Eggið eða hænan? Þorsteinn Pálsson skrifar 7. apríl 2012 06:00 Vandamál ríkisstjórnarinnar er að mínu mati Jóhanna Sigurðardóttir sjálf." Þannig tók Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til orða í viðtali við Ríkissjónvarpið á fimmtudag í síðustu viku. Fremur óvanalegt er að áhrifamaður í ríkisstjórnarflokki lýsi stöðu ríkisstjórnar á þennan veg. Hafa verður í huga að ummælin voru viðbrögð við þeim orðum forsætisráðherra á Alþingi fyrr sama dag að ógöngur ríkisstjórnarinnar skrifuðust alfarið á reikning Jóns Bjarnasonar. Stjórnmálafræðingum gæti reynst jafn örðugt að leysa þá gátu hvort þeirra hefur rétt fyrir sér eins og rökfræðingum hefur reynst að svara því hvort hafi komið á undan eggið eða hænan. En um ógöngurnar deila samherjarnir ekki og þjóðin ekki við þá. Í byrjun stjórnarsamstarfsins var svokölluð órólega deild í VG til stöðugra vandræða. Eftir að þrír þingmenn sögðu skilið við þingflokkinn var sett fram sú tilgáta að vandræði ríkisstjórnarinnar gætu færst til og óróleg deild myndast í Samfylkingunni. Jón Bjarnason virðist telja að sú hafi orðið raunin og forsætisráðherra leiki þar aðalhlutverk. Frjálslyndari armur Samfylkingarinnar var ráðandi í flokknum framan af. Jóhanna Sigurðardóttir hefur smám saman treyst stöðu sína og tryggt vinstri arminum undirtökin. Á sama tíma varð það Steingrími Sigfússyni til happs að órólega deildin í hans flokki missti fótanna. Þetta er helsta ástæðan fyrir því að Samfylkingin minnir nú á VG þegar órólega deildin þar hafði gert flokkinn nær ósamstarfshæfan. Hnútukast Jóhönnu Sigurðardóttur og Jóns Bjarnasonar sýndi ágætlega þessa athyglisverðu breytingu. En um leið kallar það á frekari greiningu á því hvers vegna stjórninni hefur fatast flugið í fylgiskönnunum.Vonir og vonbrigði Staða þjóðarbúskaparins ræður jafnan mestu um gengi ríkisstjórna. Samstaða og sundurlyndi skipta einnig máli. Í tilviki þessarar stjórnar er þó eins og fallandi gengi megi ekki síður skrifa á brostnar vonir um málefnalega stjórnmálaumræðu og bætt pólitískt siðferði. Trúlega hefur engin íslensk ríkisstjórn lagt af stað með háleitari hugsjónir og gefið jafn skýr fyrirheit um bætt siðferði og ábyrga málefnalega umræðu. Þetta var það sem þjóðin þráði eftir hrun gjaldmiðilsins og bankanna. Það voru loforð um þessi umskipti sem gáfu ríkisstjórninni byr í seglin í byrjun miklu fremur en trú fólksins á að hún réði við efnahagsvandann. Þegar miklar vonir eru vaktar hjá kjósendum og fyrirheitin ganga ekki eftir verða vonbrigðin oft meiri en verið hefði ef meiri hófsemi í orðum hefði ráðið í byrjun. Þegar stjórnmálaumræðan er borin saman við gagnrýni stjórnarflokkanna á núverandi stjórnarandstöðu þegar hún fór með völdin er skiljanlegt að margir kjósendur líti svo á að lítið hafi breyst. Fordómar sem birtast í slagorðum eins og sægreifar og gjafakvóti virðast til að mynda ráða meir stefnumörkun í sjávarútvegsmálum en skýrar hugsjónir. Umfjöllun um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins lýsa fremur tæknilegri lagni við að skjóta sér undan ábyrgð á því að hafa skoðanir en fastmótuðum og málefnalegum röksemdum fyrir breytingum. Umræðan snýst því upp í karp og upphrópanir. Það virkar aftur á kjósendur eins og stjórnarflokkarnir séu ekki trúir þeim miklu fyrirheitum um bætta umræðumenningu sem þeir sannarlega gáfu.Stjörnuhrap Í þessu samhengi er einnig rétt að hafa í huga að við upphaf stjórnarsamstarfsins þótti enginn líklegri til að lyfta pólitísku siðferði á hærra plan en Jóhanna Sigurðardóttir. Hluti af vanda ríkisstjórnarinnar felst í því að mörgum finnst nú eins og stjarna hafi hrapað. Ýmis mál hafa smám saman breytt þessari mynd. Landsdómsmálið hefur sennilega átt einna stærstan þátt í þeirri breytingu. Það þótti almennt bera vott um tvöfalt siðgæði að skjóta ráðherrum Samfylkingarinnar í skjól en ákæra Geir Haarde. Sumir stuðningsmenn stjórnarinnar telja þrátt fyrir allt að stjórnmálalegt siðferði hafi batnað. Stjórnarandstæðingar telja aftur á móti að fleiri siðferðilegar brotalamir megi finna nú en áður. En stærsti vandi ríkisstjórnarinnar að þessu leyti gæti þó verið sá að flestum finnist að allt sé meira og minna við sama heygarðshornið. Þannig skýra vonbrigði fremur fallandi gengi ríkisstjórnarinnar en vaxandi trú á stjórnarandstöðuna. En ofmælt er hjá Jóni Bjarnasyni að forsætisráðherra sé allur vandi ríkisstjórnarinnar. Sennilega mun hún þó á endanum tapa mest á þrásetu eftir að í blindgötu var komið. Það hefur aldrei gefist vel og lýsir skorti á ábyrgð sem talsverð spurn er eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vandamál ríkisstjórnarinnar er að mínu mati Jóhanna Sigurðardóttir sjálf." Þannig tók Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til orða í viðtali við Ríkissjónvarpið á fimmtudag í síðustu viku. Fremur óvanalegt er að áhrifamaður í ríkisstjórnarflokki lýsi stöðu ríkisstjórnar á þennan veg. Hafa verður í huga að ummælin voru viðbrögð við þeim orðum forsætisráðherra á Alþingi fyrr sama dag að ógöngur ríkisstjórnarinnar skrifuðust alfarið á reikning Jóns Bjarnasonar. Stjórnmálafræðingum gæti reynst jafn örðugt að leysa þá gátu hvort þeirra hefur rétt fyrir sér eins og rökfræðingum hefur reynst að svara því hvort hafi komið á undan eggið eða hænan. En um ógöngurnar deila samherjarnir ekki og þjóðin ekki við þá. Í byrjun stjórnarsamstarfsins var svokölluð órólega deild í VG til stöðugra vandræða. Eftir að þrír þingmenn sögðu skilið við þingflokkinn var sett fram sú tilgáta að vandræði ríkisstjórnarinnar gætu færst til og óróleg deild myndast í Samfylkingunni. Jón Bjarnason virðist telja að sú hafi orðið raunin og forsætisráðherra leiki þar aðalhlutverk. Frjálslyndari armur Samfylkingarinnar var ráðandi í flokknum framan af. Jóhanna Sigurðardóttir hefur smám saman treyst stöðu sína og tryggt vinstri arminum undirtökin. Á sama tíma varð það Steingrími Sigfússyni til happs að órólega deildin í hans flokki missti fótanna. Þetta er helsta ástæðan fyrir því að Samfylkingin minnir nú á VG þegar órólega deildin þar hafði gert flokkinn nær ósamstarfshæfan. Hnútukast Jóhönnu Sigurðardóttur og Jóns Bjarnasonar sýndi ágætlega þessa athyglisverðu breytingu. En um leið kallar það á frekari greiningu á því hvers vegna stjórninni hefur fatast flugið í fylgiskönnunum.Vonir og vonbrigði Staða þjóðarbúskaparins ræður jafnan mestu um gengi ríkisstjórna. Samstaða og sundurlyndi skipta einnig máli. Í tilviki þessarar stjórnar er þó eins og fallandi gengi megi ekki síður skrifa á brostnar vonir um málefnalega stjórnmálaumræðu og bætt pólitískt siðferði. Trúlega hefur engin íslensk ríkisstjórn lagt af stað með háleitari hugsjónir og gefið jafn skýr fyrirheit um bætt siðferði og ábyrga málefnalega umræðu. Þetta var það sem þjóðin þráði eftir hrun gjaldmiðilsins og bankanna. Það voru loforð um þessi umskipti sem gáfu ríkisstjórninni byr í seglin í byrjun miklu fremur en trú fólksins á að hún réði við efnahagsvandann. Þegar miklar vonir eru vaktar hjá kjósendum og fyrirheitin ganga ekki eftir verða vonbrigðin oft meiri en verið hefði ef meiri hófsemi í orðum hefði ráðið í byrjun. Þegar stjórnmálaumræðan er borin saman við gagnrýni stjórnarflokkanna á núverandi stjórnarandstöðu þegar hún fór með völdin er skiljanlegt að margir kjósendur líti svo á að lítið hafi breyst. Fordómar sem birtast í slagorðum eins og sægreifar og gjafakvóti virðast til að mynda ráða meir stefnumörkun í sjávarútvegsmálum en skýrar hugsjónir. Umfjöllun um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins lýsa fremur tæknilegri lagni við að skjóta sér undan ábyrgð á því að hafa skoðanir en fastmótuðum og málefnalegum röksemdum fyrir breytingum. Umræðan snýst því upp í karp og upphrópanir. Það virkar aftur á kjósendur eins og stjórnarflokkarnir séu ekki trúir þeim miklu fyrirheitum um bætta umræðumenningu sem þeir sannarlega gáfu.Stjörnuhrap Í þessu samhengi er einnig rétt að hafa í huga að við upphaf stjórnarsamstarfsins þótti enginn líklegri til að lyfta pólitísku siðferði á hærra plan en Jóhanna Sigurðardóttir. Hluti af vanda ríkisstjórnarinnar felst í því að mörgum finnst nú eins og stjarna hafi hrapað. Ýmis mál hafa smám saman breytt þessari mynd. Landsdómsmálið hefur sennilega átt einna stærstan þátt í þeirri breytingu. Það þótti almennt bera vott um tvöfalt siðgæði að skjóta ráðherrum Samfylkingarinnar í skjól en ákæra Geir Haarde. Sumir stuðningsmenn stjórnarinnar telja þrátt fyrir allt að stjórnmálalegt siðferði hafi batnað. Stjórnarandstæðingar telja aftur á móti að fleiri siðferðilegar brotalamir megi finna nú en áður. En stærsti vandi ríkisstjórnarinnar að þessu leyti gæti þó verið sá að flestum finnist að allt sé meira og minna við sama heygarðshornið. Þannig skýra vonbrigði fremur fallandi gengi ríkisstjórnarinnar en vaxandi trú á stjórnarandstöðuna. En ofmælt er hjá Jóni Bjarnasyni að forsætisráðherra sé allur vandi ríkisstjórnarinnar. Sennilega mun hún þó á endanum tapa mest á þrásetu eftir að í blindgötu var komið. Það hefur aldrei gefist vel og lýsir skorti á ábyrgð sem talsverð spurn er eftir.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun