Kate Winslet ætlar að stíga á fjalirnar í fyrsta sinn í leikritinu Skylight á móti Bill Nighy.
Samningaviðræður hafa staðið yfir undanfarna þrjá mánuði um að Winslet taki að sér hlutverkið og búist er við að hún skrifi undir á næstunni. „Hún elskar þetta leikrit og hefur mikinn áhuga á að leika í því," sagði heimildarmaður. Verkið er eftir David Hare og var sýnt í Borgarleikhúsinu 1998 undir heitinu Ofanljós.
Þar lék Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir hlutverk Winslet. Það fjallar um þekktan eiganda veitingastaðar sem hittir fyrrverandi hjákonu sína sem hann átti í ástarsambandi við þegar eiginkonan hans var enn á lífi.
Í fyrsta sinn á fjalirnar
