Dúkkulísur í stað fyrirsæta 22. mars 2012 09:45 Óhefðbundin sýning Tískusýning verslunarinnar Kiosk verður með óhefðbundum hætti að sögn Eddu Guðmundsdóttur, fatahönnuðar. Dúkkulísur í raunstærð munu sýna vorlínur hönnuðanna.fréttablaðið/ Arnþór Birkisson Dúkkulísutískusýning á vegum Kiosk fer fram á Hótel Lind á föstudaginn kemur. Hver hönnuður hannaði sérstaka dúkkulísu í raunstærð og munu þær sýna fatnað hönnuðanna. Tískuverslunin Kiosk er rekin af hópi fatahönnuða og ætla þeir að sýna vorlínur sínar á heldur óhefðbundinn máta. Hver hönnuður hefur hannað sérstaka dúkkulísu í raunstærð til að sýna fatnað sinn. Að frumsýningu lokinni fara dúkkulísurnar svo á flakk um miðbæinn og koma við á ýmsum skemmtilegum stöðum og verslunum. Edda Guðmundsdóttir, fatahönnuður og einn aðstandenda Kiosk, segir hugmyndina hafa orðið til þegar hönnuðirnir hittust og vörpuðu hugmyndum á milli sín fyrir tískusýninguna. „Ein sýndi okkur hinum gamlar dúkkulísur sem hún átti og okkur fannst hugmyndin um að gera sýningu með dúkkulísum í raunstærð skemmtileg. Hver hönnuður fékk ákveðna útgáfu af dúkkulísu og setti hana í föt og svo voru þær prentaðar út fyrir okkur," útskýrir Edda og bætir við að þar sem „sýningarstúlkurnar" séu ekki göngufærar verði sýningin meira í ætt við útstillingu en hefðbundna tískusýningu. „Það eru allir velkomnir á sýninguna og við Kiosk-liðar verðum þarna í góðum dúkkulísupartýsgír. En ég tek fram að það er stranglega bannað að sulla niður á dúkkulísurnar." Sýningin fer fram á Hótel Lind á Rauðarárstíg 18 og hefst klukkan 17 og stendur til klukkan 20. - sm Lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Dúkkulísutískusýning á vegum Kiosk fer fram á Hótel Lind á föstudaginn kemur. Hver hönnuður hannaði sérstaka dúkkulísu í raunstærð og munu þær sýna fatnað hönnuðanna. Tískuverslunin Kiosk er rekin af hópi fatahönnuða og ætla þeir að sýna vorlínur sínar á heldur óhefðbundinn máta. Hver hönnuður hefur hannað sérstaka dúkkulísu í raunstærð til að sýna fatnað sinn. Að frumsýningu lokinni fara dúkkulísurnar svo á flakk um miðbæinn og koma við á ýmsum skemmtilegum stöðum og verslunum. Edda Guðmundsdóttir, fatahönnuður og einn aðstandenda Kiosk, segir hugmyndina hafa orðið til þegar hönnuðirnir hittust og vörpuðu hugmyndum á milli sín fyrir tískusýninguna. „Ein sýndi okkur hinum gamlar dúkkulísur sem hún átti og okkur fannst hugmyndin um að gera sýningu með dúkkulísum í raunstærð skemmtileg. Hver hönnuður fékk ákveðna útgáfu af dúkkulísu og setti hana í föt og svo voru þær prentaðar út fyrir okkur," útskýrir Edda og bætir við að þar sem „sýningarstúlkurnar" séu ekki göngufærar verði sýningin meira í ætt við útstillingu en hefðbundna tískusýningu. „Það eru allir velkomnir á sýninguna og við Kiosk-liðar verðum þarna í góðum dúkkulísupartýsgír. En ég tek fram að það er stranglega bannað að sulla niður á dúkkulísurnar." Sýningin fer fram á Hótel Lind á Rauðarárstíg 18 og hefst klukkan 17 og stendur til klukkan 20. - sm
Lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bob Weir látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira