Telja tölvupóst frá Steingrími setja málið í sérkennilegt ljós 26. janúar 2012 08:00 Krefst frávísunar Baldur krefst þess að máli hans verði vísað frá, til vara að dómur héraðsdóms verði ómerktur, til þrautarvara að hann verði sýknaður og til þrautarþrautarvara að refsingin verði milduð úr tveggja ára fangelsisdómi. Aðstandendur Baldurs sátu næst honum á fremsta bekk í gær.Fréttablaðið/gva Óútskýrð atburðarás fór af stað vorið 2009, eftir að Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var tilkynnt um niðurfellingu máls hans af hálfu Fjármálaeftirlitsins og hann hugðist snúa aftur til starfa í fjármálaráðuneytinu. Þetta sagði verjandinn Karl Axelsson þegar hann flutti málsvörn Baldurs fyrir Hæstarétti í gær. Í greinargerð Baldurs til réttarins segir að atburðarásin setji málið í besta falli í sérkennilegt samhengi. Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknar FME með bréfi 7. maí 2009. Hann hafði þá verið í leyfi frá störfum í fjármálaráðuneytinu vegna rannsóknarinnar. Undir lok mánaðarins ritaði hann Steingrími J. Sigfússyni bréf þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann vildi snúa aftur til fyrra starfs síns þegar tímabundnu leyfi hans lyki. Að samkomulagi varð að hann tæki við störfum ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu til áramóta en tæki í kjölfarið aftur við starfinu í fjármálaráðuneytinu. Þá er komið að því sem Baldri og verjanda hans þykir grunsamlegt og þeir sáu sérstaka ástæðu til að ljá máls á fyrir dómnum: Steingrímur J. Sigfússon sendi starfsfólki fjármálaráðuneytisins tölvupóst 9. júní sama árs – sem Karl kallaði í gær „einkennilegan" – þar sem sagði að Baldur mundi snúa aftur til fyrri starfa í ráðuneytinu um næstu áramót „nema eitthvað annað komi til í millitíðinni". Tveimur dögum síðar birtist síðan frétt í Morgunblaðinu um tilfærslu ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta og var sérstaklega tekið fram að samkvæmt heimildum blaðsins mundi Baldur „að líkindum hætta störfum um næstu áramót". Á fundi FME viku síðar var svo ákveðið að hefja rannsókn á máli Baldurs að nýju, enda hefðu borist ábendingar um hvar nýjar upplýsingar gæti verið að finna sem réttlættu það. Í ræðu sinni fór Karl ekki nánar út í það hvaða þýðingu hann teldi þessa atburðarás hafa í málinu. Karl lagði mesta áherslu á það í málsvörninni að hrekja það að nokkrar nýjar upplýsingar hefðu komið fram sem réttlættu endurupptökuna. Vegna þess að ekkert nýtt hefði komið fram hefði endurupptakan verið ólögmæt og bryti gegn ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um endurtekna málsmeðferð. Því bæri að vísa málinu frá dómi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, benti á að Hæstiréttur hefði þegar dæmt um þetta atriði á rannsóknarstigi en því mótmælti Karl og taldi þann dóm ekki koma í veg fyrir að hægt yrði að taka afstöðu til þess nú. Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson spurði Sigríði í marggang hverjar hinar nýju upplýsingar hefðu verið, og svarið kom að lokum; upplýsingar um fund með Landsbankastjórum og skýrslutökur í kjölfarið af Jónínu S. Lárusdóttur og Áslaugu Árnadóttur, sem báðar gegndu um skeið stöðu ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu. Sigríður krafðist þess að refsing Baldurs yrði þyngd, enda hefði ásetningur hans verið einbeittur, brotið stórfellt og framið í opinberu starfi. Hæstiréttur mun að líkindum kveða upp dóm innan þriggja vikna. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Óútskýrð atburðarás fór af stað vorið 2009, eftir að Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var tilkynnt um niðurfellingu máls hans af hálfu Fjármálaeftirlitsins og hann hugðist snúa aftur til starfa í fjármálaráðuneytinu. Þetta sagði verjandinn Karl Axelsson þegar hann flutti málsvörn Baldurs fyrir Hæstarétti í gær. Í greinargerð Baldurs til réttarins segir að atburðarásin setji málið í besta falli í sérkennilegt samhengi. Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknar FME með bréfi 7. maí 2009. Hann hafði þá verið í leyfi frá störfum í fjármálaráðuneytinu vegna rannsóknarinnar. Undir lok mánaðarins ritaði hann Steingrími J. Sigfússyni bréf þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að hann vildi snúa aftur til fyrra starfs síns þegar tímabundnu leyfi hans lyki. Að samkomulagi varð að hann tæki við störfum ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu til áramóta en tæki í kjölfarið aftur við starfinu í fjármálaráðuneytinu. Þá er komið að því sem Baldri og verjanda hans þykir grunsamlegt og þeir sáu sérstaka ástæðu til að ljá máls á fyrir dómnum: Steingrímur J. Sigfússon sendi starfsfólki fjármálaráðuneytisins tölvupóst 9. júní sama árs – sem Karl kallaði í gær „einkennilegan" – þar sem sagði að Baldur mundi snúa aftur til fyrri starfa í ráðuneytinu um næstu áramót „nema eitthvað annað komi til í millitíðinni". Tveimur dögum síðar birtist síðan frétt í Morgunblaðinu um tilfærslu ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta og var sérstaklega tekið fram að samkvæmt heimildum blaðsins mundi Baldur „að líkindum hætta störfum um næstu áramót". Á fundi FME viku síðar var svo ákveðið að hefja rannsókn á máli Baldurs að nýju, enda hefðu borist ábendingar um hvar nýjar upplýsingar gæti verið að finna sem réttlættu það. Í ræðu sinni fór Karl ekki nánar út í það hvaða þýðingu hann teldi þessa atburðarás hafa í málinu. Karl lagði mesta áherslu á það í málsvörninni að hrekja það að nokkrar nýjar upplýsingar hefðu komið fram sem réttlættu endurupptökuna. Vegna þess að ekkert nýtt hefði komið fram hefði endurupptakan verið ólögmæt og bryti gegn ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um endurtekna málsmeðferð. Því bæri að vísa málinu frá dómi. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, benti á að Hæstiréttur hefði þegar dæmt um þetta atriði á rannsóknarstigi en því mótmælti Karl og taldi þann dóm ekki koma í veg fyrir að hægt yrði að taka afstöðu til þess nú. Hæstaréttardómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson spurði Sigríði í marggang hverjar hinar nýju upplýsingar hefðu verið, og svarið kom að lokum; upplýsingar um fund með Landsbankastjórum og skýrslutökur í kjölfarið af Jónínu S. Lárusdóttur og Áslaugu Árnadóttur, sem báðar gegndu um skeið stöðu ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu. Sigríður krafðist þess að refsing Baldurs yrði þyngd, enda hefði ásetningur hans verið einbeittur, brotið stórfellt og framið í opinberu starfi. Hæstiréttur mun að líkindum kveða upp dóm innan þriggja vikna. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira