Sterkar þjóðir keppa hér á landi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2012 07:00 Landsliðsmenn Frá vinstri eru Birkir Árnason, Ingvar Þór Jónsson, Emil Alingard og Snorri Sigurbjörnsson ásamt þjálfaranum Olfa Eller.fréttablaðið/valli Í dag hefst sterkasta íshokkímót sem haldið hefur verið hérlendis þegar keppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistarakeppninnar hefst. Ísland mætir Nýja-Sjálandi í fyrsta leik en þar fyrir utan eru Spánn, Króatía, Serbía og Eistland í riðli Íslands. Sigurvegari riðilsins kemst upp í B-riðil 1. deildarinnar en liðið sem hafnar í neðsta sæti fellur niður í B-riðil 2. deildarinnar. Leikir Íslands hefjast allir klukkan 20.00 og er aðgangseyrir 1.000 krónur. Frítt er inn á hina leikina í riðlinum sem hefjast klukkan 13.00 og 16.30 þá daga sem spilað er. Íshokkííþróttinni hefur vaxið ásmegin hér á landi síðustu árin en Ísland tók fyrst þátt í HM árið 1999 og hafnaði þá í neðsta sæti neðsta riðilsins. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Ísland er nú að keppa við sterkar þjóðir. „Okkar aðalmarkmið er að halda í við þessar þjóðir sem við erum að mæta," sagði fyrirliðinn Ingvar Þór Jónsson sem hefur verið með landsliðinu allar götur síðan 1999. „Við viljum festa okkur í sessi í þessum riðli en við vitum að það verður erfitt." Hann vonast til að þess að keppnin sem nú fer fram á landinu verði til að auka áhugann á íþróttinni meðal almennings. En til þess að auka veg íþróttarinnar hér á landi þurfi fyrst og fremst að bæta aðstæðurnar. „Áður en hallirnar komu á sínum tíma gátum við bara æft utanhúss í 2-3 mánuði yfir árið. Koma þeirra var því mikil bylting. En nú hefur skapast flöskuháls því það er setið um þær þrjár hallir sem til eru. Við þurfum fleiri hallir til að fá bæði fleiri lið og fleiri iðkendur, sem er íþróttinni nauðsynlegt. Það er löngu orðið tímabært," sagði Ingvar. Innlendar Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Sjá meira
Í dag hefst sterkasta íshokkímót sem haldið hefur verið hérlendis þegar keppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistarakeppninnar hefst. Ísland mætir Nýja-Sjálandi í fyrsta leik en þar fyrir utan eru Spánn, Króatía, Serbía og Eistland í riðli Íslands. Sigurvegari riðilsins kemst upp í B-riðil 1. deildarinnar en liðið sem hafnar í neðsta sæti fellur niður í B-riðil 2. deildarinnar. Leikir Íslands hefjast allir klukkan 20.00 og er aðgangseyrir 1.000 krónur. Frítt er inn á hina leikina í riðlinum sem hefjast klukkan 13.00 og 16.30 þá daga sem spilað er. Íshokkííþróttinni hefur vaxið ásmegin hér á landi síðustu árin en Ísland tók fyrst þátt í HM árið 1999 og hafnaði þá í neðsta sæti neðsta riðilsins. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og Ísland er nú að keppa við sterkar þjóðir. „Okkar aðalmarkmið er að halda í við þessar þjóðir sem við erum að mæta," sagði fyrirliðinn Ingvar Þór Jónsson sem hefur verið með landsliðinu allar götur síðan 1999. „Við viljum festa okkur í sessi í þessum riðli en við vitum að það verður erfitt." Hann vonast til að þess að keppnin sem nú fer fram á landinu verði til að auka áhugann á íþróttinni meðal almennings. En til þess að auka veg íþróttarinnar hér á landi þurfi fyrst og fremst að bæta aðstæðurnar. „Áður en hallirnar komu á sínum tíma gátum við bara æft utanhúss í 2-3 mánuði yfir árið. Koma þeirra var því mikil bylting. En nú hefur skapast flöskuháls því það er setið um þær þrjár hallir sem til eru. Við þurfum fleiri hallir til að fá bæði fleiri lið og fleiri iðkendur, sem er íþróttinni nauðsynlegt. Það er löngu orðið tímabært," sagði Ingvar.
Innlendar Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Sjá meira