Tvöföld gleði á sögulegu tímabili | Myndasyrpa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2012 07:30 Íslandsmeistaralið Njarðvíkur tímabilið 2011-2012 eftir sigurinn um helgina. Fréttablaðið/Daníel Njarðvík varð á laugardaginn Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið varð einnig bikarmeistari fyrr í vetur og var það fyrsti stóri titill félagsins í kvennaflokki. Liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitarimmunni, 3-1, og lyfti bikarnum á loft eftir sigur í fjórða leik liðanna, 76-62. Lele Hardy var útnefnd verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún fór fyrir sóknarleik sinna manna í leiknum. Það var hins vegar fyrst og fremst öflugur varnarleikur í seinni hálfleik sem skóp sigur Njarðvíkurliðsins og þá kom sterk liðsheild liðsins í ljós. „Við leggjum mikið upp úr varnarleik," sagði þjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson eftir leikinn. „Við erum með sterkar stelpur til að spila maður á mann og hjálparvörnin er góð. Allar stelpurnar eiga hrós skilið." Hinar bandarísku Hardy og Shanae Baker-Brice voru í stórum hlutverkum í liðinu og Sverrir lofaði framlag þeirra. „Við vorum það heppin að fá þessa tvo frábæru leikmenn til liðsins en þess fyrir utan eru þær líka frábærar manneskjur. Þær blönduðust vel inn í sterkan hóp leikmanna og okkur tókst að fara langt á góðum móral og liðsstemningu." Sverrir var nú að klára sitt annað tímabil með liðinu og játaði að árangurinn hefði komið sér á óvart og að hann væri stoltur af honum. „Jú, auðvitað. Þegar ég tók við setti ég mér það markmið að búa til alvöru lið í Njarðvík – lið með flotta umgjörð sem yrði rekið með metnaði. Það hafði aldrei áður tekist í Njarðvík. Starfið hafði oft lagst niður í kvennaflokki eftir nokkur ár og vantaði einfaldlega að hífa þetta upp á næsta plan," segir Sverrir. „En ég var þó alls ekki að hugsa um neina titla ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sá þegar tímabilið hófst að við værum með ansi sterkt lið og að ef allt myndi smella saman gætum við verið með í baráttunni. En ekki óraði mig fyrir því að við myndum vinna tvöfalt." Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Njarðvík varð á laugardaginn Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið varð einnig bikarmeistari fyrr í vetur og var það fyrsti stóri titill félagsins í kvennaflokki. Liðið hafði betur gegn Haukum í úrslitarimmunni, 3-1, og lyfti bikarnum á loft eftir sigur í fjórða leik liðanna, 76-62. Lele Hardy var útnefnd verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún fór fyrir sóknarleik sinna manna í leiknum. Það var hins vegar fyrst og fremst öflugur varnarleikur í seinni hálfleik sem skóp sigur Njarðvíkurliðsins og þá kom sterk liðsheild liðsins í ljós. „Við leggjum mikið upp úr varnarleik," sagði þjálfarinn Sverrir Þór Sverrisson eftir leikinn. „Við erum með sterkar stelpur til að spila maður á mann og hjálparvörnin er góð. Allar stelpurnar eiga hrós skilið." Hinar bandarísku Hardy og Shanae Baker-Brice voru í stórum hlutverkum í liðinu og Sverrir lofaði framlag þeirra. „Við vorum það heppin að fá þessa tvo frábæru leikmenn til liðsins en þess fyrir utan eru þær líka frábærar manneskjur. Þær blönduðust vel inn í sterkan hóp leikmanna og okkur tókst að fara langt á góðum móral og liðsstemningu." Sverrir var nú að klára sitt annað tímabil með liðinu og játaði að árangurinn hefði komið sér á óvart og að hann væri stoltur af honum. „Jú, auðvitað. Þegar ég tók við setti ég mér það markmið að búa til alvöru lið í Njarðvík – lið með flotta umgjörð sem yrði rekið með metnaði. Það hafði aldrei áður tekist í Njarðvík. Starfið hafði oft lagst niður í kvennaflokki eftir nokkur ár og vantaði einfaldlega að hífa þetta upp á næsta plan," segir Sverrir. „En ég var þó alls ekki að hugsa um neina titla ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sá þegar tímabilið hófst að við værum með ansi sterkt lið og að ef allt myndi smella saman gætum við verið með í baráttunni. En ekki óraði mig fyrir því að við myndum vinna tvöfalt."
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira