Verðlaunaði sjálfan sig með pitsu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. mars 2012 07:00 glæsileg tilþrif Róbert hafði gríðarlega yfirburði á öllum áhöldum um helgina og þó svo keppnin hefði ekki verið mikil sló hann ekki slöku við sjálfur.fréttablaðið/vilhelm Róbert Kristmannsson var maður helgarinnar á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum. Hann sigraði í fjölþraut á laugardag og bætti um betur í gær er hann vann Íslandsmeistaratitil á öllum áhöldum. Fullt hús hjá honum. Í kvennaflokki varð Thelma Rut Hermannsdótti „Ég er gríðarlega ánægður með helgina hjá mér og þetta var virkilega skemmtilegt," sagði Róbert en hann var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fjölþraut. Bróðir hans, Viktor, hafði unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu níu ár en hann gat ekki tekið þátt í ár vegna meiðsla. Fleiri sterkir kappar gátu ekki heldur verið með þannig að yfirburðir Róberts voru ansi miklir. „Það var auðvitað ekki mikil samkeppni að þessu sinni en ég stóð mig samt mjög vel og var að skila góðum árangri á flestum áhöldum. Þetta var því skrambi ljúft. Ég var líka að keppa við sjálfan mig og undirbúa mig fyrir Norðurlandamótið. Án þess að hljóma hrokafullur þá gerði ég mér grein fyrir því að ég gæti unnið þetta allt saman." Það er nokkuð síðan það lá fyrir að bróðir hans gæti ekki tekið þátt og það var svekkjandi að sögn Róberts sem langaði að vinna bróðir sinn á Íslandsmótinu eftir að hafa unnið silfur síðustu þrjú ár. „Ég var alltaf mjög nálægt því að vinna hann á Íslandsmótinu áður og auðvitað hefði verið skemmtilegra að ná að leggja hann. Ég hef samt unnið hann á öðrum mótum. Það er aldrei að vita hvernig þetta verður á næsta ári hjá okkur," sagði Róbert léttur en hann fer á Norðurlandamótið eftir fimm vikur og þar ætlar hann að standa sig vel. „Draumurinn er að komast á verðlaunapall í fjölþraut. Ef allt gengur upp þá er það möguleiki hjá mér. Ég er í mjög góðu formi núna og ef ég meiðist ekki tel ég mig geta gert atlögu að verðlaunasæti. Það væri draumur og þá gæti ég bara farið að hætta þessu," sagði hinn 24 ára gamli Róbert og hló við. Fyrir utan að æfa mikið er Róbert í hagfræðinámi í Háskóla Íslands. Hann segir að það geti verið erfitt að samræma skólann og æfingarnar. „Það gengur oftast ekki mjög vel. HÍ reiknar með því að maður sé bara í skólanum og ekkert annað. Ég reyni að láta þetta ganga upp en það gengur ekki alltaf og ég hef meðal annars þurft að sleppa prófum stundum. Því miður eru líka oftast mót og próf á sama tíma eins og eftir fimm vikur er ég fer á Norðurlandamótið. Þetta getur verið mjög mikið," sagði Róbert sem virðist einhvers staðar finna tíma til þess að læra þó svo hann æfi óhemju mikið. „Ég æfi frá fimm til svona hálf níu eða níu alla daga nema sunnudaga. Ég æfi þrjá til fjóra tíma á dag. Fimleikarnir hafa venjulega gengið fyrir náminu en ég reyni að láta þetta allt ganga upp hjá mér." Róbert segir að þetta mikla álag taki sinn toll en hann hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvenær hann hætti í fimleikum. „Þetta er ekki alltaf gaman og ég spyr mig oft að því af hverju ég sé að þessu. Eins og er hef ég mjög gaman að þessu samt og stefnan er að vera í þessu á meðan ég hef gaman. Um leið og þetta er orðið leiðinlegt er ég hættur." Róbert er svo sannarlega ekki í fimleikum út af peningum enda fær hann nánast enga styrki og kemur út í mínus á hverju einasta ári. „Ég hef fengið smotterí frá ÍSÍ. Ég fékk núna og í fyrra 300 þúsund krónur fyrir árið. Það fer allt upp í ferðakostnað og maður sér ávallt um allt uppihald sjálfur. Þeir virðast stundum halda að maður eigi að lifa á loftinu. Ég hef oft sótt um styrki og það eru fleiri sem hjálpa okkur við það. Það hefur gengið upp og niður," sagði Róbert, en hvað heldur hann að tapið sé á ári hjá sér? „Ég held að maður eigi ekkert að pæla í því. Þá fyrst fer maður að hætta þessu. Ég er líka ekki í þessu fyrir peninga." Íslandsmeistarinn fór glaður heim í gær eftir Íslandsmótið en hvað gerði hann til þess að fagna sigrinum? „Það er próf á þriðjudaginn þannig að ég fer að lesa í kvöld. Ég fór samt og fékk mér pitsu á leiðinni heim. Það var ákaflega ljúft." Fimleikar Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira
Róbert Kristmannsson var maður helgarinnar á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum. Hann sigraði í fjölþraut á laugardag og bætti um betur í gær er hann vann Íslandsmeistaratitil á öllum áhöldum. Fullt hús hjá honum. Í kvennaflokki varð Thelma Rut Hermannsdótti „Ég er gríðarlega ánægður með helgina hjá mér og þetta var virkilega skemmtilegt," sagði Róbert en hann var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fjölþraut. Bróðir hans, Viktor, hafði unnið Íslandsmeistaratitilinn síðustu níu ár en hann gat ekki tekið þátt í ár vegna meiðsla. Fleiri sterkir kappar gátu ekki heldur verið með þannig að yfirburðir Róberts voru ansi miklir. „Það var auðvitað ekki mikil samkeppni að þessu sinni en ég stóð mig samt mjög vel og var að skila góðum árangri á flestum áhöldum. Þetta var því skrambi ljúft. Ég var líka að keppa við sjálfan mig og undirbúa mig fyrir Norðurlandamótið. Án þess að hljóma hrokafullur þá gerði ég mér grein fyrir því að ég gæti unnið þetta allt saman." Það er nokkuð síðan það lá fyrir að bróðir hans gæti ekki tekið þátt og það var svekkjandi að sögn Róberts sem langaði að vinna bróðir sinn á Íslandsmótinu eftir að hafa unnið silfur síðustu þrjú ár. „Ég var alltaf mjög nálægt því að vinna hann á Íslandsmótinu áður og auðvitað hefði verið skemmtilegra að ná að leggja hann. Ég hef samt unnið hann á öðrum mótum. Það er aldrei að vita hvernig þetta verður á næsta ári hjá okkur," sagði Róbert léttur en hann fer á Norðurlandamótið eftir fimm vikur og þar ætlar hann að standa sig vel. „Draumurinn er að komast á verðlaunapall í fjölþraut. Ef allt gengur upp þá er það möguleiki hjá mér. Ég er í mjög góðu formi núna og ef ég meiðist ekki tel ég mig geta gert atlögu að verðlaunasæti. Það væri draumur og þá gæti ég bara farið að hætta þessu," sagði hinn 24 ára gamli Róbert og hló við. Fyrir utan að æfa mikið er Róbert í hagfræðinámi í Háskóla Íslands. Hann segir að það geti verið erfitt að samræma skólann og æfingarnar. „Það gengur oftast ekki mjög vel. HÍ reiknar með því að maður sé bara í skólanum og ekkert annað. Ég reyni að láta þetta ganga upp en það gengur ekki alltaf og ég hef meðal annars þurft að sleppa prófum stundum. Því miður eru líka oftast mót og próf á sama tíma eins og eftir fimm vikur er ég fer á Norðurlandamótið. Þetta getur verið mjög mikið," sagði Róbert sem virðist einhvers staðar finna tíma til þess að læra þó svo hann æfi óhemju mikið. „Ég æfi frá fimm til svona hálf níu eða níu alla daga nema sunnudaga. Ég æfi þrjá til fjóra tíma á dag. Fimleikarnir hafa venjulega gengið fyrir náminu en ég reyni að láta þetta allt ganga upp hjá mér." Róbert segir að þetta mikla álag taki sinn toll en hann hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvenær hann hætti í fimleikum. „Þetta er ekki alltaf gaman og ég spyr mig oft að því af hverju ég sé að þessu. Eins og er hef ég mjög gaman að þessu samt og stefnan er að vera í þessu á meðan ég hef gaman. Um leið og þetta er orðið leiðinlegt er ég hættur." Róbert er svo sannarlega ekki í fimleikum út af peningum enda fær hann nánast enga styrki og kemur út í mínus á hverju einasta ári. „Ég hef fengið smotterí frá ÍSÍ. Ég fékk núna og í fyrra 300 þúsund krónur fyrir árið. Það fer allt upp í ferðakostnað og maður sér ávallt um allt uppihald sjálfur. Þeir virðast stundum halda að maður eigi að lifa á loftinu. Ég hef oft sótt um styrki og það eru fleiri sem hjálpa okkur við það. Það hefur gengið upp og niður," sagði Róbert, en hvað heldur hann að tapið sé á ári hjá sér? „Ég held að maður eigi ekkert að pæla í því. Þá fyrst fer maður að hætta þessu. Ég er líka ekki í þessu fyrir peninga." Íslandsmeistarinn fór glaður heim í gær eftir Íslandsmótið en hvað gerði hann til þess að fagna sigrinum? „Það er próf á þriðjudaginn þannig að ég fer að lesa í kvöld. Ég fór samt og fékk mér pitsu á leiðinni heim. Það var ákaflega ljúft."
Fimleikar Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Fleiri fréttir Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn