Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. desember 2025 10:44 Hrannar hafði játað að hafa stolið hraðbankanum og að vera annar þeirra sem stal peningunum í Hamraborg. Vísir Hrannar Markússon var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar. Annars vegar fyrir þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ fyrr á árinu og hins vegar Hamraborgarmálið svokallaða. Þá er Hrannar jafnframt sviptur ökuréttindum og til greiðslu þriggja milljóna króna í skaðabætur. Þá hlaut kona sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm vegna aðildar að hraðbankaþjófnaðinum. Þetta staðfestir lögmaður Hrannars í samtali við Vísi en Rúv greindi fyrst frá dómnum sem enn hefur ekki verið birtur. Líkt og Vísir greindi frá í gær hafði Hrannar, sem er á fimmtugsaldri, játað aðild að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar auk þess að vera grunaður um fjölda afbrota til viðbótar. Hrannar var dæmdur fyrir bæði þjófnaðarmálin en hann var auk þess ákærður fyrir önnur brot. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Hrannars, segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hvort dómnum verði áfrýjað. Dóminn hlýtur Hrannar meðal annars fyrir þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í ágúst síðastliðnum. Fram kom í fréttum af málinu að hann hafi verið grunaður um að hafa stolið gröfu og ekið að nóttu til að þjónustukjarna í Þverholti þar sem Íslandsbanki er til húsa og stolið hraðbankanum svo gott sem í heilu lagi úr byggingunni með hjálp vinnuvélarinnar. Töluverðar skemmdir voru á byggingunni eftir verknaðinn. Þá hafði Hrannar einnig játað aðild að Hamraborgarmálinu svokallaða, þar sem tugum milljóna króna, ávinningi úr spilakössum, var stolið úr bíl öryggisfyrirtækis við Hamraborg í mars í fyrra. Myndefni úr öryggismyndavél sýndi tvo menn bakka eigin smábíl upp að öryggisbílnum, stela peningnum, og aka á brott, allt meðan öryggisverðir voru inni á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum. Dómsmál Lögreglumál Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Þetta staðfestir lögmaður Hrannars í samtali við Vísi en Rúv greindi fyrst frá dómnum sem enn hefur ekki verið birtur. Líkt og Vísir greindi frá í gær hafði Hrannar, sem er á fimmtugsaldri, játað aðild að tveimur af umfangsmestu þjófnaðarmálum Íslandssögunnar auk þess að vera grunaður um fjölda afbrota til viðbótar. Hrannar var dæmdur fyrir bæði þjófnaðarmálin en hann var auk þess ákærður fyrir önnur brot. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Hrannars, segir ekki liggja fyrir að svo stöddu hvort dómnum verði áfrýjað. Dóminn hlýtur Hrannar meðal annars fyrir þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í ágúst síðastliðnum. Fram kom í fréttum af málinu að hann hafi verið grunaður um að hafa stolið gröfu og ekið að nóttu til að þjónustukjarna í Þverholti þar sem Íslandsbanki er til húsa og stolið hraðbankanum svo gott sem í heilu lagi úr byggingunni með hjálp vinnuvélarinnar. Töluverðar skemmdir voru á byggingunni eftir verknaðinn. Þá hafði Hrannar einnig játað aðild að Hamraborgarmálinu svokallaða, þar sem tugum milljóna króna, ávinningi úr spilakössum, var stolið úr bíl öryggisfyrirtækis við Hamraborg í mars í fyrra. Myndefni úr öryggismyndavél sýndi tvo menn bakka eigin smábíl upp að öryggisbílnum, stela peningnum, og aka á brott, allt meðan öryggisverðir voru inni á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum.
Dómsmál Lögreglumál Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Peningum stolið í Hamraborg Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira