Þótti erfitt að drepa fyrsta fórnarlambið 21. apríl 2012 14:45 Anders Behring Breivik hélt áfram vitnisburði sínum í gær og lýsti fyrir viðstöddum morðunum í Útey með nákvæmum hætti. nordicphotos/afp Anders Behring Breivik lýsti í gær morðum sínum í Útey fyrir rétti í Ósló. Mikinn óhug setti að viðstöddum þegar hann lýsti því í smáatriðum hvernig hann myrti ungmenni sem grátbáðu hann að þyrma sér. Óhug setti að viðstöddum í réttarsal í Ósló í gær þegar Anders Behring Breivik lýsti því hvernig hann skaut 69 manns til bana í Útey síðastliðið sumar. Hann ætlaði sér að drepa alla þá 600 sem voru á eyjunni. „„Þið deyið í dag marxistar," æpti ég," lýsti Breivik fyrir réttinum í gær, á fimmta degi réttarhaldanna yfir honum. Ætlunin var að ljúka yfirheyrslum yfir honum í gær, en það tókst ekki og verður því haldið áfram eftir helgi. Hann gaf vitnisburð um alla atburðarrásina í Útey í gær. Breivik segist ekki muna eftir stórum hluta þess tíma sem hann eyddi í Útey þann 22. júlí. Hann gat þó lýst sumum morðanna í miklum smáatriðum. Hann sagði til dæmis frá því þegar hann fór inn í matstofu þar sem hann drap fjölda ungmenna. Sum þeirra voru sem lömuð og hreyfðu sig ekki jafnvel þótt Breivik þyrfti að gera hlé á skothríðinni til þess að hlaða byssur sínar. Sum þóttust vera látin, en hann sagðist hafa skotið þau líka. Hann sagðist hafa undrast viðbrögð þeirra sem stóðu stjarfir meðan hann athafnaði sig. Viðbrögðin hafi komið honum á óvart, þau hafi ekki verið eins og hann hafi séð í sjónvarpi. „Fólk grátbað mig um að þyrma lífi sínu. Ég skaut það bara í höfuðið." Hann hélt svo áfram för sinni um eyjuna og lokkaði unglinga úr felum með því að segja þeim að hann væri kominn til að gæta öryggis þeirra. Þá skaut hann eins og hann gat. Þá sagði Breivik frá því að hann hafi átt mjög erfitt með að skjóta fyrstu manneskjuna til bana. „Það voru hundrað raddir í höfðinu á mér sem sögðu „ekki gera það, ekki gera það"," sagði hann. Eftir að hann hafði skotið fyrsta skotinu varð auðveldara að halda áfram, að hans sögn. Fyrstu tvö fórnarlömb hans í Útey voru Monica Bøsei, sem sá um búðirnar í eyjunni, og lögreglumaðurinn Trond Berntsen, sem sinnti öryggisgæslu í eyjunni í frítíma sínum. Breivik hélt því jafnframt fram í gær að undir venjulegum kringumstæðum væri hann mjög indæl manneskja, og þætti vænt um fólk í kringum sig. Hann hefði frá árinu 2006 undirbúið sig undir morð og því reynt að loka á tilfinningar sínar. Hann sagði að ef hann hugsaði og reyndi að ná utan um það sem hann gerði myndi hann brotna niður andlega, og því gerði hann það ekki. Hann sagðist telja að norskir fjölmiðlar hefðu ekki fjallað með sanngjörnum hætti um norska Framfaraflokkinn og innflytjendastefnu hans fyrir þingkosningar 2009. Hann kenndi bæði norskum og evrópskum fjölmiðlum um voðaverk sín og sagði þá ritskoða öfgaþjóðernissinna eins og hann. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Anders Behring Breivik lýsti í gær morðum sínum í Útey fyrir rétti í Ósló. Mikinn óhug setti að viðstöddum þegar hann lýsti því í smáatriðum hvernig hann myrti ungmenni sem grátbáðu hann að þyrma sér. Óhug setti að viðstöddum í réttarsal í Ósló í gær þegar Anders Behring Breivik lýsti því hvernig hann skaut 69 manns til bana í Útey síðastliðið sumar. Hann ætlaði sér að drepa alla þá 600 sem voru á eyjunni. „„Þið deyið í dag marxistar," æpti ég," lýsti Breivik fyrir réttinum í gær, á fimmta degi réttarhaldanna yfir honum. Ætlunin var að ljúka yfirheyrslum yfir honum í gær, en það tókst ekki og verður því haldið áfram eftir helgi. Hann gaf vitnisburð um alla atburðarrásina í Útey í gær. Breivik segist ekki muna eftir stórum hluta þess tíma sem hann eyddi í Útey þann 22. júlí. Hann gat þó lýst sumum morðanna í miklum smáatriðum. Hann sagði til dæmis frá því þegar hann fór inn í matstofu þar sem hann drap fjölda ungmenna. Sum þeirra voru sem lömuð og hreyfðu sig ekki jafnvel þótt Breivik þyrfti að gera hlé á skothríðinni til þess að hlaða byssur sínar. Sum þóttust vera látin, en hann sagðist hafa skotið þau líka. Hann sagðist hafa undrast viðbrögð þeirra sem stóðu stjarfir meðan hann athafnaði sig. Viðbrögðin hafi komið honum á óvart, þau hafi ekki verið eins og hann hafi séð í sjónvarpi. „Fólk grátbað mig um að þyrma lífi sínu. Ég skaut það bara í höfuðið." Hann hélt svo áfram för sinni um eyjuna og lokkaði unglinga úr felum með því að segja þeim að hann væri kominn til að gæta öryggis þeirra. Þá skaut hann eins og hann gat. Þá sagði Breivik frá því að hann hafi átt mjög erfitt með að skjóta fyrstu manneskjuna til bana. „Það voru hundrað raddir í höfðinu á mér sem sögðu „ekki gera það, ekki gera það"," sagði hann. Eftir að hann hafði skotið fyrsta skotinu varð auðveldara að halda áfram, að hans sögn. Fyrstu tvö fórnarlömb hans í Útey voru Monica Bøsei, sem sá um búðirnar í eyjunni, og lögreglumaðurinn Trond Berntsen, sem sinnti öryggisgæslu í eyjunni í frítíma sínum. Breivik hélt því jafnframt fram í gær að undir venjulegum kringumstæðum væri hann mjög indæl manneskja, og þætti vænt um fólk í kringum sig. Hann hefði frá árinu 2006 undirbúið sig undir morð og því reynt að loka á tilfinningar sínar. Hann sagði að ef hann hugsaði og reyndi að ná utan um það sem hann gerði myndi hann brotna niður andlega, og því gerði hann það ekki. Hann sagðist telja að norskir fjölmiðlar hefðu ekki fjallað með sanngjörnum hætti um norska Framfaraflokkinn og innflytjendastefnu hans fyrir þingkosningar 2009. Hann kenndi bæði norskum og evrópskum fjölmiðlum um voðaverk sín og sagði þá ritskoða öfgaþjóðernissinna eins og hann. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira