Íslandsvinurinn Gerard Butler lauk á dögunum þriggja vikna meðferð á Betty Ford-meðferðarstöðinni vegna verkjalyfjafíknar, samkvæmt vefsíðu breska dagblaðsins Daily Mirror. Skoski leikarinn hóf að taka inn verkjalyf árið 2006, þegar hann vann við myndina 300. Hann lenti í alvarlegu brimbrettaslysi í desember síðastliðnum sem á að hafa aukið á vandann.
Butler kom til Íslands árið 2005 og lét hafa eftir sér að landið væri einn af sínum uppáhaldsstöðum.
Gerard Butler í meðferð
