Hversdagshelförin Bergsteinn Sigurðsson skrifar 18. apríl 2012 06:00 Það á ekki af okkur Íslendingum að ganga. Rúmum þremur árum eftir hrun er andrúmsloftið orðið svo lævi blandið að leita þarf allt aftur til Þýskalands nasismans til að finna annað eins. Dæmin um það eru mýmörg. Á dögunum fór ég á veitingastað. Þar var mér gert að standa í röð meðan ég beið eftir afgreiðslu. Röð! Eins og í hverju öðru gettói. Vilja þeir ekki bara útbýta okkur skömmtunarseðlum? Til að bíta höfuðið af skömminni var ég látinn taka bréfsnifsi með númeri á til að vita hvenær röðin væri komin að mér. Ég gat ekki orða bundist. Veistu hverjir aðrir smættuðu auðkenni fólks niður í númer og sviptu það mennsku sinni?" sagði ég við einkennisklædda afgreiðsluforingjann, um tvítugan mann með Hitlershárgreiðslu, sem er svo mikið í tísku nú um mundir. „Ha?" svaraði stormsveitarsteikarinn. „Nasistar, skal ég segja þér. Nasistar merktu gyðingana í gettóunum með númerum." „Öh… já, má bjóða þér að panta. Við erum með tilboð á stjörnumáltíðum." „Stjörnu? Eins og nasistarnir létu gyðingana bera?" „Nja, bara svona hamborgarar og …" Er þetta vegna þess að ég heiti Bergsteinn?" „Ha?" „Berg og Stein eru með algengustu endingum á eftirnöfnum gyðinga í Bandaríkjunum. Samkvæmt því er ég eflaust einhvers konar últragyðingur í þínum augum." „Ég vissi ekki einu sinni að þú hétir Bergsteinn." „Alveg rétt, í þínum augum er ég bara eitthvert númer." „Sko, það er enginn að neyða þig til að versla hér." „Heyrðu, Göbbels litli, þótt þú viljir helst hafa júða eins og mig innan einhverrar girðingar, nýt ég enn grundvallarmannréttinda!" „Hvað ætlarðu þá að fá?" „Tilboð númer tvö. Og franskar." „Viltu gos?" „Vil ég gas?" „Æ, gleymdu því. Það gera 2.990 krónur." „Þrjú þúsund kall fyrir nokkra kjúklingabita? Fyrst þú ætlar á annað borð að rýja mig inn að skinni viltu þá ekki flá mig í leiðinni og búa til lampaskerm!" „Veistu,þú færð ekkert öðruvísi afgreiðslu en aðrir af því að þú ert gyðingur." „Grunaði ekki Gvend. Ég er sko enginn gyðingur. Af hverju hélstu það og hvað kemur það málinu við?" „En varstu ekki að segja…? Veistu, þú ert slefandi fábjáni. Drullaðu þér út!" „Rólegur! Óþarfi að fara út af límingunum. Þetta er bara líkingamál." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Það á ekki af okkur Íslendingum að ganga. Rúmum þremur árum eftir hrun er andrúmsloftið orðið svo lævi blandið að leita þarf allt aftur til Þýskalands nasismans til að finna annað eins. Dæmin um það eru mýmörg. Á dögunum fór ég á veitingastað. Þar var mér gert að standa í röð meðan ég beið eftir afgreiðslu. Röð! Eins og í hverju öðru gettói. Vilja þeir ekki bara útbýta okkur skömmtunarseðlum? Til að bíta höfuðið af skömminni var ég látinn taka bréfsnifsi með númeri á til að vita hvenær röðin væri komin að mér. Ég gat ekki orða bundist. Veistu hverjir aðrir smættuðu auðkenni fólks niður í númer og sviptu það mennsku sinni?" sagði ég við einkennisklædda afgreiðsluforingjann, um tvítugan mann með Hitlershárgreiðslu, sem er svo mikið í tísku nú um mundir. „Ha?" svaraði stormsveitarsteikarinn. „Nasistar, skal ég segja þér. Nasistar merktu gyðingana í gettóunum með númerum." „Öh… já, má bjóða þér að panta. Við erum með tilboð á stjörnumáltíðum." „Stjörnu? Eins og nasistarnir létu gyðingana bera?" „Nja, bara svona hamborgarar og …" Er þetta vegna þess að ég heiti Bergsteinn?" „Ha?" „Berg og Stein eru með algengustu endingum á eftirnöfnum gyðinga í Bandaríkjunum. Samkvæmt því er ég eflaust einhvers konar últragyðingur í þínum augum." „Ég vissi ekki einu sinni að þú hétir Bergsteinn." „Alveg rétt, í þínum augum er ég bara eitthvert númer." „Sko, það er enginn að neyða þig til að versla hér." „Heyrðu, Göbbels litli, þótt þú viljir helst hafa júða eins og mig innan einhverrar girðingar, nýt ég enn grundvallarmannréttinda!" „Hvað ætlarðu þá að fá?" „Tilboð númer tvö. Og franskar." „Viltu gos?" „Vil ég gas?" „Æ, gleymdu því. Það gera 2.990 krónur." „Þrjú þúsund kall fyrir nokkra kjúklingabita? Fyrst þú ætlar á annað borð að rýja mig inn að skinni viltu þá ekki flá mig í leiðinni og búa til lampaskerm!" „Veistu,þú færð ekkert öðruvísi afgreiðslu en aðrir af því að þú ert gyðingur." „Grunaði ekki Gvend. Ég er sko enginn gyðingur. Af hverju hélstu það og hvað kemur það málinu við?" „En varstu ekki að segja…? Veistu, þú ert slefandi fábjáni. Drullaðu þér út!" „Rólegur! Óþarfi að fara út af límingunum. Þetta er bara líkingamál."
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun