EFTA mun skera úr um heimildir ÁTVR 24. febrúar 2012 06:00 Bannaður Myndir og texti á umbúðum Tempt-eplamjaðarins þóttu kynferðislegar og ákvað ÁTVR að heimila ekki sölu á drykknum. EFTA-dómstóllinn mun gefa ráðgefandi álit á heimildum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) til að hafna því að taka áfengistegundir í sölu. Áfengisheildsalar hafa deilt hart á stofnunina fyrir að neita að selja áfengistegundir vegna umbúðanna. Sigurður Bernhöft, framkvæmdastjóri áfengisheildsölunnar HOB vín, segir ákvarðanir stjórnenda ÁTVR iðulega gerræðislegar og byggja á afar hæpnum forsendum. ÁTVR hafnaði því á síðasta ári að taka Tempt-eplamjöð (cider) í dósum í tilraunasölu meðal annars á þeim forsendum að umbúðirnar væru með kynferðislegum skírskotunum og brytu í bága við almennt velsæmi. Sigurður segir synjun ÁTVR algerlega ómálefnalega, og það eigi við um margar aðrar ákvarðanir sem snúi að honum og öðrum heildsölum. Sigurður höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um heimildir ÁTVR. Stofnunin tók til varna fyrir dómi og taldi enga ástæðu til að fá slíkt álit. Dómurinn tók undir kröfu Sigurðar, og Hæstiréttur staðfesti nýverið að afla skuli álits dómstólsins. Í átta blaðsíðna greinargerð sem unnin var af sjálfstætt starfandi lögmanni fyrir ÁTVR vegna epladrykkjarins er rýnt ítarlega í myndir á umbúðunum og þær sagðar til þess fallnar að gera drykkinn „spennandi og ögrandi á nautnalegan hátt", og að „kynferðisleg skírskotun" blasi við. Umbúðir eplamjaðarins segir lögmaðurinn vera í „síðrómantískum stíl" sem minni helst á „Moulin Rouge þema" með smágerðum fígúrum, blómum, fuglum og öðru „dúlleríi". Þar segir jafnframt: „Ekki er þörf á því að vera kaþólskari en páfinn til að sjá að slíkur undirtónn hlaðinn slíkum gildum, samrýmist engan veginn áfengisstefnu íslenskra stjórnvalda, hvaða skoðun sem menn annars kunna að hafa á berum kvenmannskroppum." Í reglum sem gilda um vöruúrval í ÁTVR segir meðal annars að umbúðir vöru megi aðeins innihalda skilaboð sem tengist vörunni. Ekki megi vera þar skilaboð sem innihaldi gildishlaðnar upplýsingar, eða gefi til kynna að áfengi auki líkamlega, andlega, félagslega eða kynferðislega getu. Þá megi þær ekki brjóta í bága við almennt velsæmi, meðal annars með því að vera klámfengnar. Lögmaðurinn lagði til að ÁTVR hafnaði því að taka vöruna í sölu meðal annars vegna þess að það gæti opnað dyr fyrir enn grófari umbúðir. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
EFTA-dómstóllinn mun gefa ráðgefandi álit á heimildum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) til að hafna því að taka áfengistegundir í sölu. Áfengisheildsalar hafa deilt hart á stofnunina fyrir að neita að selja áfengistegundir vegna umbúðanna. Sigurður Bernhöft, framkvæmdastjóri áfengisheildsölunnar HOB vín, segir ákvarðanir stjórnenda ÁTVR iðulega gerræðislegar og byggja á afar hæpnum forsendum. ÁTVR hafnaði því á síðasta ári að taka Tempt-eplamjöð (cider) í dósum í tilraunasölu meðal annars á þeim forsendum að umbúðirnar væru með kynferðislegum skírskotunum og brytu í bága við almennt velsæmi. Sigurður segir synjun ÁTVR algerlega ómálefnalega, og það eigi við um margar aðrar ákvarðanir sem snúi að honum og öðrum heildsölum. Sigurður höfðaði mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins um heimildir ÁTVR. Stofnunin tók til varna fyrir dómi og taldi enga ástæðu til að fá slíkt álit. Dómurinn tók undir kröfu Sigurðar, og Hæstiréttur staðfesti nýverið að afla skuli álits dómstólsins. Í átta blaðsíðna greinargerð sem unnin var af sjálfstætt starfandi lögmanni fyrir ÁTVR vegna epladrykkjarins er rýnt ítarlega í myndir á umbúðunum og þær sagðar til þess fallnar að gera drykkinn „spennandi og ögrandi á nautnalegan hátt", og að „kynferðisleg skírskotun" blasi við. Umbúðir eplamjaðarins segir lögmaðurinn vera í „síðrómantískum stíl" sem minni helst á „Moulin Rouge þema" með smágerðum fígúrum, blómum, fuglum og öðru „dúlleríi". Þar segir jafnframt: „Ekki er þörf á því að vera kaþólskari en páfinn til að sjá að slíkur undirtónn hlaðinn slíkum gildum, samrýmist engan veginn áfengisstefnu íslenskra stjórnvalda, hvaða skoðun sem menn annars kunna að hafa á berum kvenmannskroppum." Í reglum sem gilda um vöruúrval í ÁTVR segir meðal annars að umbúðir vöru megi aðeins innihalda skilaboð sem tengist vörunni. Ekki megi vera þar skilaboð sem innihaldi gildishlaðnar upplýsingar, eða gefi til kynna að áfengi auki líkamlega, andlega, félagslega eða kynferðislega getu. Þá megi þær ekki brjóta í bága við almennt velsæmi, meðal annars með því að vera klámfengnar. Lögmaðurinn lagði til að ÁTVR hafnaði því að taka vöruna í sölu meðal annars vegna þess að það gæti opnað dyr fyrir enn grófari umbúðir. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira