Hugljúfur og harðduglegur 23. febrúar 2012 18:00 Popparinn Ed Sheeran hlaut tvenn Brit-verðlaun á dögunum. Fyrsta sólóplatan hans náði efsta sæti breska vinsældalistans. Ed Sheeran er ungur enskur tónlistarmaður sem hefur slegið í gegn í Bretlandi að undanförnu með hugljúfu poppi og hlýlegri rödd sinni. Honum hefur verið líkt við John Mayer, Damien Rice og James Morrisson og er talinn eiga framtíðina fyrir sér. Brit-tónlistarverðlaunin voru haldin í Bretlandi á þriðjudagskvöld og þar var Sheeran tilnefndur til flestra verðlauna, eða fernra. Á endanum hlaut hann tvenn verðlaun, sem besti breski nýliðinn og besti breski tónlistarmaðurinn. Aðrir tilnefndir í síðarnefnda flokknum voru engir aukvisar, eða Noel Gallagher, James Morrison, James Blake og Professor Green. Sheeran fæddist í Halifax á Englandi árið 1991. Ungur að aldri lærði hann að spila á gítar og semja lög. Fyrsta EP-platan hans, The Orange Room, kom út 2005 þegar hann var einungis fjórtán ára. Fleiri stuttskífur fylgdu í kjölfarið og árið 2008 flutti Sheeran til London til að einbeita sér að spilamennsku. Hann var sérlega duglegur og spilaði nánast upp á hvern einasta dag. Þessi kraftur skilaði sér því smám saman fór hann að vekja athygli og stuttskífan Loose Change sem kom út 2009 þótti vel heppnuð. Hann hætti hjá útgáfufyrirtæki sínu og flaug til Los Angeles þar sem hann vakti áhuga leikarans og tónlistarmannsins Jamie Foxx þegar hann spilaði á staðnum hans The Foxxhole. Aðdáendahópur Sheerans hélt áfram að vaxa með hjálp Youtube og árið 2010 gaf hann sjálfur út tvær stuttskífur sem fengu góðar viðtökur og aðra til viðbótar árið eftir. Útsendarar frá útgáfunni Asylum/Atlantic Records gerðu við hann samning og síðasta sumar kom fyrsta smáskífulagið hans út, The A Team, sem fór beint í þriðja sæti breska vinsældalistans. Fyrsta hljóðversplatan, You Need Me, kom svo út í september og náði hún efsta sætinu í Bretlandi. Sjá má myndband við annað lag af plötunni, Lego House, hér fyrir ofan. Sheeran er á leiðinni í stóra tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin sem hefst 3. mars í Ósló. Í Bandaríkjunum hitar hann upp fyrir bresku hljómsveitina Snow Patrol. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Sjá meira
Popparinn Ed Sheeran hlaut tvenn Brit-verðlaun á dögunum. Fyrsta sólóplatan hans náði efsta sæti breska vinsældalistans. Ed Sheeran er ungur enskur tónlistarmaður sem hefur slegið í gegn í Bretlandi að undanförnu með hugljúfu poppi og hlýlegri rödd sinni. Honum hefur verið líkt við John Mayer, Damien Rice og James Morrisson og er talinn eiga framtíðina fyrir sér. Brit-tónlistarverðlaunin voru haldin í Bretlandi á þriðjudagskvöld og þar var Sheeran tilnefndur til flestra verðlauna, eða fernra. Á endanum hlaut hann tvenn verðlaun, sem besti breski nýliðinn og besti breski tónlistarmaðurinn. Aðrir tilnefndir í síðarnefnda flokknum voru engir aukvisar, eða Noel Gallagher, James Morrison, James Blake og Professor Green. Sheeran fæddist í Halifax á Englandi árið 1991. Ungur að aldri lærði hann að spila á gítar og semja lög. Fyrsta EP-platan hans, The Orange Room, kom út 2005 þegar hann var einungis fjórtán ára. Fleiri stuttskífur fylgdu í kjölfarið og árið 2008 flutti Sheeran til London til að einbeita sér að spilamennsku. Hann var sérlega duglegur og spilaði nánast upp á hvern einasta dag. Þessi kraftur skilaði sér því smám saman fór hann að vekja athygli og stuttskífan Loose Change sem kom út 2009 þótti vel heppnuð. Hann hætti hjá útgáfufyrirtæki sínu og flaug til Los Angeles þar sem hann vakti áhuga leikarans og tónlistarmannsins Jamie Foxx þegar hann spilaði á staðnum hans The Foxxhole. Aðdáendahópur Sheerans hélt áfram að vaxa með hjálp Youtube og árið 2010 gaf hann sjálfur út tvær stuttskífur sem fengu góðar viðtökur og aðra til viðbótar árið eftir. Útsendarar frá útgáfunni Asylum/Atlantic Records gerðu við hann samning og síðasta sumar kom fyrsta smáskífulagið hans út, The A Team, sem fór beint í þriðja sæti breska vinsældalistans. Fyrsta hljóðversplatan, You Need Me, kom svo út í september og náði hún efsta sætinu í Bretlandi. Sjá má myndband við annað lag af plötunni, Lego House, hér fyrir ofan. Sheeran er á leiðinni í stóra tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin sem hefst 3. mars í Ósló. Í Bandaríkjunum hitar hann upp fyrir bresku hljómsveitina Snow Patrol. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Sjá meira