Mikil óvissa ríkir um framtíð ættleiðinga - fréttaskýring 30. mars 2012 06:30 kínverskt munaðarleysingjahæli Kínverskt barn horfir á milli rimlanna í rúmi sínu á munaðarleysingjahæli. Um 160 kínversk börn hafa eignast íslenska foreldra í gegnum Íslenska ættleiðingu. Nordicphotos/afp Hver er staða ættleiðingarmála á Íslandi? Íslensk ættleiðing (ÍÆ) getur ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu með núverandi framlagi ríkisins. Í fjárlögum 2012 er upphæðin 9,2 milljónir króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun Kristins Ingvarssonar, framkvæmdastjóra ÍÆ, þarf félagið um 54 milljónir króna til að geta haldið áfram að aðstoða fólk við að ættleiða börn erlendis frá og sinna því hlutverki sem því er ætlað. Ekki er hægt að ættleiða barn erlendis frá nema fara í gegnum íslenskt ættleiðingafélag og ÍÆ er það eina sem starfrækt er hér á landi. Enginn samningur við ríkiðEnginn þjónustusamningur hefur verið gerður á milli ÍÆ og innanríkisráðuneytisins, en Kristinn bjó til drög að slíkum samningi og sendi á ráðuneytið. Hann hefur þó ekki verið samþykktur. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra þar sem hann er staddur erlendis. Þau svör fengust frá ráðuneytinu að málið væri á hans borði og snúist um að leita leiða til að brúa það fjárhagslega bil sem nú blasi við. Verið sé að ræða við ÍÆ en ekkert sé enn til lykta leitt. Ekki sambærileg þjónustaAð mati forsvarsmanna félagsins, Kristins og Harðar Svavarssonar formanns, er enginn fjárhagslegur grundvöllur fyrir því að halda rekstri félagsins óbreyttum áfram út árið. Störf og þjónusta ættleiðingarfélaga í nágrannalöndunum sé engan vegin sambærileg hvað varðar eftirfylgni við fjölskyldur, læknisþjónustu og samskipti við ættleiðingarfélög í upprunalöndum barnanna. Samkvæmt reglugerð ber ÍÆ að hafa lækni á sínum snærum, bæði til að undirbúa foreldrana og svo til að sinna barninu þegar það kemur til landsins. Því hefur þó mestmegnis verið sinnt í sjálfboðavinnu læknanna, aðallega af Gesti Pálssyni barnalækni, og utan þeirra eiginlegu vinnutíma fram til þessa, þar sem ekkert fjármagn er til að borga þeim fyrir vinnu sína. Eigi þjónusta ÍÆ að verða sambærileg við nágrannalöndin, þyrfti einnig að ráða lögfræðing í vinnu, sem og félagsráðgjafa. „Okkur er ætlað að halda úti skrifstofu, vefsvæðum, samskiptum við fjölskyldur bæði hér heima og erlendis, samstarfsaðila erlendis og fleiru, fyrir 9,2 milljónir á ári," segir Hörður. Klukkutími á dagÍ reglugerð um ættleiðingar er félaginu ætlað að veita áframhaldandi þjónustu eftir ættleiðingu þar sem það getur haft margvíslegar afleiðingar fyrir börn að hafa verið vistuð á stofnunum í fleiri ár. „Á bestu stofnununum fá börnin samneyti og umhyggju í kannski klukkutíma á sólarhring. Það skiptir því miklu máli að bregðast við um leið og börnin koma til landsins," segir Hörður. „Það þarf því að fræða heilbrigðisstarfsmenn og starfsmenn skólaþjónustunnar hvað börnin gætu verið að glíma við." Vantar samskiptiStarfsmenn ÍÆ hafa ekki haft tök á því á undanförnum árum að ferðast til upprunalanda barnanna til að sinna samskiptum við þarlendar stofnanir. Sambærileg félög í nágrannalöndunum fara um það bil þrisvar á ári, til að byggja upp gagnkvæmt traust við ættleiðingarstofnanir og munaðarleysingjahæli og til að afla nýrra samskipta. „Við hættum þeim samskiptum í hruninu," segir Hörður. „Við erum til dæmis að fá til okkar um 160 börn frá Kína og höfum aldrei farið á fund þangað til að fara yfir reglurnar. Það er í raun merkilegt að þau treysti okkur miðað við það hversu lítil samskipti við höfum." Meira en 600 börn frá fjórum löndum hafa fengið nýtt heimili á Íslandi í gegn um félagið á 34 árum. sunna@frettabladid.is Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira
Hver er staða ættleiðingarmála á Íslandi? Íslensk ættleiðing (ÍÆ) getur ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu með núverandi framlagi ríkisins. Í fjárlögum 2012 er upphæðin 9,2 milljónir króna. Samkvæmt fjárhagsáætlun Kristins Ingvarssonar, framkvæmdastjóra ÍÆ, þarf félagið um 54 milljónir króna til að geta haldið áfram að aðstoða fólk við að ættleiða börn erlendis frá og sinna því hlutverki sem því er ætlað. Ekki er hægt að ættleiða barn erlendis frá nema fara í gegnum íslenskt ættleiðingafélag og ÍÆ er það eina sem starfrækt er hér á landi. Enginn samningur við ríkiðEnginn þjónustusamningur hefur verið gerður á milli ÍÆ og innanríkisráðuneytisins, en Kristinn bjó til drög að slíkum samningi og sendi á ráðuneytið. Hann hefur þó ekki verið samþykktur. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra þar sem hann er staddur erlendis. Þau svör fengust frá ráðuneytinu að málið væri á hans borði og snúist um að leita leiða til að brúa það fjárhagslega bil sem nú blasi við. Verið sé að ræða við ÍÆ en ekkert sé enn til lykta leitt. Ekki sambærileg þjónustaAð mati forsvarsmanna félagsins, Kristins og Harðar Svavarssonar formanns, er enginn fjárhagslegur grundvöllur fyrir því að halda rekstri félagsins óbreyttum áfram út árið. Störf og þjónusta ættleiðingarfélaga í nágrannalöndunum sé engan vegin sambærileg hvað varðar eftirfylgni við fjölskyldur, læknisþjónustu og samskipti við ættleiðingarfélög í upprunalöndum barnanna. Samkvæmt reglugerð ber ÍÆ að hafa lækni á sínum snærum, bæði til að undirbúa foreldrana og svo til að sinna barninu þegar það kemur til landsins. Því hefur þó mestmegnis verið sinnt í sjálfboðavinnu læknanna, aðallega af Gesti Pálssyni barnalækni, og utan þeirra eiginlegu vinnutíma fram til þessa, þar sem ekkert fjármagn er til að borga þeim fyrir vinnu sína. Eigi þjónusta ÍÆ að verða sambærileg við nágrannalöndin, þyrfti einnig að ráða lögfræðing í vinnu, sem og félagsráðgjafa. „Okkur er ætlað að halda úti skrifstofu, vefsvæðum, samskiptum við fjölskyldur bæði hér heima og erlendis, samstarfsaðila erlendis og fleiru, fyrir 9,2 milljónir á ári," segir Hörður. Klukkutími á dagÍ reglugerð um ættleiðingar er félaginu ætlað að veita áframhaldandi þjónustu eftir ættleiðingu þar sem það getur haft margvíslegar afleiðingar fyrir börn að hafa verið vistuð á stofnunum í fleiri ár. „Á bestu stofnununum fá börnin samneyti og umhyggju í kannski klukkutíma á sólarhring. Það skiptir því miklu máli að bregðast við um leið og börnin koma til landsins," segir Hörður. „Það þarf því að fræða heilbrigðisstarfsmenn og starfsmenn skólaþjónustunnar hvað börnin gætu verið að glíma við." Vantar samskiptiStarfsmenn ÍÆ hafa ekki haft tök á því á undanförnum árum að ferðast til upprunalanda barnanna til að sinna samskiptum við þarlendar stofnanir. Sambærileg félög í nágrannalöndunum fara um það bil þrisvar á ári, til að byggja upp gagnkvæmt traust við ættleiðingarstofnanir og munaðarleysingjahæli og til að afla nýrra samskipta. „Við hættum þeim samskiptum í hruninu," segir Hörður. „Við erum til dæmis að fá til okkar um 160 börn frá Kína og höfum aldrei farið á fund þangað til að fara yfir reglurnar. Það er í raun merkilegt að þau treysti okkur miðað við það hversu lítil samskipti við höfum." Meira en 600 börn frá fjórum löndum hafa fengið nýtt heimili á Íslandi í gegn um félagið á 34 árum. sunna@frettabladid.is
Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira