Jennifer Aniston hyggst koma á laggirnar framleiðslufyrirtæki í slagtogi við kærasta sinn, Justin Theroux. Aniston rak áður framleiðslufyrirtækið Plan B með þáverandi eiginmanni sínum, Brad Pitt.
„Justin hefur skrifað nokkur kvikmyndahandrit sem Jennifer vill endilega koma í framleiðslu. Henni datt í hug að auðveldast væri að stofna sitt eigið framleiðslufyrirtæki með Theroux," hafi tímaritið OK! eftir heimildarmanni.
Aniston og Theroux eru ekki aðeins í viðskiptahugleiðingum heldur hafa þau einnig leitt hugann að barneignum ef marka má frétt OK!. „Hana langar að verða ólétt fljótlega eða hefja ættleiðingarferli. Hana langar í fleiri börn en eitt því hún vill að börn alist upp með systkinum," sagði heimildarmaðurinn.
