Sigurður Ragnar: Viljum endurvekja U-23 lið Íslands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. febrúar 2012 07:30 Sigurður Ragnar segir að það sé of stórt stökk fyrir leikmenn sem ganga upp úr U-19 landsliðinu að fara beint í A-landsliðið. fréttablaðið/vilhelm Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra. „Það hefur verið mikið um forföll og meiðsli og það munu því nýir leikmenn fá tækifæri nú," sagði Sigurður Ragnar í gær en þá var hann staddur með hópnum á flugvellinum í Manchester, á leið til Portúgals. „Við munum nýta þessa keppni til að skoða leikmenn og er stefnan sett á að allir fái að spila eitthvað. Við spilum svo mikilvægan leik gegn Belgíu í undankeppni EM 2013 í apríl og við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvaða leikmenn við ætlum að nota í þann leik," segir Sigurður Ragnar. Ekki U-21 eða U-23 síðan 2006Alls eru sex leikmenn sem voru með í síðasta landsliðsverkefni nú fjarverandi auk þess sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir verða notaðar sparlega að ósk félagsliða þeirra. Mótið mun því nýtast vel til að gefa öðrum leikmönnum tækifæri til að kynnast því að spila með landsliðinu í stórum leikjum. Knattspyrnusambandið hefur ekki starfrækt U-21 eða U-23 landslið kvenna síðan 2006 og hefur það mikið að segja um þá leikmenn sem eru að ganga upp í A-landsliðið nú. Flestir þeirra eiga aðeins leiki að baki með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands og segir Sigurður Ragnar að þaðan sé stökkið upp í A-landsliðið nokkuð stórt. „Þegar ég tók við A-landsliðinu árið 2007 voru flestir leikmenn með reynslu úr U-21 og U-23 landsliðum," segir Sigurður Ragnar sem segist vilja endurvekja landslið fyrir þennan aldurshóp. UEFA ekki með keppni„Það eru mjög góðar líkur á því að við séum búin að finna leik fyrir U-23 landslið á þessu ári en það er þó ekki 100 prósent staðfest enn. Ég og þjálfarar yngri landsliðanna erum sammála um að það sé mikilvægt að hafa U-23 landslið til að undirbúa leikmenn fyrir A-landsliðið. Vandamálið er hins vegar það að UEFA [Knattspyrnusamband Evrópu] er ekki með alþjóðlega keppni fyrir þennan aldurshóp og því erfiðara að finna verkefni," segir hann. „Svo er þetta auðvitað alltaf spurning um fjármagn. En flestar bestu þjóðirnar eru með U-23 lið og við erum að reyna að koma þessu aftur af stað hjá okkur. Vonandi gengur það eftir." Árið 2004 var Norðurlandamót U-21 liða kvenna haldið hér á landi og margir af lykilmönnum íslenska landsliðsins í dag spiluðu í því móti. „Norðurlandamótið var haldið til 2006 en síðan var því hætt. Það var reynt að byrja aftur og sumar þessara þjóða hafa verið að spila æfingaleiki og búa til æfingamót. En það hefur ekki gengið til fulls að endurvekja mótið." Engin fædd 1989 með landsleikHann segir margt benda til þess að skortur á verkefnum fyrir rúmlega tvítugar knattspyrnukonur hafi haft sitt að segja. „Til dæmis á enginn leikmaður fæddur 1989 að baki A-landsleik. Þar höfum við misst út stóran hóp." Sigurður Ragnar tekur þó fram að A-landsliðið hafi fengið mikið að gera á þeim árum sem hann hefur stýrt liðinu. „Við höfum spilað jafn marga leiki á þessum fimm árum og síðustu níu ár á undan. Leikmenn læra alltaf best af því að spila með A-landsliðinu og þess vegna er Algarve-mótið svona mikilvægt. Í þessu móti munum við ekki alltaf stilla upp okkar besta liði heldur gefa leikmönnum tækifæri til að sjá hvernig þær spjara sig," segir hann. „Við munum engu að síður fara í hvern leik með það markmið að vinna. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur og venjast því að spila við bestu liðin og ná góðum úrslitum gegn þeim." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Sjá meira
Ísland hefur á morgun leik á Algarve-æfingamótinu í Portúgal og mætir geysisterku liði Þýskalands í fyrsta leik. Ísland komst alla leið í úrslitaleikinn á þessu móti í fyrra en tapaði þá fyrir Bandaríkjunum. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að liðið sé veikara í ár en í fyrra. „Það hefur verið mikið um forföll og meiðsli og það munu því nýir leikmenn fá tækifæri nú," sagði Sigurður Ragnar í gær en þá var hann staddur með hópnum á flugvellinum í Manchester, á leið til Portúgals. „Við munum nýta þessa keppni til að skoða leikmenn og er stefnan sett á að allir fái að spila eitthvað. Við spilum svo mikilvægan leik gegn Belgíu í undankeppni EM 2013 í apríl og við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvaða leikmenn við ætlum að nota í þann leik," segir Sigurður Ragnar. Ekki U-21 eða U-23 síðan 2006Alls eru sex leikmenn sem voru með í síðasta landsliðsverkefni nú fjarverandi auk þess sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir verða notaðar sparlega að ósk félagsliða þeirra. Mótið mun því nýtast vel til að gefa öðrum leikmönnum tækifæri til að kynnast því að spila með landsliðinu í stórum leikjum. Knattspyrnusambandið hefur ekki starfrækt U-21 eða U-23 landslið kvenna síðan 2006 og hefur það mikið að segja um þá leikmenn sem eru að ganga upp í A-landsliðið nú. Flestir þeirra eiga aðeins leiki að baki með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands og segir Sigurður Ragnar að þaðan sé stökkið upp í A-landsliðið nokkuð stórt. „Þegar ég tók við A-landsliðinu árið 2007 voru flestir leikmenn með reynslu úr U-21 og U-23 landsliðum," segir Sigurður Ragnar sem segist vilja endurvekja landslið fyrir þennan aldurshóp. UEFA ekki með keppni„Það eru mjög góðar líkur á því að við séum búin að finna leik fyrir U-23 landslið á þessu ári en það er þó ekki 100 prósent staðfest enn. Ég og þjálfarar yngri landsliðanna erum sammála um að það sé mikilvægt að hafa U-23 landslið til að undirbúa leikmenn fyrir A-landsliðið. Vandamálið er hins vegar það að UEFA [Knattspyrnusamband Evrópu] er ekki með alþjóðlega keppni fyrir þennan aldurshóp og því erfiðara að finna verkefni," segir hann. „Svo er þetta auðvitað alltaf spurning um fjármagn. En flestar bestu þjóðirnar eru með U-23 lið og við erum að reyna að koma þessu aftur af stað hjá okkur. Vonandi gengur það eftir." Árið 2004 var Norðurlandamót U-21 liða kvenna haldið hér á landi og margir af lykilmönnum íslenska landsliðsins í dag spiluðu í því móti. „Norðurlandamótið var haldið til 2006 en síðan var því hætt. Það var reynt að byrja aftur og sumar þessara þjóða hafa verið að spila æfingaleiki og búa til æfingamót. En það hefur ekki gengið til fulls að endurvekja mótið." Engin fædd 1989 með landsleikHann segir margt benda til þess að skortur á verkefnum fyrir rúmlega tvítugar knattspyrnukonur hafi haft sitt að segja. „Til dæmis á enginn leikmaður fæddur 1989 að baki A-landsleik. Þar höfum við misst út stóran hóp." Sigurður Ragnar tekur þó fram að A-landsliðið hafi fengið mikið að gera á þeim árum sem hann hefur stýrt liðinu. „Við höfum spilað jafn marga leiki á þessum fimm árum og síðustu níu ár á undan. Leikmenn læra alltaf best af því að spila með A-landsliðinu og þess vegna er Algarve-mótið svona mikilvægt. Í þessu móti munum við ekki alltaf stilla upp okkar besta liði heldur gefa leikmönnum tækifæri til að sjá hvernig þær spjara sig," segir hann. „Við munum engu að síður fara í hvern leik með það markmið að vinna. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur og venjast því að spila við bestu liðin og ná góðum úrslitum gegn þeim."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Sjá meira