Hittust fyrst rétt fyrir leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2012 09:00 hárprúður í stað hairston Joseph Henley átti góða innkomu í leik Þórs og KR þrátt fyrir að hafa lent í Keflavík rúmum tveimur tímum fyrir leik.mynd/jón björn Bandaríkjamaðurinn Joseph Henley var búinn að vera á landinu í rúmar tvær klukkustundir þegar hann spilaði í leik Þórs frá Þorlákshöfn og KR á fimmtudagskvöldið. "Ekki óskastaða fyrir neitt félag,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Það ráku margir upp stór augu þegar Bandaríkjamaðurinn Joseph Henley birtist allt í einu á gólfi Icelandic Glacial-hallarinnar í Þorlákshöfn á fimmtudagskvöldið, klæddur í Þórsbúninginn og klár í slaginn í mikilvægan leik gegn KR í úrslitakeppninni í Iceland Express-deild karla. Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, hafði þá fengið Henley til landsins með skömmum fyrirvara en hann fékk þær fréttir daginn fyrir leik að Matthew Hairston myndi ekki spila meira á tímabilinu. „Þá voru góð ráð dýr. Ég settist niður fyrir framan tölvuna og reyndi að redda einhverju. Ég vissi af þessum strák og þremur tímum síðar var hann búinn að samþykkja að koma," sagði Benedikt. Henley lenti á Keflavíkurflugvelli laust fyrir klukkan fimm í gær og var kominn til Þorlákshafnar um sexleytið. Hann hitti þjálfarann í fyrsta sinn 45 mínútum fyrir leikinn sem Þórsarar svo unnu örugglega. „Það var ágætt að hann komst til landsins í tæka tíð en það var ekki haft neitt sérstaklega fyrir því. Ef hann hefði ekki komist hefði þurft að hafa það – við hinir vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir leikinn," segir Benedikt. Hairston hefur haft mikilvægu hlutverki að gegna í vetur en meiðsli hafa verið að plaga hann síðastliðnar vikur. Hann reyndi þó að þrauka fyrsta leikinn í einvígi KR og Þórs. „Hann hafði meiðst illa á hælnum og bæklunarlæknir sagði að meiðslin væru orðin það slæm að sprautumeðferð myndi engu bjarga. Hann þyrfti einfaldlega að hvíla í um átta vikur," segir Benedikt. „Henley var að spila með liði í Þýskalandi en tímabilinu hans þar var lokið. Hann vildi koma – aðallega til að sanna sig fyrir næsta ár. Ég sagði honum því bara að drífa sig og að við skyldum skoða hann í úrslitakeppninni." Henley skilaði sínu. Hann skoraði þrettán stig og tók sex fráköst á 26 mínútum sem er nánast sama tölfræði og hann hafði að meðaltali í Þýskalandi í vetur. „Okkur gekk vel í leiknum og því gat ég leyft honum að vera lengur inni á en ég hafði annars gert. Ég var þó ekki að stóla á hann en hann studdi vel við aðra leikmenn og gerði sitt vel." KR-ingar taka svo á móti lærisveinum Benedikts á heimavelli sínum annað kvöld og vill þjálfarinn ekki segja hvaða væntingar hann hafi til Henley. „Ég sé kannski betur á fyrstu æfingunni hans í kvöld hvað hann hefur fram að færa," sagði Benedikt í léttum dúr en viðtalið var tekið fyrir æfinguna í gær. Staðan í rimmu KR og Þórs er jöfn, 1-1. „Við vorum nálægt sigrinum í fyrsta leiknum, tókum þá í næsta leik og við höfum ekkert að óttast fyrir þriðja leikinn. Ég þarf bara að passa upp á að menn haldi ekki að þeir séu orðnir betri en KR-ingarnir. Þeir eru með stóra liðið í seríunni og langflestir sem reikna með sigri þeirra. Við þurfum bara að halda okkur við það sem við höfum gert." Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Joseph Henley var búinn að vera á landinu í rúmar tvær klukkustundir þegar hann spilaði í leik Þórs frá Þorlákshöfn og KR á fimmtudagskvöldið. "Ekki óskastaða fyrir neitt félag,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Það ráku margir upp stór augu þegar Bandaríkjamaðurinn Joseph Henley birtist allt í einu á gólfi Icelandic Glacial-hallarinnar í Þorlákshöfn á fimmtudagskvöldið, klæddur í Þórsbúninginn og klár í slaginn í mikilvægan leik gegn KR í úrslitakeppninni í Iceland Express-deild karla. Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, hafði þá fengið Henley til landsins með skömmum fyrirvara en hann fékk þær fréttir daginn fyrir leik að Matthew Hairston myndi ekki spila meira á tímabilinu. „Þá voru góð ráð dýr. Ég settist niður fyrir framan tölvuna og reyndi að redda einhverju. Ég vissi af þessum strák og þremur tímum síðar var hann búinn að samþykkja að koma," sagði Benedikt. Henley lenti á Keflavíkurflugvelli laust fyrir klukkan fimm í gær og var kominn til Þorlákshafnar um sexleytið. Hann hitti þjálfarann í fyrsta sinn 45 mínútum fyrir leikinn sem Þórsarar svo unnu örugglega. „Það var ágætt að hann komst til landsins í tæka tíð en það var ekki haft neitt sérstaklega fyrir því. Ef hann hefði ekki komist hefði þurft að hafa það – við hinir vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir leikinn," segir Benedikt. Hairston hefur haft mikilvægu hlutverki að gegna í vetur en meiðsli hafa verið að plaga hann síðastliðnar vikur. Hann reyndi þó að þrauka fyrsta leikinn í einvígi KR og Þórs. „Hann hafði meiðst illa á hælnum og bæklunarlæknir sagði að meiðslin væru orðin það slæm að sprautumeðferð myndi engu bjarga. Hann þyrfti einfaldlega að hvíla í um átta vikur," segir Benedikt. „Henley var að spila með liði í Þýskalandi en tímabilinu hans þar var lokið. Hann vildi koma – aðallega til að sanna sig fyrir næsta ár. Ég sagði honum því bara að drífa sig og að við skyldum skoða hann í úrslitakeppninni." Henley skilaði sínu. Hann skoraði þrettán stig og tók sex fráköst á 26 mínútum sem er nánast sama tölfræði og hann hafði að meðaltali í Þýskalandi í vetur. „Okkur gekk vel í leiknum og því gat ég leyft honum að vera lengur inni á en ég hafði annars gert. Ég var þó ekki að stóla á hann en hann studdi vel við aðra leikmenn og gerði sitt vel." KR-ingar taka svo á móti lærisveinum Benedikts á heimavelli sínum annað kvöld og vill þjálfarinn ekki segja hvaða væntingar hann hafi til Henley. „Ég sé kannski betur á fyrstu æfingunni hans í kvöld hvað hann hefur fram að færa," sagði Benedikt í léttum dúr en viðtalið var tekið fyrir æfinguna í gær. Staðan í rimmu KR og Þórs er jöfn, 1-1. „Við vorum nálægt sigrinum í fyrsta leiknum, tókum þá í næsta leik og við höfum ekkert að óttast fyrir þriðja leikinn. Ég þarf bara að passa upp á að menn haldi ekki að þeir séu orðnir betri en KR-ingarnir. Þeir eru með stóra liðið í seríunni og langflestir sem reikna með sigri þeirra. Við þurfum bara að halda okkur við það sem við höfum gert."
Dominos-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli