Elíza Geirsdóttir Newman og vinkonur hennar í hljómsveitinni Kolrassa Krókríðandi vakna af værum blundi og koma saman aftur 1. apríl á sextíu ára afmælistónleikum Myllubakkaskóla í Andrews Theatre í Keflavík.
Kolrassa Krókríðandi heldur líka upp á sitt eigið afmæli þessa dagana því liðin eru tuttugu ár frá því hljómsveitin var stofnuð og frá sigri þeirra í Músíktilraunum árið 1992. Á meðal annarra flytjenda á tónleikunum í Keflavík verða Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson og hljómsveitin Júdas, Jóhann Helgason og Valdimar Guðmundsson. -fb
Kolrassa Krókríðandi snýr aftur
