Ekki týpískt þungarokk 4. mars 2012 14:00 Loftur, Ási, Kalli og Indriði eru vel gíraðir fyrir útgáfutónleika plötu sinnar Slaves á Gauk á Stöng í kvöld. Fréttablaðið/Valli „Við erum ekki að spila týpíska þungarokkstónlist, og höfðum því til töluvert breiðari áheyrendahóps," segir Ási Þórðarson, trommuleikari hljómsveitarinnar Muck. Muck gaf frá sér plötuna Slaves nú í febrúar og hefur hún verið að fá góða dóma. Um er að ræða fjórtán laga plötu sem hefur verið í vinnslu í tvö ár. „Við erum búnir að vera að nostra mikið við hana og hún hefur breyst mjög mikið frá því að tökur hófust, Lögin voru upphaflega mun hægari og með allt öðrum áherslum," segir Ási og bætir við að á plötunni sé meðal annars að finna fjögur lög sem voru gefin út á svokölluðu tour demo árið 2009, en í allt öðrum búningi. Hljómsveitin er skipuð fjórum strákum á aldrinum 21 til 23 ára. Karl Torsten Ställborn og Indriði Arnar Ingólfsson annast söng og gítarspil, Loftur Einarsson spilar á bassa og Ási Þórðarson spilar, eins og áður segir, á trommur. Ási segir strákana hlusta mikið á hljómsveitir á borð við Sonic Youth og að það skíni í gegn á plötunni. „Hvort sem fólk heyrir það eða ekki, þá hafa hljómsveitirnar sem maður hlustar á alltaf áhrif á tónlistina sem maður gerir," segir Ási. Nóg er fram undan hjá hljómsveitinni. Útgáfutónleikar plötunnar Slave verða í kvöld á Gauk á Stöng og í framhaldinu er fjöldi tónleika og jafnvel lítill Íslandstúr í maí með dönsku hljómsveitinni Hexis. „Við viljum bara spila eins mikið og við getum, það er það eina sem við viljum gera," segir Ási að lokum. Tónlist Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við erum ekki að spila týpíska þungarokkstónlist, og höfðum því til töluvert breiðari áheyrendahóps," segir Ási Þórðarson, trommuleikari hljómsveitarinnar Muck. Muck gaf frá sér plötuna Slaves nú í febrúar og hefur hún verið að fá góða dóma. Um er að ræða fjórtán laga plötu sem hefur verið í vinnslu í tvö ár. „Við erum búnir að vera að nostra mikið við hana og hún hefur breyst mjög mikið frá því að tökur hófust, Lögin voru upphaflega mun hægari og með allt öðrum áherslum," segir Ási og bætir við að á plötunni sé meðal annars að finna fjögur lög sem voru gefin út á svokölluðu tour demo árið 2009, en í allt öðrum búningi. Hljómsveitin er skipuð fjórum strákum á aldrinum 21 til 23 ára. Karl Torsten Ställborn og Indriði Arnar Ingólfsson annast söng og gítarspil, Loftur Einarsson spilar á bassa og Ási Þórðarson spilar, eins og áður segir, á trommur. Ási segir strákana hlusta mikið á hljómsveitir á borð við Sonic Youth og að það skíni í gegn á plötunni. „Hvort sem fólk heyrir það eða ekki, þá hafa hljómsveitirnar sem maður hlustar á alltaf áhrif á tónlistina sem maður gerir," segir Ási. Nóg er fram undan hjá hljómsveitinni. Útgáfutónleikar plötunnar Slave verða í kvöld á Gauk á Stöng og í framhaldinu er fjöldi tónleika og jafnvel lítill Íslandstúr í maí með dönsku hljómsveitinni Hexis. „Við viljum bara spila eins mikið og við getum, það er það eina sem við viljum gera," segir Ási að lokum.
Tónlist Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira