppleið hjá vandræðagemlingnum Lindsay Lohan.
Hún hefur nú verið ráðin í hlutverk sjálfrar Elisabeth Taylor í væntanlegri mynd um líf leikkonunnar stórkostlegu og skaut hún þar með þokkadísinni Megan Fox ref fyrir rass.
Eitt skilyrði er þó fyrir hlutverkinu, og það er að hún haldi sig réttu megin við lögin, en hún hefur verið tíður gestur í dómsölum vestanhafs síðustu ár. Lohan er á skilorði eins og er en gangi allt upp eins og áætlað er ætti hún að ljúka við samfélagsþjónustu sína í lok mars og verður því laus í tökur á myndinni í tæka tíð.
Leikur Liz
