Þú veist aldrei hver á eftir að skara fram úr Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2012 07:30 Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Mynd/Stefán „Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu. Sigurður Ragnar segir lykilatriði að félögin og þjálfarar séu meðvituð um vandamálið. Meiru máli skipti að sýna öllum leikmönnum athygli enda sé engin leið að vita hvaða börn muni skara fram úr síðar meir. Hann nefnir knattspyrnukempurnar Eyjólf Sverrisson, Hermann Hreiðarsson og Tryggva Guðmundsson sér til stuðnings. „Alfreð Finnbogason var líka varamaður í 3. flokki og framan af 2. flokki. Ástæðan var að þjálfaranum fannst hann of lítill. Hann var síðar valinn efnilegastur og bestur í efstu deild, komst í atvinnumennsku og er í A-landsliðinu," segir Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir ekki síður mikilvægt að foreldrar átti sig á því að líkamsþroski barna jafnist út þegar leikmenn verða eldri. Þá skipti meiru máli að vera með góða tækni, sendingargetu, leikskilning og rétt hugarfar. Oftar en ekki skari leikmenn fæddir síðar á árinu fram á þessu sviði þar sem þeir hafa þurft þess til í samkeppni við líkamlega sterkari og fljótari leikmenn fæddir fyrr á árinu. Hann bendir á að fæðingardagsáhrifin séu alls ekki bundin við íþróttir heldur sé þau einnig að finna í skólakerfinu. „Börn fædd seint á árinu eru líklegri til þess að vera með lægri meðaleinkunn, þurfa sérkennslu, hafa lægra sjálfsmat og sjálfstraust auk þess sem þau leggja síður stund á íþróttir," segir Sigurður Ragnar meðvitaður um mikilvægi þess að börn haldist sem lengst í íþróttum. „Ef pressan á þjálfaranum er minni að vinna titla í stað þess að þróa leikmanninn áfram verður minna um fæðingardagsáhrif. Ef úrslitin eru ekki aðalatriðið dreifist spiltíminn og athygli þjálfarans betur og eftir stendur breiðari leikmannahópur vegna minna brottfalls." kolbeinntumi@365.is Íslenski boltinn Tengdar fréttir Forréttindi að fæðast snemma á árinu Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur 19. mars 2012 07:00 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
„Hættan er að þjálfarar yngstu barnanna vilji vinna leiki eða mót, oft undir pressu frá foreldrum, og velji þá sterkari og fljótari sem yfirleitt eru fæddir snemma á árinu. Þeir krakkar fá svo meiri athygli þjálfarans sem stjórnar stundum A-liðinu en lætur aðstoðarmenn um að stjórna hinum liðunum.," segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri Knattspyrnusambands Íslands. Hann segir þjóðfélagið vissulega ósanngjarnt gagnvart börnum fædd seint á árinu. Sigurður Ragnar segir lykilatriði að félögin og þjálfarar séu meðvituð um vandamálið. Meiru máli skipti að sýna öllum leikmönnum athygli enda sé engin leið að vita hvaða börn muni skara fram úr síðar meir. Hann nefnir knattspyrnukempurnar Eyjólf Sverrisson, Hermann Hreiðarsson og Tryggva Guðmundsson sér til stuðnings. „Alfreð Finnbogason var líka varamaður í 3. flokki og framan af 2. flokki. Ástæðan var að þjálfaranum fannst hann of lítill. Hann var síðar valinn efnilegastur og bestur í efstu deild, komst í atvinnumennsku og er í A-landsliðinu," segir Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir ekki síður mikilvægt að foreldrar átti sig á því að líkamsþroski barna jafnist út þegar leikmenn verða eldri. Þá skipti meiru máli að vera með góða tækni, sendingargetu, leikskilning og rétt hugarfar. Oftar en ekki skari leikmenn fæddir síðar á árinu fram á þessu sviði þar sem þeir hafa þurft þess til í samkeppni við líkamlega sterkari og fljótari leikmenn fæddir fyrr á árinu. Hann bendir á að fæðingardagsáhrifin séu alls ekki bundin við íþróttir heldur sé þau einnig að finna í skólakerfinu. „Börn fædd seint á árinu eru líklegri til þess að vera með lægri meðaleinkunn, þurfa sérkennslu, hafa lægra sjálfsmat og sjálfstraust auk þess sem þau leggja síður stund á íþróttir," segir Sigurður Ragnar meðvitaður um mikilvægi þess að börn haldist sem lengst í íþróttum. „Ef pressan á þjálfaranum er minni að vinna titla í stað þess að þróa leikmanninn áfram verður minna um fæðingardagsáhrif. Ef úrslitin eru ekki aðalatriðið dreifist spiltíminn og athygli þjálfarans betur og eftir stendur breiðari leikmannahópur vegna minna brottfalls." kolbeinntumi@365.is
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Forréttindi að fæðast snemma á árinu Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur 19. mars 2012 07:00 Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Forréttindi að fæðast snemma á árinu Óvenjuhátt hlutfall drengjanna sem skipa stórefnilegt landslið Íslands 17 ára og yngri, sem hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á morgun, eru fæddir á fyrri hluta ársins. Í átján manna hópi eiga fimmtán afmæli í júní eða fyrr. Fæðingardagurinn getur 19. mars 2012 07:00