Haukar aldrei tapað - Njarðvík aldrei unnið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2012 08:00 Shanae Baker-Brice úr Njarðvík. Mynd/Stefán Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum. Liðin hafa átt mismundi gengi að fagna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Haukaliðið hefur þrisvar sinnum áður komist alla leið í úrslitin og í öll þrjú skiptin unnið titilinn. Njarðvíkurliðið komst í úrslitin í fyrsta sinn í fyrra en tapaði þá 3-0 á móti Keflavík. Á sama tíma og Haukakonur hafa unnið 9 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum en Njarðvíkurkonur bíða enn eftir sínum fyrsta sigri. Haukaliðið hefur verið í miklum ham og eru ósigraðar síðan að liðið fékk bandaríska miðherjann Tierny Jenkins. Haukar urðu aftur á móti fyrir miklu áfalli í öðrum leiknum á móti Keflavík þegar tveir byrjunarliðsleikmenn liðsins slitu krossband, stigahæsti íslenski leikmaðurinn Íris Sverrisdóttir og fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámundadóttir. Liðið rassskellti Keflavík reyndar án þeirra í þriðja leiknum en fékk þá aðeins 3 stig af bekknum og fá lið mega við því að missa tvo lykilmenn á þessum tímapunkti. Njarðvíkurkonur eru því kannski sigurstranglegri enda reynslunni ríkari frá því í fyrra. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, er að fara með kvennalið í fjórða sinn í úrslit en lið hans (Keflavík 2004-2006) og Njarðvík síðustu tvö tímabil hafa alltaf farið alla leið í úrslitaeinvígið. Sverrir Þór gerði Keflavík að meisturum 2005 en hefur fengið silfur í tvö síðustu skipti, 2006 með Keflavík og 2011 með Njarðvík. Liðin hafa ekki mæst síðan að Tierny Jenkins kom til Hauka en það er eflaust enn í fersku minni hjá leikmönnum liðanna þegar liðin mættust í undanúrslitum bikarsins um miðjan febrúar. Njarðvík vann þá tveggja stiga sigur, 75-73, í framlengdum leik þar sem lokakarfa Hauka var dæmd ógild af því að tíminn var runninn út. Óvissan í kringum brotthvarf Írisar og Guðrúnar þýðir að það erfitt er að spá í hvernig liðin passa nú upp á móti hverju öðru og hvaða þýðingu fjórir sigrar Njarðvíkur í innbyrðisleikjum liðanna hafi. Það bíða því allir spenntir eftir fyrsta leiknum sem hefst klukkan 19.15 í Njarðvík í kvöld. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna hefjast í kvöld í Ljónagryfjunni þegar bikarmeistarar Njarðvíkur taka á móti Íslandsmeistarabönunum í Haukum. Liðin enduðu í öðru og fjórða sæti deildarinnar og slógu Snæfell og Keflavík út úr undanúrslitunum. Liðin hafa átt mismundi gengi að fagna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Haukaliðið hefur þrisvar sinnum áður komist alla leið í úrslitin og í öll þrjú skiptin unnið titilinn. Njarðvíkurliðið komst í úrslitin í fyrsta sinn í fyrra en tapaði þá 3-0 á móti Keflavík. Á sama tíma og Haukakonur hafa unnið 9 af 12 leikjum sínum í lokaúrslitum en Njarðvíkurkonur bíða enn eftir sínum fyrsta sigri. Haukaliðið hefur verið í miklum ham og eru ósigraðar síðan að liðið fékk bandaríska miðherjann Tierny Jenkins. Haukar urðu aftur á móti fyrir miklu áfalli í öðrum leiknum á móti Keflavík þegar tveir byrjunarliðsleikmenn liðsins slitu krossband, stigahæsti íslenski leikmaðurinn Íris Sverrisdóttir og fyrirliðinn Guðrún Ósk Ámundadóttir. Liðið rassskellti Keflavík reyndar án þeirra í þriðja leiknum en fékk þá aðeins 3 stig af bekknum og fá lið mega við því að missa tvo lykilmenn á þessum tímapunkti. Njarðvíkurkonur eru því kannski sigurstranglegri enda reynslunni ríkari frá því í fyrra. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, er að fara með kvennalið í fjórða sinn í úrslit en lið hans (Keflavík 2004-2006) og Njarðvík síðustu tvö tímabil hafa alltaf farið alla leið í úrslitaeinvígið. Sverrir Þór gerði Keflavík að meisturum 2005 en hefur fengið silfur í tvö síðustu skipti, 2006 með Keflavík og 2011 með Njarðvík. Liðin hafa ekki mæst síðan að Tierny Jenkins kom til Hauka en það er eflaust enn í fersku minni hjá leikmönnum liðanna þegar liðin mættust í undanúrslitum bikarsins um miðjan febrúar. Njarðvík vann þá tveggja stiga sigur, 75-73, í framlengdum leik þar sem lokakarfa Hauka var dæmd ógild af því að tíminn var runninn út. Óvissan í kringum brotthvarf Írisar og Guðrúnar þýðir að það erfitt er að spá í hvernig liðin passa nú upp á móti hverju öðru og hvaða þýðingu fjórir sigrar Njarðvíkur í innbyrðisleikjum liðanna hafi. Það bíða því allir spenntir eftir fyrsta leiknum sem hefst klukkan 19.15 í Njarðvík í kvöld.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira