Förum í leikinn til þess að vinna Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 24. febrúar 2012 07:00 Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari ræðir hér við japanska blaðamenn í Osaka í gær. Mynd/KSÍ/Ómar Smárason Lars Lagerbäck stjórnar íslenska A-landsliðinu í fótbolta karla í fyrsta sinn í dag þegar Ísland mætir Japan í vináttulandsleik í Osaka. Leikurinn hefst kl. 10.20 og er hann í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport. Sænski þjálfarinn fær tækifæri til þess að skoða á fjórða tug leikmanna á næstu dögum en markmiðin fyrir leikinn gegn Japan eru skýr. „Ég hef þær væntingar að við förum í leikinn til þess að vinna. Það er alltaf það mikilvægasta," sagði Lagerbäck í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Við náðum þremur æfingum í Reykjavík og tveimur æfingum hér í Osaka. Það er ekki langur tími en við stefnum að því að taka skref fram á við í varnar- og sóknarleik liðsins. Japanska liðið er sterkt og við verðum bara að bíða og sjá hver útkoman verður. Til þess að sjá hvar við stöndum og þróa okkar leik verðum við að takast á við erfiða andstæðinga," segir Lagerbäck. Reynslulítill hópur í JapanÍsland mætir Svartfjallalandi í vináttuleik strax á miðvikudaginn í næstu viku og þar mætir Ísland til leiks með alveg nýtt lið. Lagerbäck segir að það sé mikill hugur í leikmönnum og allir vilji sýna sig og sanna. Lið Íslands gegn Japan er ekki reynslumikið. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er leikjahæsti leikmaðurinn í liðinu að þessu sinni, með 22 leiki en þar á eftir kemur Gunnleifur Gunnleifsson markvörður með 21 leik. Þrír nýliðar eru í hópnum og aðeins sjö leikmenn í hópnum hafa leikið fleiri en tíu landsleiki. „Ég verð að hrósa leikmönnum liðsins fyrir þann áhuga og metnað sem þeir hafa sýnt að undanförnu. Allir leggja sig fram og metnaðurinn er mikill. Það hefur ekkert óvænt komið upp hér í Japan, leikmennirnir voru fljótir að jafna sig eftir langt ferðalag og stemningin er góð í hópnum. Það er mikið lagt á leikmennina og þetta er prófraun fyrir þá og þeir geta sýnt úr hverju þeir eru gerðir," segir Lagerbäck en Ísland mun mæta Frakklandi og Svíþjóð í vináttuleikjum í maí og Ungverjum í júní áður en riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst með leik gegn Noregi á Laugardalsvelli í september. Margir vilja sanna sig„Æfingarnar hérna hafa verið góðar og það eru margir sem vilja sanna sig í þessum leik. Við fáum tækifæri til þess að skoða rúmlega 30 leikmenn í þessari vináttuleikjalotu gegn Japan og Svartfjallalandi. Ég hef sagt það að allir eigi möguleika og það verður spennandi að sjá hvernig menn svara kallinu. Það eru 36 leikmenn sem voru valdir í þessi tvö verkefni. Þar fyrir utan eru nokkrir leikmenn sem gátu ekki komið af ýmsum ástæðum. Hópurinn er því stór og það er undir hverjum og einum komið að sýna hvað í honum býr," sagði Lars Lagerbäck. Íslenski boltinn Tengdar fréttir 22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. 24. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Lars Lagerbäck stjórnar íslenska A-landsliðinu í fótbolta karla í fyrsta sinn í dag þegar Ísland mætir Japan í vináttulandsleik í Osaka. Leikurinn hefst kl. 10.20 og er hann í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport. Sænski þjálfarinn fær tækifæri til þess að skoða á fjórða tug leikmanna á næstu dögum en markmiðin fyrir leikinn gegn Japan eru skýr. „Ég hef þær væntingar að við förum í leikinn til þess að vinna. Það er alltaf það mikilvægasta," sagði Lagerbäck í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Við náðum þremur æfingum í Reykjavík og tveimur æfingum hér í Osaka. Það er ekki langur tími en við stefnum að því að taka skref fram á við í varnar- og sóknarleik liðsins. Japanska liðið er sterkt og við verðum bara að bíða og sjá hver útkoman verður. Til þess að sjá hvar við stöndum og þróa okkar leik verðum við að takast á við erfiða andstæðinga," segir Lagerbäck. Reynslulítill hópur í JapanÍsland mætir Svartfjallalandi í vináttuleik strax á miðvikudaginn í næstu viku og þar mætir Ísland til leiks með alveg nýtt lið. Lagerbäck segir að það sé mikill hugur í leikmönnum og allir vilji sýna sig og sanna. Lið Íslands gegn Japan er ekki reynslumikið. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er leikjahæsti leikmaðurinn í liðinu að þessu sinni, með 22 leiki en þar á eftir kemur Gunnleifur Gunnleifsson markvörður með 21 leik. Þrír nýliðar eru í hópnum og aðeins sjö leikmenn í hópnum hafa leikið fleiri en tíu landsleiki. „Ég verð að hrósa leikmönnum liðsins fyrir þann áhuga og metnað sem þeir hafa sýnt að undanförnu. Allir leggja sig fram og metnaðurinn er mikill. Það hefur ekkert óvænt komið upp hér í Japan, leikmennirnir voru fljótir að jafna sig eftir langt ferðalag og stemningin er góð í hópnum. Það er mikið lagt á leikmennina og þetta er prófraun fyrir þá og þeir geta sýnt úr hverju þeir eru gerðir," segir Lagerbäck en Ísland mun mæta Frakklandi og Svíþjóð í vináttuleikjum í maí og Ungverjum í júní áður en riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst með leik gegn Noregi á Laugardalsvelli í september. Margir vilja sanna sig„Æfingarnar hérna hafa verið góðar og það eru margir sem vilja sanna sig í þessum leik. Við fáum tækifæri til þess að skoða rúmlega 30 leikmenn í þessari vináttuleikjalotu gegn Japan og Svartfjallalandi. Ég hef sagt það að allir eigi möguleika og það verður spennandi að sjá hvernig menn svara kallinu. Það eru 36 leikmenn sem voru valdir í þessi tvö verkefni. Þar fyrir utan eru nokkrir leikmenn sem gátu ekki komið af ýmsum ástæðum. Hópurinn er því stór og það er undir hverjum og einum komið að sýna hvað í honum býr," sagði Lars Lagerbäck.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir 22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. 24. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
22 ár síðan þjálfari byrjaði á útisigri Lars Lagerbäck getur í dag orðið fyrsti landsliðsþjálfari Íslands í rétt tæp 22 ár sem byrjar landsliðsþjálfaraferil sinn með sigri á útivelli. Það hefur ekki gerst síðan Ísland vann 2-1 sigur á Lúxemborg í fyrsta leik Svíans Bo Johansson 28. mars 1990. 24. febrúar 2012 06:00