Syngur þjóðsönginn fyrir 50 þúsund Japani í Osaka 23. febrúar 2012 13:00 Hildur Kristín Stefánsdóttir hefur fengið reglur frá Japönunum sem sjá um vináttulandsleikinn við Ísland. Hún má til dæmis ekki vera í hælaskóm og flutningur íslenska þjóðsöngsins má alls ekki vera lengri en 95 sekúndur. „Þetta er svo fyndið og absúrd að ég get ekki verið stressuð yfir þessu," segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og skiptinemi frá Háskóla Íslands í Tokyo. Hildur syngur þjóðsöng Íslands fyrir vináttuleik íslenska landsliðsins í knattspyrnu við Japani á morgun. Landsleikurinn fer fram í Osaka í Japan og er búist við um 50.000 áhorfendum á leikvanginn. „Þetta er lang stærsti hópur sem ég hef sungið fyrir og mjög spennandi allt saman," segir Hildur en hún er meðlimur í hljómsveitinni Rökkurró þar sem hún bæði syngur og spilar á selló. Íslenski þjóðsöngurinn er þekktur fyrir að vera heldur óþjáll með sína háu tóna og hefur Hildur fengið að kynnast því undanfarna daga. „Þetta er erfiðasta lag sem hægt er biðja mann um að syngja en ég fékk sem betur fer heilan mánuð til að undirbúa mig. Ég þakka bara fyrir að hafa tekið eitt ár í óperusöng fyrir nokkrum árum." Það var íslenski sendiherrann í Tokyo sem benti á Hildi í verkefnið en hún kom í fyrsta sinn fram í Japan í litlu boði hjá sendiráðinu. „Þegar ég kom út bjóst ég við að vera í pásu frá tónlist því hljómsveitin mín er auðvitað staðsett á Íslandi. En ég sá fljótt að það myndi aldrei ganga, enda elska ég tónlist of mikið og tækifærin hér eru svo spennandi. Ég tróð svo upp á samnorrænni kvikmyndahátíð hérna úti og þá fór boltinn að rúlla. Það er frábært að vera hér í námi og geta fengið að upplifa japanska menningu en um leið fá tækifæri til að sinna tónlistinni," segir Hildur sem kallar sóló verkefni sitt Lily and Fox. Mikill áhugi er á leiknum hérlendis þó einungis sé um vináttulandsleik að ræða en leikurinn verður sá fyrsti undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Hildur hefur verið í miklu sambandi við þá sem sjá um undirbúning leiksins í aðdragandanum og segir þau samskipti hafa verið skondin. „Japanar eru rosalega nákvæmir í öllu sem þeir gera og ég hef fengið fullt af reglum sem ég verð að fylgja. Til dæmis er mér bannað að mæta í háhæluðum skóm því það skemmir grasið á vellinum. Svo má ég ekki syngja lengur en nákvæmlega 95 sekúndur," segir Hildur sem stendur með hljóðnema á miðjum leikvanginum í Osaka klukkan 10.15 í fyrramálið á íslenskum tíma. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
„Þetta er svo fyndið og absúrd að ég get ekki verið stressuð yfir þessu," segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og skiptinemi frá Háskóla Íslands í Tokyo. Hildur syngur þjóðsöng Íslands fyrir vináttuleik íslenska landsliðsins í knattspyrnu við Japani á morgun. Landsleikurinn fer fram í Osaka í Japan og er búist við um 50.000 áhorfendum á leikvanginn. „Þetta er lang stærsti hópur sem ég hef sungið fyrir og mjög spennandi allt saman," segir Hildur en hún er meðlimur í hljómsveitinni Rökkurró þar sem hún bæði syngur og spilar á selló. Íslenski þjóðsöngurinn er þekktur fyrir að vera heldur óþjáll með sína háu tóna og hefur Hildur fengið að kynnast því undanfarna daga. „Þetta er erfiðasta lag sem hægt er biðja mann um að syngja en ég fékk sem betur fer heilan mánuð til að undirbúa mig. Ég þakka bara fyrir að hafa tekið eitt ár í óperusöng fyrir nokkrum árum." Það var íslenski sendiherrann í Tokyo sem benti á Hildi í verkefnið en hún kom í fyrsta sinn fram í Japan í litlu boði hjá sendiráðinu. „Þegar ég kom út bjóst ég við að vera í pásu frá tónlist því hljómsveitin mín er auðvitað staðsett á Íslandi. En ég sá fljótt að það myndi aldrei ganga, enda elska ég tónlist of mikið og tækifærin hér eru svo spennandi. Ég tróð svo upp á samnorrænni kvikmyndahátíð hérna úti og þá fór boltinn að rúlla. Það er frábært að vera hér í námi og geta fengið að upplifa japanska menningu en um leið fá tækifæri til að sinna tónlistinni," segir Hildur sem kallar sóló verkefni sitt Lily and Fox. Mikill áhugi er á leiknum hérlendis þó einungis sé um vináttulandsleik að ræða en leikurinn verður sá fyrsti undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Hildur hefur verið í miklu sambandi við þá sem sjá um undirbúning leiksins í aðdragandanum og segir þau samskipti hafa verið skondin. „Japanar eru rosalega nákvæmir í öllu sem þeir gera og ég hef fengið fullt af reglum sem ég verð að fylgja. Til dæmis er mér bannað að mæta í háhæluðum skóm því það skemmir grasið á vellinum. Svo má ég ekki syngja lengur en nákvæmlega 95 sekúndur," segir Hildur sem stendur með hljóðnema á miðjum leikvanginum í Osaka klukkan 10.15 í fyrramálið á íslenskum tíma. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira